Valgeir og víkingaklapp í Ósló

Ómar Diðriksson, Valgeir Guðjónsson og Hjörleifur Valsson fiðluleikari héldu uppi ...
Ómar Diðriksson, Valgeir Guðjónsson og Hjörleifur Valsson fiðluleikari héldu uppi magnaðri stemmningu á Tordenskiold. mbl.is/Atli Steinn

Fjöldi Íslendinga er nú saman kominn á og við öldurhúsið Tordenskiold í miðbæ Óslóar og er hitað upp af lífi og sál fyrir leik Íslands og Argentínu en dagskrá hófst stundvíslega klukkan 12:00, 10 að íslenskum tíma, með tónleikum trúbadorsins og hárgreiðslumeistarans Ómars Diðrikssonar sem er Íslendingum í Ósló löngu kunnur og er skemmst að minnast meðal annars frammistöðu þeirra Rúnars Þórs Guðmundssonar 17. júní í fyrra þar sem rammíslensk þjóð- og dægurlagatónlist var leikin við slík fagnaðarlæti að þakið ætlaði af The Scotsman sem hýsti samkomuna. 

Valgeir Guðjónsson Stuðmaður er staddur í bænum, eins og mbl.is greindi frá í gær í umfjöllun um „Með allt á hreinu á SALT – Íslenskir sumardagar“, hátíð íslenska sendiráðsins í Ósló, Íslandsstofu og Íslendingafélagsins í Ósló í tilefni af fullveldisafmæli, 17. júní og HM. 

Hermann Hreiðarsson er álitsgjafi NRK fyrir leikinn. Í miðjunni er ...
Hermann Hreiðarsson er álitsgjafi NRK fyrir leikinn. Í miðjunni er Hermann Ingólfsson, sendiherra Íslands í Noregi, og svo Valgeir Guðjónsson, sendiherra Stuðmanna. mbl.is/Atli Steinn

Valgeir steig á svið í upphitunarteitinni á Tordenskiold nú fyrir skömmu og lék þar á als oddi, flutti vel valin Stuðmannalög, fór með gamanmál og gerði sitt til að stuðla að þeirri mjög góðu stemmningu sem ríkir á svæðinu.

Í vandræðum með að þýða Með allt á hreinu

„Þetta er bara búið að vera alveg ótrúlega gaman og gott að koma hingað úr rigningunni í Reykjavík,“ sagði Valgeir í spjalli við mbl.is. „Við sýndum hérna Með allt á hreinu í gær fyrir fullu tjaldi og ég fór svo í viðtal um myndina við [norska ríkisútvarpið] NRK. Þá bjó ég nú að því að tala dálitla norsku eftir að hafa verið hér í Ósló í námi í félagsráðgjöf 1978 til '81. Ég lenti nú í smá bobba í því viðtali þegar ég var beðinn um að þýða titil myndarinnar á norsku. Mér datt ekkert annað í hug en Klærne er vasket [Fötin eru þvegin] og þeir skildu það alveg,“ sagði Stuðmaðurinn og skellihló en hann er svo á leið beint upp í vél til Íslands vegna Stuðmannatónleika á Íslandi 17. júní.

Að sjálfsögðu var víkingaklappið tekið.
Að sjálfsögðu var víkingaklappið tekið. mbl.is/Atli Steinn

Knattspyrnugoðið Hermann Hreiðarsson var einnig á staðnum og lét vel af sér: „Já, ég er álitsgjafi NRK fyrir leikinn og ætla að reyna að ljúga ekki of miklu að þeim,“ sagði Hermann við mbl.is og brosti í kampinn. „Ég er að þjálfa á Indlandi núna og er á leið þangað aftur en síðast þegar ég var hér [í Noregi] var það þegar Ísland-England leikurinn var og allir vita hvernig hann fór svo ég vona að það boði gott að ég sé hérna núna,“ sagði Hermann að skilnaði.

Varla fara margar upphitunarhátíðir Íslendinga fyrir viðburðinn í dag fram án þess að menn öskri þar „HÚH!“ og klappi höndum saman í hinu rómaða víkingaklappi sem nú er löngu heimsþekkt. Norska sjónvarpsstöðin TV2 vildi ekki fyrir nokkra muni missa af klappinu sem tekið var af innlifun núna klukkan tvö að staðartíma, eftir vel heppnaða æfingu hálftíma áður, og mætti tökulið frá henni á staðinn og fylgdist með atganginum. Þeir sjónvarpsmenn urðu ekki fyrir vonbrigðum því fullur bar af Íslendingum, undir stjórn Ómars Diðrikssonar, ærðist í klappinu og munu þau fagnaðarlæti lengi uppi verða meðal norskra barþjóna sem vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið.

Allir gestir á Tordenskiold eru þó sammála um eitt: Áfram Ísland!

mbl.is/Atli Steinn
mbl.is/Atli Steinn
mbl.is

Innlent »

Myndi ríða rafrettuverslunum að fullu

14:34 Félag atvinnurekenda (FA) krefst þess að reglugerð sem heilbrigðisráðherra setti í byrjun mánaðarins um rafrettur verði felld úr gildi. Samkvæmt reglugerðinni verða framleiðendur og innflytjendur rafrettna að tilkynna Neytendastofu um allar vörur sex mánuðum áður en þær eru settar á markað. Meira »

Lækkun tryggingagjaldsins vonbrigði

14:24 Samtök iðnaðarins lýsa yfir vonbrigðum yfir því að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar skuli ekki vera gert ráð fyrir meiri lækkun tryggingargjalds en raun ber vitni. Hátt tryggingagjald kemur verst niður á fyrirtækum þar sem laun og launatengd gjöld eru stór hluti kostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Meira »

Barnaþing verði lögfest

14:12 Sérstakt barnaþing mun fara fram á tveggja ára fresti undir stjórn umboðsmanns barna, samkvæmt frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti fyrir ríkisstjórninni í morgun. Meira »

Íhugar að hætta viðskiptum við VÍS

14:07 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fyrirhugaða lokun skrifstofa tryggingafélagsins VÍS á landsbyggðinni. Haraldur segir í Facebook-færslu að hann íhugi að færa viðskipti sín frá VÍS vegna þessa. Meira »

KSÍ mun fara vel með „Húh!-ið“

13:18 „Það er ánægjulegt að við séum komin með réttinn á „Húh!-ið“. Þetta hefur verið samnefnari fyrir okkar stuðningsmenn og liðið og víkingaklappið er orðið þekkt um allan heim,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Meira »

Rólegt en kólnandi veður um helgina

13:04 Á morgun verður heiðskírt á höfuðborgarsvæðinu en þó kólnandi veður. Á sunnudag fer að hvessa og talsverð rigning verður á mánudag, þriðjudag og miðvikudag, ásamt hvassviðri. Meira »

Líður að lokum makrílvertíðar

13:01 Makrílaflinn á vertíðinni er kominn yfir 110 þúsund tonn en heildarkvóti ársins er 146 þúsund tonn. Farið er að síga á seinni hluta vertíðar og flestar útgerðir uppsjávarskipa nálgast þau mörk að mega flytja það sem er óveitt af aflaheimildum yfir á næsta ár en heimilt er að flytja 10% á milli ára. Meira »

Flugfreyjufélagið fundar í Kópavogi

12:10 Opinn fundur Flugfreyjufélags Íslands með félagsmönnum sínum er hafinn í húsnæði félagsins í Hlíðasmára í Kópavogi.  Meira »

Vilja byggja þyrlupall á Heimaey

12:00 Fimm þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra verði falið að gera ráðstafanir til að Isavia geti hannað og staðsett þyrlupall á Heimaey til að „auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.“ Meira »

Ætlar að hitta Áslaugu Thelmu

11:45 Helga Jónsdóttir, sem kemur til starfa sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á mánudaginn, ætlar að hitta Áslaugu Thelmu Einarsdóttur í næstu viku. Þetta staðfestir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar í samtali við mbl.is. Meira »

Fréttir oftast sóttar á fréttavefi

11:41 Helmingur landsmanna sækir helst fréttir af vefsíðum fréttamiðla. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR sem var framkvæmd 3. til 10. ágúst. Meira »

Leita að liðsafla í stærstu björgunarsveitina

11:25 Söfnunarþáttur fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg verður sýndur á Stöð 2 í opinni dagskrá annað kvöld, klukkan 19.25. Þar verður leitast við að tryggja félaginu sem flesta bakverði sem styrkja félagið með mánaðarlegum framlögum. Meira »

Meintur svikahrappur í gæsluvarðhald

11:18 Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni erlendan karlmann sem grunaður er um að hafa ferðast á flugmiða sem svikinn var út á stolið greiðslukort eða kortaupplýsingar. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. september. Meira »

Tímaþjófar í haldi

11:00 Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrradag þrjá karlmenn vegna rannsóknar á máli er kom upp þegar úri að verðmæti 370 þúsund krónur var stolið úr úra- og skartgripaverslun í umdæminu. Meira »

Athugasemdir við hæfniskröfur

10:55 Stjórn Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) hefur sent skriflegar athugasemdir til stjórnar Veitna ofh. vegna auglýsingar um lausar stöður forstöðumanna hjá Veitum. VFÍ telur menntunar- og hæfniskröfur sem gerðar eru til starfanna ekki nægilega miklar og óskar eftir skýringum á því af hverju sérfræðiþekkingu og háskólamenntun á sviði verkfræði sé gert svo lágt undir höfði. Meira »

Ráðherra fékk leiðsögn frá lögreglu

10:50 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, kom hjólandi á fund ríkisstjórnarinnar sem fram fór í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun. Tilefnið er evrópsk samgönguvika sem nú stendur yfir. Meira »

Ölvaður með sveppapoka í bílnum

10:36 Ökumaður sem lögreglumenn á Suðurnesjum stöðvuðu í gær vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna viðurkenndi að vera einnig ölvaður. Í hólfi undir farþegasæti í bifreið hans fannst poki með sveppum og viðurkenndi hann eign sína á þeim. Meira »

Krefst gagna frá Isavia

10:15 Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur óskað eftir því að Isavia láti nefndinni í té „trúnaðargögn“ um mánaðarlegan farþegafjölda og sætanýtingu hvers flugrekanda sem fór um Keflavíkurflugvöll árið 2017 vegna kæru vefmiðilsins Túrista til úrskurðarnefndarinnar. Meira »

Eldur í bíl við Helguvík

10:09 Eldur kom upp í kyrrstæðri og mannlausri bifreið í nágrenni Helguvíkur í gær. Brunavarnir Suðurnesja slökktu eldinn en bifreiðin er gjörónýt. Bifreiðin hafði bilað og var því skilin eftir í vegkantinum. Meira »
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...