Kynna nýjan meirihluta í Reykjanesbæ

Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Bein leið munu mynda meirihluta í Reykjanesbæ.
Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Bein leið munu mynda meirihluta í Reykjanesbæ. mbl.is

Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Bein leið kynna nýtt meirihlutasamstarf flokkanna í Reykjanesbæ í Duus Safnhúsum í Keflavík í hádeginu á morgun. 

Flokkarnir munu kynna málefnasamninginn og skiptingu embætta í Bíósalnum, en nýr meirihluti tekur við á bæjarstjórnarfundi 19. júní næstkomandi. 

Flokkarnir þrír eru með sex manns í meirihluta í bæjarstjórn. Samfylkingin og Bein leið voru einnig í meirihluta á síðasta kjörtímabili, en þá með Frjálsu afli.

Alls sitja ellefu bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert