Valgeir og víkingaklapp í Ósló

Ómar Diðriksson, Valgeir Guðjónsson og Hjörleifur Valsson fiðluleikari héldu uppi ...
Ómar Diðriksson, Valgeir Guðjónsson og Hjörleifur Valsson fiðluleikari héldu uppi magnaðri stemmningu á Tordenskiold. mbl.is/Atli Steinn

Fjöldi Íslendinga er nú saman kominn á og við öldurhúsið Tordenskiold í miðbæ Óslóar og er hitað upp af lífi og sál fyrir leik Íslands og Argentínu en dagskrá hófst stundvíslega klukkan 12:00, 10 að íslenskum tíma, með tónleikum trúbadorsins og hárgreiðslumeistarans Ómars Diðrikssonar sem er Íslendingum í Ósló löngu kunnur og er skemmst að minnast meðal annars frammistöðu þeirra Rúnars Þórs Guðmundssonar 17. júní í fyrra þar sem rammíslensk þjóð- og dægurlagatónlist var leikin við slík fagnaðarlæti að þakið ætlaði af The Scotsman sem hýsti samkomuna. 

Valgeir Guðjónsson Stuðmaður er staddur í bænum, eins og mbl.is greindi frá í gær í umfjöllun um „Með allt á hreinu á SALT – Íslenskir sumardagar“, hátíð íslenska sendiráðsins í Ósló, Íslandsstofu og Íslendingafélagsins í Ósló í tilefni af fullveldisafmæli, 17. júní og HM. 

Hermann Hreiðarsson er álitsgjafi NRK fyrir leikinn. Í miðjunni er ...
Hermann Hreiðarsson er álitsgjafi NRK fyrir leikinn. Í miðjunni er Hermann Ingólfsson, sendiherra Íslands í Noregi, og svo Valgeir Guðjónsson, sendiherra Stuðmanna. mbl.is/Atli Steinn

Valgeir steig á svið í upphitunarteitinni á Tordenskiold nú fyrir skömmu og lék þar á als oddi, flutti vel valin Stuðmannalög, fór með gamanmál og gerði sitt til að stuðla að þeirri mjög góðu stemmningu sem ríkir á svæðinu.

Í vandræðum með að þýða Með allt á hreinu

„Þetta er bara búið að vera alveg ótrúlega gaman og gott að koma hingað úr rigningunni í Reykjavík,“ sagði Valgeir í spjalli við mbl.is. „Við sýndum hérna Með allt á hreinu í gær fyrir fullu tjaldi og ég fór svo í viðtal um myndina við [norska ríkisútvarpið] NRK. Þá bjó ég nú að því að tala dálitla norsku eftir að hafa verið hér í Ósló í námi í félagsráðgjöf 1978 til '81. Ég lenti nú í smá bobba í því viðtali þegar ég var beðinn um að þýða titil myndarinnar á norsku. Mér datt ekkert annað í hug en Klærne er vasket [Fötin eru þvegin] og þeir skildu það alveg,“ sagði Stuðmaðurinn og skellihló en hann er svo á leið beint upp í vél til Íslands vegna Stuðmannatónleika á Íslandi 17. júní.

Að sjálfsögðu var víkingaklappið tekið.
Að sjálfsögðu var víkingaklappið tekið. mbl.is/Atli Steinn

Knattspyrnugoðið Hermann Hreiðarsson var einnig á staðnum og lét vel af sér: „Já, ég er álitsgjafi NRK fyrir leikinn og ætla að reyna að ljúga ekki of miklu að þeim,“ sagði Hermann við mbl.is og brosti í kampinn. „Ég er að þjálfa á Indlandi núna og er á leið þangað aftur en síðast þegar ég var hér [í Noregi] var það þegar Ísland-England leikurinn var og allir vita hvernig hann fór svo ég vona að það boði gott að ég sé hérna núna,“ sagði Hermann að skilnaði.

Varla fara margar upphitunarhátíðir Íslendinga fyrir viðburðinn í dag fram án þess að menn öskri þar „HÚH!“ og klappi höndum saman í hinu rómaða víkingaklappi sem nú er löngu heimsþekkt. Norska sjónvarpsstöðin TV2 vildi ekki fyrir nokkra muni missa af klappinu sem tekið var af innlifun núna klukkan tvö að staðartíma, eftir vel heppnaða æfingu hálftíma áður, og mætti tökulið frá henni á staðinn og fylgdist með atganginum. Þeir sjónvarpsmenn urðu ekki fyrir vonbrigðum því fullur bar af Íslendingum, undir stjórn Ómars Diðrikssonar, ærðist í klappinu og munu þau fagnaðarlæti lengi uppi verða meðal norskra barþjóna sem vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið.

Allir gestir á Tordenskiold eru þó sammála um eitt: Áfram Ísland!

mbl.is/Atli Steinn
mbl.is/Atli Steinn
mbl.is

Innlent »

Ókeypis og án aukaverkana

Í gær, 20:35 Laufey Steindórsdóttir var í krefjandi starfi sem gjörgæsluhjúkrunarfræðingur þegar hún örmagnaðist á líkama og sál. Lífið gjörbreyttist eftir að hún kynntist jóga og hugleiðslu. Nú vinnur hún hörðum höndum að því að breiða út boðskapinn. Meira »

Kokkur ársins í beinni útsendingu

Í gær, 19:56 Nýr kokkur ársins verður krýndur í kvöld í Hörpu þar sem keppnin Kokkur ársins fer nú fram. Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á mbl.is. Meira »

Tveir með annan vinning í Lottó

Í gær, 19:37 Tveir spilarar voru með annan vinning í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hvor um sig 159 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Prinsinum í Hraunbæ og á Lotto.is. Meira »

Þórdís vill taka á kennitöluflakki

Í gær, 18:36 Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem ætlað er að stemma stigu við misnotkun á hlutafélagaforminu og er þar kennitöluflakk í atvinnurekstri fyrst og fremst undir. Í því er að finna tillögur um að hægt verði að úrskurða einstaklinga í atvinnurekstrarbann í allt að þrjú ár með dómi. Meira »

Ráðherra settist við saumavélina

Í gær, 17:55 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var liðtækur á Umhverfisdegi Kvenfélagasambands Íslands í dag þar sem áhersla var lögð á fatasóun. Meira »

Leita að betra hráefni í fiskafóður

Í gær, 17:25 Lirfur sem éta afganga frá matvælaframleiðslu og sveppir sem nærast á hliðarafurðum úr skógrækt gætu verið framtíðin í fóðrun eldisfisks. Meira »

„Ríkisstjórnin í spennitreyju“

Í gær, 17:20 „Við erum bara að lesa þetta núna en okkur sýnist fátt vera nýtt nema kannski það að það er að koma í ljós það sem fjármálaráð varaði við, að ríkisstjórnin er komin í spennitreyju og hún þarf að grípa til niðurskurðarhnífsins,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meira »

Metþátttaka í stærðfræðikeppni

Í gær, 17:15 Úrslitakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar fór fram í dag, en þar öttu kappi 86 nemendur sem komist höfðu í gegn um fyrstu tvær umferðir keppninnar. Meira »

Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði

Í gær, 16:48 Félags- og barnamálaráðherra hyggst setja af stað vinnu við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof í samráði við hagsmunaaðila. Þetta kynnti hann á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi og sagði vel við hæfi enda verða liðin 20 ár frá gildistöku laganna árið 2020. Samhliða þessu er stefnt að því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði. Meira »

Kokkar keppa í Hörpu

Í gær, 16:38 Keppnin Kokkur ársins 2019 fer nú fram í Hörpu og stendur hún fram á kvöld, eða þegar nýr kokkur ársins verður krýndur þar um kl 23 í kvöld. Meira »

Nemendur þurft að taka frí að læknisráði

Í gær, 16:30 Edda Borg ólst upp í Bolungarvík og flutti 16 ára gömul til Reykjavíkur. Hún gifti sig 17 ára og byrjaði að búa í Hollywood. Tónskóla Eddu Borg stofnaði hún rúmlega tvítug en skólinn fagnar 30 ára afmæli í vor. Hún greindist með MS-sjúkdóminn árið 2007. Meira »

Vann söngkeppnina með Wicked Games

Í gær, 16:20 Þórdís Karlsdóttir úr félagsmiðstöðinni Bólinu í Mosfellsbæ fór með sigur af hólmi í Söngkeppni Samfés sem fram fór í dag, en þar flutti hún lagið Wicked Games eftir Chris Isaak með glæsibrag. Meira »

Báturinn kominn til Ísafjarðar

Í gær, 16:08 „Þeir komu rétt fyrir þrjú til Ísafjarðar og það er verið að vinna í því þar og okkar formlegu aðkomu er þannig séð lokið,“ segir Jónas Guðmundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, um bát sem strandaði á Jökulfjörðum fyrr í dag. Meira »

Yfir 40 milljarðar til háskólanna

Í gær, 15:51 Framlög ríkisins til háskólastigsins mun hækka á næstu árum og mun fara yfir 40 milljarða króna árið 2023 samkvæmt fjármálaáætlun 2020 til 2024, a því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Meira »

Vatnsleki í ofni 2 hjá PCC Bakka

Í gær, 15:39 Ofn 2 í kísilveri PCC Bakka hefur verið til vandræða og berst starfsfólk við vatnsleka frá kælikerfinu. Bregðast þarf við því með viðgerð og var slökkt á ofninum í gær. Meira »

Haraldur með bestu fréttaljósmyndina

Í gær, 15:38 Árleg sýning íslenskra blaðaljósmyndara opnaði klukkan 15 í dag í Smáralind og við opnunina voru ljósmyndurum veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2018. Haraldur Jónasson, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, átti bestu mynd í fréttaflokki. Meira »

Óvissuþættir í fjármálaáætlun

Í gær, 14:47 Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2020 til 2024 gerir ráð fyrir að hægi á hagvexti, en að hann haldist um 2,5% á tímabilinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við mbl.is að hann geri sér grein fyrir því að forsendur áætlunarinnar geti breyst. Meira »

Ákærður fyrir nauðgun og líkamsárás

Í gær, 13:48 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot og blygðunarsemisbrot gegn ósjálfráða manni á heimili sínu fyrir þremur árum. Meira »

4 milljörðum meira til samgöngumála

Í gær, 13:15 Fjögurra milljarða viðbótaraukning verður frá gildandi fjármálaáætlun til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem var kynnt í dag. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi
Til sölu ljóðabréf frá Davíð Stefánssyni til vinar síns. 15 erindi ásamt áritaðr...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...