Valgeir og víkingaklapp í Ósló

Ómar Diðriksson, Valgeir Guðjónsson og Hjörleifur Valsson fiðluleikari héldu uppi ...
Ómar Diðriksson, Valgeir Guðjónsson og Hjörleifur Valsson fiðluleikari héldu uppi magnaðri stemmningu á Tordenskiold. mbl.is/Atli Steinn

Fjöldi Íslendinga er nú saman kominn á og við öldurhúsið Tordenskiold í miðbæ Óslóar og er hitað upp af lífi og sál fyrir leik Íslands og Argentínu en dagskrá hófst stundvíslega klukkan 12:00, 10 að íslenskum tíma, með tónleikum trúbadorsins og hárgreiðslumeistarans Ómars Diðrikssonar sem er Íslendingum í Ósló löngu kunnur og er skemmst að minnast meðal annars frammistöðu þeirra Rúnars Þórs Guðmundssonar 17. júní í fyrra þar sem rammíslensk þjóð- og dægurlagatónlist var leikin við slík fagnaðarlæti að þakið ætlaði af The Scotsman sem hýsti samkomuna. 

Valgeir Guðjónsson Stuðmaður er staddur í bænum, eins og mbl.is greindi frá í gær í umfjöllun um „Með allt á hreinu á SALT – Íslenskir sumardagar“, hátíð íslenska sendiráðsins í Ósló, Íslandsstofu og Íslendingafélagsins í Ósló í tilefni af fullveldisafmæli, 17. júní og HM. 

Hermann Hreiðarsson er álitsgjafi NRK fyrir leikinn. Í miðjunni er ...
Hermann Hreiðarsson er álitsgjafi NRK fyrir leikinn. Í miðjunni er Hermann Ingólfsson, sendiherra Íslands í Noregi, og svo Valgeir Guðjónsson, sendiherra Stuðmanna. mbl.is/Atli Steinn

Valgeir steig á svið í upphitunarteitinni á Tordenskiold nú fyrir skömmu og lék þar á als oddi, flutti vel valin Stuðmannalög, fór með gamanmál og gerði sitt til að stuðla að þeirri mjög góðu stemmningu sem ríkir á svæðinu.

Í vandræðum með að þýða Með allt á hreinu

„Þetta er bara búið að vera alveg ótrúlega gaman og gott að koma hingað úr rigningunni í Reykjavík,“ sagði Valgeir í spjalli við mbl.is. „Við sýndum hérna Með allt á hreinu í gær fyrir fullu tjaldi og ég fór svo í viðtal um myndina við [norska ríkisútvarpið] NRK. Þá bjó ég nú að því að tala dálitla norsku eftir að hafa verið hér í Ósló í námi í félagsráðgjöf 1978 til '81. Ég lenti nú í smá bobba í því viðtali þegar ég var beðinn um að þýða titil myndarinnar á norsku. Mér datt ekkert annað í hug en Klærne er vasket [Fötin eru þvegin] og þeir skildu það alveg,“ sagði Stuðmaðurinn og skellihló en hann er svo á leið beint upp í vél til Íslands vegna Stuðmannatónleika á Íslandi 17. júní.

Að sjálfsögðu var víkingaklappið tekið.
Að sjálfsögðu var víkingaklappið tekið. mbl.is/Atli Steinn

Knattspyrnugoðið Hermann Hreiðarsson var einnig á staðnum og lét vel af sér: „Já, ég er álitsgjafi NRK fyrir leikinn og ætla að reyna að ljúga ekki of miklu að þeim,“ sagði Hermann við mbl.is og brosti í kampinn. „Ég er að þjálfa á Indlandi núna og er á leið þangað aftur en síðast þegar ég var hér [í Noregi] var það þegar Ísland-England leikurinn var og allir vita hvernig hann fór svo ég vona að það boði gott að ég sé hérna núna,“ sagði Hermann að skilnaði.

Varla fara margar upphitunarhátíðir Íslendinga fyrir viðburðinn í dag fram án þess að menn öskri þar „HÚH!“ og klappi höndum saman í hinu rómaða víkingaklappi sem nú er löngu heimsþekkt. Norska sjónvarpsstöðin TV2 vildi ekki fyrir nokkra muni missa af klappinu sem tekið var af innlifun núna klukkan tvö að staðartíma, eftir vel heppnaða æfingu hálftíma áður, og mætti tökulið frá henni á staðinn og fylgdist með atganginum. Þeir sjónvarpsmenn urðu ekki fyrir vonbrigðum því fullur bar af Íslendingum, undir stjórn Ómars Diðrikssonar, ærðist í klappinu og munu þau fagnaðarlæti lengi uppi verða meðal norskra barþjóna sem vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið.

Allir gestir á Tordenskiold eru þó sammála um eitt: Áfram Ísland!

mbl.is/Atli Steinn
mbl.is/Atli Steinn
mbl.is

Innlent »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

Í gær, 19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »

Framkvæmdir við Geysi taka á sig mynd

Í gær, 19:40 Framkvæmdir við Geysissvæðið eru farnar að taka á sig mynd, en unnið er að uppbyggingu göngustígakerfis upp á Laugafell fyrir ofan hverasvæðið. Áformað er að ljúka því verki nú í sumar, en í kjölfarið bíða önnur verkefni við að taka svæðið allt í gegn. Meira »

Vill loka íslenskum sendiráðum

Í gær, 18:05 „Sendiráð hafa vafalaust verið nauðsynleg fyrr á öldum og fram eftir 20. öldinni. En nú eru samgöngur á milli landa svo tíðar og auðveldar og fjarfundabúnaðir svo fullkomnir að það er ástæðulaust fyrir örþjóð eins og okkur að hafa slík útibú í öðrum löndum. Þeir sem þar starfa hafa í flestum tilvikum ekkert að gera.“ Meira »

Harmar tilhæfulausar ásakanir ljósmóður

Í gær, 17:30 Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, sendir mbl.is. Meira »

Þingvallavegur opnaður á ný eftir slys

Í gær, 16:21 Umferðarslys varð á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, laust fyrir klukkan 16 i dag. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild, þar af einn alvarlega slasaður. Meira »

Gjaldið verst fyrir minni fyrirtæki

Í gær, 16:15 „Þetta hefur miklu alvarlegri áhrif á rekstur smárra fyrirtækja, þessi aðgangseyrir. Þetta skekkir mjög alla eðlilega og heiðarlega samkeppni,“ segir eigandi ferðaþjónustunnar Steinferðir ehf. en hann þurfti að hætta ferðum upp á Leifs­stöð eft­ir að Isa­via lagði gjald á af­not af fjarstæðum. Meira »

Slá skjaldborg um fæðingardeildina

Í gær, 14:49 Boðað hefur verið til samstöðufundar með ljósmæðrum við fæðingardeild Landspítalans klukkan tólf á hádegi á morgun. Að fundinum stendur stuðningshópur ljósmæðrasem hefur þegar staðið fyrir á annan tug mótmælafunda. Meira »

Í gæsluvarðhald til mánudags

Í gær, 14:35 Karlmaður sem handtekinn var á Svalbarðseyri í gærmorgun var um hádegi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags.  Meira »

Áhrifin vart merkjanleg

Í gær, 13:30 Mælingar Umhverfisstofnunar sýna að áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa sem voru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum. Meira »

Ró yfir fæðingardeildum

Í gær, 12:44 Aðeins hefur ein beiðni um undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra borist síðasta sólarhringinn. Þetta segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem situr í undanþágunefndinni fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Lögregluaðgerð í Grafarholti

Í gær, 12:17 Lögregluaðgerð var í gangi við Þórðarsveig í Grafarholti um hádegi í dag. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíll var á vettvangi. Slökkviliðið getur ekki gefið upplýsingar um málið aðrar en þær að einn hafi verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. Meira »

Jafnan veitt án nærveru forseta

Í gær, 11:54 Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands. Meira »

Hafmeyjan kemst ekki á stallinn fyrir bleytutíð

Í gær, 10:59 „Það voru meiri skemmdir á henni en við bjuggumst við, hún hafði lent á grjóti og húðin, sem er á svona bronsstyttum, rispaðist á sporðinum að framanverðu. Búið er að gera við hana og hún hefur verið tilbúin síðan í febrúar,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Meira »

Hrókurinn fagnar 15 árum

Í gær, 10:30 Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, bjóða í opið hús í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, í dag. Meira »
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Toyota LandCruiser 90 VX 1998
Sjálfskiptur, 3,4 lítra V6 bensínvél. Vel viðhaldið, skoðaður 2019. Ekinn 231 þú...
3ja daga CANON EOS námskeið 23.-26. júlí
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 23. - 26. JÚLI ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGE...
Vélstjóra vantar
Vélstjóra vantar á Jónínu Brynju frá Bolungarvík, vélarstærð 685 kw Nánari uppl...