Rúta út af Ólafsfjarðarvegi

mbl.is/Hjörtur

Rúta fór út af Ólafsfjarðarvegi skammt frá Freyjulundi um klukkan fjögur í dag. Tvennt var í bifreiðinni, ökumaður og farþegi, og þurfti að losa karlmann úr henni.

Fólkið var flutt á sjúkrahús á Akureyri og var veginum lokað vegna slyssins á milli Hjalteyrarafleggjara og Hofs samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Ekki er vitað um meiðsl fólksins á þessari stundu. Unnið er að rannsókn á vettvangi og verður vegurinn lokaður á meðan. Hjáleið er um Bakkaveg og Hjalteyrarveg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka