„Komið út í tóma þvælu“

„Við höfum líklega aldrei fengið jafn margar og viðamiklar fyrirspurnir ...
„Við höfum líklega aldrei fengið jafn margar og viðamiklar fyrirspurnir til stjórnarráðsins og nú er,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra . mbl.is/Kristinn Magnússon

Sein svör ráðuneyta við fyrirspurnum voru stjórnarandstöðunni hugleikin undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra báru því hins vegar við að líklega hafi aldrei borist jafn margar og ítarlegar fyrirspurnir til stjórnarráðsins. „Er einhver í salnum mér sammála um það að þetta sé komið út í tóma þvælu,“ sagði Bjarni Benediktsson.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, var fyrstur til að vekja máls á seinum svörum. Benti hann á að nú fyrst hefðu verið að berast svör við fyrirspurn sem hann lagði fram 20. febrúar um fullnustu seldra eigna í eigu Íbúðalánasjóð.

Þegar svörin hafi borist  hafi hins vegar vantað í þau svör um kaupendur. „Heldur kemur fram að verið sé að afla álits persónuverndar í málinu. Núna í maí! Hvað hafa menn í ráðuneytinu verið að gera allan þennan tíma,“ sagði Þorsteinn. Um sé að ræða opinberar upplýsingar, skjöl sem sé þinglýst hjá sýslumönnum.

Vitum ekkert hvernig gengur að vinna úr Panamaskjölunum

„Ég hef beðið í rúma þrjá mánuði eftir fjármálaráðherra með skrifleg svör um Panamaskjölin og úrvinnslu þeirra,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sem einnig vildi vekja athygli á seinum svörum. „Við vitum ekkert hvernig gengur að vinna úr þeim.“ Kvað hún fjármálaráðuneytið einnig hafa látið þingmenn bíða eftir svörum um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og biðlaði til forseta þingsins að aðstoða þingmenn við að reka á eftir svörum. „Rúmir þrír mánuðir hljóta að vera meira en nægur tími til að svara spurningunum,“ sagði Oddný.

„Það á að ýta undir veg og vegsemd þingsins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar og kvað ráðuneytin svara fyrirspurnum seint og illa. „Við þurfum að styrkja þingið og ráðuneytin þurfa að forgangsraða í þágu löggjafarvaldsins.“ Annars sé verið að veikja eftirlitshlutverk þingsins og það hljóti að hafa áhrif á samskipti þings og ríkisstjórnar.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði meðal svartíma ósvaraðra fyrirspurna á þessu þingi vera 34 dagar. „Það er er verri meðaltími en á fyrri þingum,“ sagði Björn Leví og bætti við að svör bærust einhverra hluta vegna síðar en gert sé ráð fyrir í þingsköpum.

„Það er ekki undantekning að fyrirspurnum sé svarað seint og illa, það er regla,“ sagði Þorsteinn.

„Meira en við eigum að venjast“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði mikilvægt að þessi staða sé rædd í forsætisnefnd þingsins. Ástæða sé þó til að vekja athygli á því að 316 fyrirspurnir hafi borist á þessu þingi „og það er meira en við eigum að venjast“, sagði Katrín.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist taka undir með forsætisráðherra. „Við höfum líklega aldrei fengið jafn margar og viðamiklar fyrirspurnir til stjórnarráðsins og nú er,“ sagði Barni og nefndi sem dæmi viðamikla fyrirspurn frá Birni Leví þar sem beðið var um upplýsingar 10 ár aftur í tímann. „Er einhver hér í salnum mér sammála um að þetta er komið út í tóma þvælu,“ sagði Bjarni og fékk þau mótsvör frá Birni Leví að þetta væru ekki flestar fyrirspurnir sem borist hefðu, flestar hefðu þær verið 356 talsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vara við hvössum vindhviðum við fjöll

Í gær, 23:37 Búast má við allhvassri norðvestanátt suðaustan og austan til á landinu næsta sólarhringinn með hvössum vindhviðum við fjöll allt að 30 metrum á sekúndu. Meira »

Ógnaði nágrönnum með hnífi

Í gær, 22:20 Sérsveit lögreglu var kölluð út að Engihjalla í Kópavogi á níunda tímanum í kvöld þar sem karlmaður í annarlegu ástandi otaði hnífi að íbúum blokkarinnar. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Kópavogi, segir í samtali við mbl.is að lögreglumönnum ásamt sérsveit lögreglu hafi tekist að leysa úr málum með farsælum hætti. Meira »

Fall reyndist fararheill

Í gær, 20:55 Anna Berglind Pálmadóttir lét ekki leðju og úrhelli stöðva sig þegar hún þeystist fram úr öðrum keppendum í Tenerife Blue Trail-utanvegahlaupinu fyrr í mánuðinum. Anna var fyrst kvenna í mark og hefur einungis ein íslensk kona fengið fleiri stig í alþjóðlegri stigagjöf fyrir utanvegahlaup erlendis. Meira »

Allur strandveiðiafli fari á fiskmarkaði

Í gær, 20:34 Skylda ætti allan strandveiðiafla til sölu á íslenskum fiskmörkuðum. Þetta segir Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda. Í stuttum pistli sem hann hefur sent 200 mílum bendir hann á að verð á íslenskum fiskmörkuðum myndi grunn að allri verðmyndun á flestum fisktegundum á Íslandi. Meira »

Vill afnema greiðslur fyrir fundarsetu

Í gær, 20:29 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mun leggja fram tillögu á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar á morgun um afnám þóknunar borgarfulltrúa fyrir að sitja fundi í stjórnum, ráðum og nefndum sem haldnir eru á vinnutíma. Meira »

„Þetta skapar afleitt fordæmi“

Í gær, 20:05 „Þetta er alls ekki heppilegt og þetta skapar afleitt fordæmi,“ segir Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor og sérfræðingur í Evrópurétti, um þá ákvörðun stjórnvalda að fallast á að framsal framkvæmdavalds og dómsvalds til stofnana ESB með samþykkt persónuverndarlöggjafar sambandsins í síðustu viku. Meira »

Konan komin til byggða

Í gær, 19:57 Konan, sem leitaði aðstoðar björgunarsveita eftir að hafa lent í sjálfheldu á Ingólfsfjalli fyrr í kvöld, er komin til byggða heil á höldnu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Mið-Ísland skemmti landsliðinu

Í gær, 19:53 Fjórir úr uppistandshópnum Mið-Íslandi skemmti íslenska landsliðshópnum í knattspyrnu á hóteli liðsins í strandbænum Kabardinka við Svartahaf í kvöld. Að því loknu héldu skemmtikraftarnir til móts við íslenska fjölmiðlahópinn sem er ytra og óhætt að segja að frammistaða þeirra féll í góðan jarðveg. Meira »

„Súrrealískt“ að sjá Alfreð skora

Í gær, 19:15 „Þetta var fáránleg tilfinning, mjög súrrealískt,“ segir Hildigunnur Finnbogadóttir, systir landsliðsframherjans Alfreð Finnbogasonar, um þá tilfinningu sem hún upplifði á Spartak-vellinum á laugardag er litli bróðir hennar lagði boltann snyrtilega í mark Argentínumanna. Meira »

Sækja örmagna konu í sjálfheldu

Í gær, 18:35 Björgunarsveitir frá Selfossi, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Hveragerði voru kallaðar út á sjötta tímanum vegna örmagna konu sem er í sjálfheldu á Ingólfsfjalli. Meira »

Matur og menning í Viðey

Í gær, 18:29 Það var margt um að vera í Viðey á laugardaginn þar sem landkynningaverkefnið #TeamIceland hélt glæsilegan viðburð sem varpa átti sérstöku ljósi á íslenska matarmenningu. Tæplega hundrað manna blanda af erlendum fjölmiðlum, ferðamönnum og Íslendingum sóttu viðburðinn sem var skemmtilegt tækifæri til að sýna gæði íslenskrar matargerðar og hráefnis. Meira »

Vilja bæta starfshætti Eystrasaltsráðsins

Í gær, 18:23 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lagði áherslu á mikilvægi svæðisbundinnar samvinnu og frjálslynd og lýðræðisleg gildi á utanríkisráðherrafundi Eystrasaltsráðsins, sem haldinn var í Stokkhólmi í dag. Meira »

Sinna bara bráðamálum vegna lokana

Í gær, 17:55 „Ég vona alltaf að þetta sé síðasta sumarið sem ég þarf að loka. Við lokum minna í ár en í fyrra, en þetta eru enn þá umtalsverðar lokanir. Ég vona núna að þetta sé síðasta árið sem ég þarf að standa í þessu. Þetta er ekki gott,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. Meira »

Framkvæmdum við Geirsgötu lýkur í haust

Í gær, 17:27 Framkvæmdum við Geirsgötu og gatnamót við Lækjargötu og Kalkofnsveg miðar vel áfram og stefnt er á að framkvæmdum á gatnamótunum ljúki í haust. Búið er að hleypa umferð á allar fjórar akreinar Kalkofnsvegar, auk þess sem ný umferðarljós á gatnamótunum hafa verið virkjuð. Meira »

Vongóðir um litlar skemmdir

Í gær, 17:15 Ísfisktogarinn Akurey AK-10 var staddur norður af Patreksfirði um klukkan fimm í nótt þegar svokölluð undirlyftustöng í aðalvél skipsins brotnaði. Skipið átti þá eftir rúman sólarhring á veiðum en um 140 tonna afli er í lest skipsins, að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra. Meira »

Segir auglýsingasölu RÚV samræmast lögum

Í gær, 16:59 Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, telur vandséð að ójöfn samkeppni hafi verið fyrir hendi á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í skriflegu svari hans til mbl.is. Meira »

Skjálftinn bætir upplifunina

Í gær, 16:34 Ein tilkynning barst Veðurstofunni frá gesti Bláa lónsins um jarðskjálfta í morgun norðvestan af Grindavík. Sigþrúðru Ármannsdóttir náttúruvársérfræðingur segir að því tilkynning um skjálftann hafi verið send út í samræmi við verklagsreglur. „Þegar einhver finnur skjálfta í byggð þá setjum við það á vefinn.“ Meira »

Eva áfram oddviti Árneshrepps

Í gær, 16:20 Eva Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin oddviti Árneshrepps í dag þegar hreppsnefndin kom saman í fyrsta sinn eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Meira »

30 skólar fá styrk til forritunarkennslu

Í gær, 16:09 30 skólar víðs vegar á landinu fengu úthlutaðan fjárstyrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar, en tilgangur sjóðsins er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Heildarúthlutun sjóðsins í ár nemur 4,1 milljón króna í formi fjárstyrkja og 4,55 milljónir króna í formi tölvubúnaðar, að því er segir í tilkynningu sjóðsins. Meira »
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
Skartgripur sem á sér 1700 ára sögu.
Men úr silfri eða gulli smíðuð á Íslandi eftir hugmynd Dr. Gunnars Jónssonar. Ve...
Blýgler
Til sölu 6 blýglersrúður að stærð 66 x 56,5 cm. Seljast saman eða í sitt hvoru l...