Segir auglýsingasölu RÚV samræmast lögum

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.
Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. mbl.is/Þórður

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, telur vandséð að ójöfn samkeppni hafi verið fyrir hendi á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í skriflegu svari hans til mbl.is.

Líkt og Morgunblaðið greindi frá í morgun telja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvanna Hringbrautar og N4 að ójöfnuðar hafi gætt á auglýsingamarkaði í aðdraganda HM. Minni fjölmiðlar hafi þannig ekki átt möguleika þegar um sölu auglýsinga fyrir HM hafi verið að ræða.

Magnús Geir segir þó að vissulega séu erfiðleikar í auglýsingasölu hluta smærri fjölmiðla almennt, hvort sem það eru blöð, netmiðlar, útvarps- eða sjónvarpsauglýsingar. „RÚV er vissulega stærri miðill en bæði N4 og Hringbraut sem þýðir að staða á auglýsingamarkaði er ólík,“ segir í svari Magnúsar Geirs. 

Áhugi auglýsenda grundvallist á efninu

Við þeim ásökunum segir Magnús að RÚV sé vissulega stærri miðill en N4 og Hringbraut. Hann segir jafnframt að tekjur af auglýsingum í kring um HM skili sér einnig til annarra fjölmiðla. „Ef við horfum til reynslunnar af EM í Frakklandi fyrir tveimur árum, þá naut stöðin sem sýndi frá því móti, Sjónvarp Símans, þess í tekjum, en til viðbótar skiluðu EM-auglýsingar sér einnig til allra annarra fjölmiðla á Íslandi. Það sama er að gerast nú og segja má að áhugi auglýsenda grundvallist fyrst og fremst á efninu, þ.e. HM-mótinu sjálfu og landsliðinu, en ekki hvort mótið sé sýnt á einni stöð frekar en annarri.“

Magnús bendir á greiningu Hagstofunnar á íslenskum auglýsingamarkaði þar sem fram kemur að hlutdeild RÚV á markaðnum sé aðeins 15%.

Eftirspurn mikil eftir að auglýsa í kringum HM

Sigmundur Ernir Rúnarsson, dagskrárstjóri á vef- og sjónvarpsmiðlinum Hringbraut, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að RÚV hefði látið tilboðum rigna yfir markaðinn og auglýsingadeild RÚV hefði farið fram með offorsi. María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4 á Akureyri, tók í sama streng og sagði RÚV hafa „ryksugað þetta upp og verið klókir“.

Magnús gefur lítið fyrir það að RÚV hafi þurrkað upp samkeppni annarra fjölmiðla um auglýsingar, heldur segir hann sölu RÚV á auglýsingum hafa samræmst lögum og reglum.

„Það er alls ekki svo þó svo að vissulega sé mikil eftirspurn eftir því að auglýsa í kringum HM leikina, ekki síst þegar áhuginn og áhorfið er svo mikið sem raun ber vitni. Sama sást þegar Sjónvarps Símans sýndi leikina á EM fyrir tveimur árum. Auglýsingasala RÚV í tengslum við þetta stórmót var fyllilega í samræmi við lög. Þess má geta að sá rammi sem RÚV starfar innan á auglýsingamarkaði var þrengdur með lagabreytingu fyrir tveimur árum og þarf RÚV að afla þeirra sértekna sem því er ætlað að sækja með auglýsingum á afmarkaðri hátt en áður.“

Þá segir Magnús fyrirkomulag auglýsingasölu RÚV í þessu tilviki sambærilegt og þekkist í kringum slík stórmót, hvort heldur á RÚV eða öðrum sjónvarpsstöðvum hérlendis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lungnasjúklingar haldi sig innan dyra

07:59 „Við höfum engin önnur úrræði en að halda okkur innandyra og loka gluggum,“ segir Kjartan Mogensen, formaður Samtaka lungnasjúklinga, um mengun frá flugeldum um hver áramót. Meira »

Bensínverð hækkar um 3,30 krónur

07:57 Bensínverð á Íslandi mun hækka um 3,30 krónur á lítra um áramót vegna skattahækkana. Þetta kemur fram í útreikningum Félag Íslenskra bifreiðareiganda (FÍB). Verð á dísilolíu mun hækka um 3,1 krónur á hvern lítra. Meira »

Nýtt skip Eimskips næsta sumar

07:37 Fyrra skipið af tveimur, sem eru í smíðum fyrir Eimskipafélagið í Kína, var sjósett föstudaginn 14. desember síðastliðinn. Vinna við skipið heldur áfram og má búast við því að það komi til Íslands eftir mitt ár 2019, samkvæmt upplýsingum Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Meira »

Ný veðurstöð í Víðidal

07:19 Ný veðurstöð Veðurstofunnar í Víðidal hefur verið tekin í gagnið. Veðurstöðin verður það sem er kallað „fjölþáttaveðurstöð“ en það þýðir að hún mælir hita, úrkomu, raka, skyggni og skýjafar. Ekki er farið að mæla allar breytur en sem stendur mælir stöðin hita, vind, rakastig og loftþrýsting. Meira »

Rigning og slydda um jólin

06:55 Spáð er rigningu á aðfangadag á landinu á aðfangadag fyrir utan Norðaustur- og Austurland þar verður að mestu þurrt. Á jóladag er von á slyddu og snjókomu. Meira »

Alvarleg líkamsárás á bar

06:03 Tilkynnt var til lögreglunnar um alvarlega líkamsárás á bar í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður verið kýldur og misst meðvitund og eins var hann með skurð við eyra. Meira »

Útsvar víða óbreytt á næsta ári

05:30 Reykjavíkurborg og Fjarðabyggð eru einu sveitarfélögin á landinu sem ekki ætla að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta til að milda þau áhrif sem hækkun á fasteignamati um áramótin mun hafa. Meira »

Meiri ásókn í sjúkrasjóði

05:30 „Gríðarleg fjölgun umsókna um sjúkradagpeninga hjá Sjúkrasjóði BHM síðastliðna tvo mánuði og stærð sjóðsins gerði það að verkum að við þurftum að bregðast við og breyta úthlutunarreglum hans, segir Maríanna Helgadóttir, stjórnarformaður sjúkrasjóðs BHM. Meira »

Veturinn ódýr það sem af er

05:30 Um 100 milljónir hafa sparast í vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í haust samanborið við haustið í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá borginni var kostnaður við vetrarþjónustu frá júlí til desember árið 2017 alls 245,6 milljónir. Meira »

Þorsteinn talaði mest í haust

05:30 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er sá sem mest og lengst talaði á nýafstöðnu haustþingi. Alþingi fór í jólaleyfi á föstudaginn og þing mun koma saman að nýju mánudaginn 21. janúar. Meira »

Andlát: Valgarður Egilsson læknir

05:30 Valgarður Egilsson, yfirlæknir og prófessor lést á heimili sínu í fyrradag, 78 ára að aldri. Auk starfa að læknavísindum var Valgarður skáld og rithöfundur og vann nokkuð við leiðsögn ferðafólks. Meira »

Störfum gæti fækkað um 1.400

05:30 Störfum gæti fækkað um 1.400 á næstu sex mánuðum samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallupkönnunar á meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Meira »

Horft verður til hækkana

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir áform ríkisstjórnarinnar um lækkun tekjuskatts verða endurmetin ef samið verði um óábyrgar launahækkanir í komandi kjarasamningum. Meira »

Varað við mögulegum aurskriðum

Í gær, 23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

Í gær, 23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

Í gær, 23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

Í gær, 21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

Í gær, 21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

Í gær, 21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Kommóða
Kommóða til sölu.3ja skúffu ljós viðarlit.. Mjög vel útlítandi..Verð kr 2000. S...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...