„Komið út í tóma þvælu“

„Við höfum líklega aldrei fengið jafn margar og viðamiklar fyrirspurnir ...
„Við höfum líklega aldrei fengið jafn margar og viðamiklar fyrirspurnir til stjórnarráðsins og nú er,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra . mbl.is/Kristinn Magnússon

Sein svör ráðuneyta við fyrirspurnum voru stjórnarandstöðunni hugleikin undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra báru því hins vegar við að líklega hafi aldrei borist jafn margar og ítarlegar fyrirspurnir til stjórnarráðsins. „Er einhver í salnum mér sammála um það að þetta sé komið út í tóma þvælu,“ sagði Bjarni Benediktsson.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, var fyrstur til að vekja máls á seinum svörum. Benti hann á að nú fyrst hefðu verið að berast svör við fyrirspurn sem hann lagði fram 20. febrúar um fullnustu seldra eigna í eigu Íbúðalánasjóð.

Þegar svörin hafi borist  hafi hins vegar vantað í þau svör um kaupendur. „Heldur kemur fram að verið sé að afla álits persónuverndar í málinu. Núna í maí! Hvað hafa menn í ráðuneytinu verið að gera allan þennan tíma,“ sagði Þorsteinn. Um sé að ræða opinberar upplýsingar, skjöl sem sé þinglýst hjá sýslumönnum.

Vitum ekkert hvernig gengur að vinna úr Panamaskjölunum

„Ég hef beðið í rúma þrjá mánuði eftir fjármálaráðherra með skrifleg svör um Panamaskjölin og úrvinnslu þeirra,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig vildi vekja athygli á seinum svörum. „Við vitum ekkert hvernig gengur að vinna úr þeim.“ Kvað hún fjármálaráðuneytið einnig hafa látið þingmenn bíða eftir svörum um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og biðlaði til forseta þingsins að aðstoða þingmenn við að reka á eftir svörum. „Rúmir þrír mánuðir hljóta að vera meira en nægur tími til að svara spurningunum,“ sagði Oddný.

„Það á að ýta undir veg og vegsemd þingsins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og kvað ráðuneytin svara fyrirspurnum seint og illa. „Við þurfum að styrkja þingið og ráðuneytin þurfa að forgangsraða í þágu löggjafarvaldsins.“ Annars sé verið að veikja eftirlitshlutverk þingsins og það hljóti að hafa áhrif á samskipti þings og ríkisstjórnar.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði meðal svartíma ósvaraðra fyrirspurna á þessu þingi vera 34 dagar. „Það er er verri meðaltími en á fyrri þingum,“ sagði Björn Leví og bætti við að svör bærust einhverra hluta vegna síðar en gert sé ráð fyrir í þingsköpum.

„Það er ekki undantekning að fyrirspurnum sé svarað seint og illa, það er regla,“ sagði Þorsteinn.

„Meira en við eigum að venjast“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikilvægt að þessi staða sé rædd í forsætisnefnd þingsins. Ástæða sé þó til að vekja athygli á því að 316 fyrirspurnir hafi borist á þessu þingi „og það er meira en við eigum að venjast“, sagði Katrín.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist taka undir með forsætisráðherra. „Við höfum líklega aldrei fengið jafn margar og viðamiklar fyrirspurnir til stjórnarráðsins og nú er,“ sagði Barni og nefndi sem dæmi viðamikla fyrirspurn frá Birni Leví þar sem beðið var um upplýsingar 10 ár aftur í tímann. „Er einhver hér í salnum mér sammála um að þetta er komið út í tóma þvælu,“ sagði Bjarni og fékk þau mótsvör frá Birni Leví að þetta væru ekki flestar fyrirspurnir sem borist hefðu, flestar hefðu þær verið 356 talsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segja að ný ylströnd gæti lyktað illa

07:57 Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði í Sundahöfn. Breytingin mun nú fara í hefðbundið auglýsingarferli. Meira »

„Sjáum skýr sóknarfæri“

07:37 „Við erum að undirbúa okkur fyrir þessa lotu. Við höfum ekki hitt fulltrúa Samtaka atvinnulífsins enn sem komið er til að leggja fram kröfugerð en erum að máta okkur aðeins inn í hugmyndir um breytingar á skattkerfinu og fleiri slíkar áherslur.“ Meira »

Fannst heill á húfi

06:56 Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk beiðni um klukkan 17:00 í gær um að hefja eftirgrennslan eftir manni sem ekki hafði skilað sér heim. Meira »

Hæglætisveður næstu daga

06:44 Spáð er hægri suðaustanátt í dag en strekkingi við ströndina sunnan- og vestanlands fram eftir degi.  Meira »

Með fíkniefni, í vímu og vopnaður

05:45 Lögreglan stöðvaði för ökumanns skömmu fyrir klukkan eitt í nótt í hverfi 111 þar sem ökumaðurinn notaði ekki öryggisbelti. Í ljós kom að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni á sér. Hann er jafnframt grunaður um brot á vopnalögum.   Meira »

Aukinn áhugi á beinu Kínaflugi

05:30 Að mati Víkings Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Arnarlax, er hugsanleg opnun Síberíuflugleiðar spennandi möguleiki sem myndi einfalda mjög fraktflutninga fyrirtækisins sem er langt komið með að fá leyfi til þess að flytja inn íslenskar eldisafurðir á Kínamarkað. Meira »

Kreppir að í rekstrinum

05:30 „Þetta er komið á það stig að það verður að skerða þjónustuna og það verða gríðarleg vonbrigði ef það verður virkilega niðurstaðan,“ sagði Pétur Magnússon, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, um rekstur hjúkrunarheimila. Meira »

Framlög til SÁÁ verði stóraukin

05:30 Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að auka fjárframlög um 140 milljónir króna til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum. Meira »

Almenningur hliðhollur hjálparstarfi

05:30 „Við erum ekki byrjuð að taka á móti umsóknum en fyrirspurnir eru þegar farnar að berast. Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun desember og úthlutun fer fram 18. og 19. desember,“ segir Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi í innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar. Meira »

Friða þyrfti stór svæði fyrir netum

05:30 Ef ætlunin er að fjölga í landselsstofninum þá er ekki önnur leið en að friða stór svæði fyrir grásleppunetum og koma í veg fyrir tilefnislaust dráp sela við ósa laxveiðiáa, segir meðal annars í frétt frá aðalfundi Samtaka selabænda. Meira »

Opið sjókvíaeldi enn leyft í Noregi

05:30 Ný leyfi fyrir laxeldi í opnum sjókvíum eru gefin út og rekstur hafinn meðfram mestallri strönd Noregs nánast í viku hverri.  Meira »

Stækka hálfklárað stórhýsi

05:30 Skipulagsyfirvöld í Kópavogi hafa auglýst tillögu að breyttu deiliskipulagi í Urðarhvarfi 8. Gerir hún ráð fyrir að inndregin þakhæð verði stækkuð til vesturs um 350 fermetra. Meira »

Hús íslenskra hjóna brann í Danmörku

Í gær, 22:32 Íslenskum hjónum, sem búsett eru í bænum Skive í Danmörku, bárust daprar fréttir í gær þegar tilkynning barst um að hús þeirra væri alelda. Þau höfðu farið í afmæli, en stuttu eftir að þangað var komið var hringt og þeim sagt að hús þeirra væri alelda. Meira »

„Ekkert verri fyrirmynd en hver annar”

Í gær, 21:10 Leik­ar­inn og grín­ist­inn Steindi Jr. hef­ur verið áber­andi ís­lensku sjón­varpi síðasta ára­tug­inn. Hann á marga ógleym­an­lega karakt­era sem skotið hafa upp koll­in­um hér og þar. Nýj­asta afurðin frá hon­um er bók­in Steindi í or­lofi sem er hans eig­in ferðavís­ir um heim­inn. Ferðabók fyr­ir for­vitið fólk. Steindi sat fyr­ir svör­um í Barna­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. Meira »

Vilja ekki eitt leyfisbréf kennara

Í gær, 20:15 Framhaldsskólakennarar skora á mennta- og menningarmálaráðherra að bjóða fulltrúum félaga leik-, grunn-, og framhaldsskólakennara beina aðild að starfshópi um inntak kennaramenntunar. Vilja þeir meina að hætta sé á að fyrirhugaðar breytingar rýri gildi kennaramenntunar. Meira »

Upplifði póstinn sem hótun

Í gær, 20:07 Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist upplifa sem hótun tölvupóst sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, sendi stjórnendum OR. Meira »

Jólasveinamóðirin er í Eyjafjarðarsveit

Í gær, 19:37 „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að eiga þátt í tilurð þessara jólasveina. Hve góðar viðtökur þeir hafa fengið og vakið gleði hjá mörgum er hluti af minni hamingju,“ segir Sunna Björk Hreiðarsdóttir sem býr í Hrafnagilshverfi í Eyjafirði, skammt sunnan við Akureyri. Meira »

Segir Einar ekki hafa unnið fyrir VR

Í gær, 19:30 Einar Bárðarson hefur ekki verið að vinna að opnum fundum fyrir VR, upplýsir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Ég hitti hann í kringum þetta mál varðandi Orkuveituna, en hann er ekki að vinna í neinum verkefnum fyrir VR,“ segir hann. Meira »

Aftur til 19. aldar

Í gær, 18:50 Heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns forseta í Kaupmannahöfn er verið að endurgera eftir heimildum í tilefni fullveldisafmælis. Heimilið var miðstöð samfélags Íslendinga og verður það opnað 6. desember næstkomandi. Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
isl-stáleldhúskollar ódýrir
er með nokkra ódýra eldhús-kolla á 5,500 kr STYKKIÐ sími 869-2798...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...