Segir auglýsingasölu RÚV samræmast lögum

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.
Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. mbl.is/Þórður

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, telur vandséð að ójöfn samkeppni hafi verið fyrir hendi á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í skriflegu svari hans til mbl.is.

Líkt og Morgunblaðið greindi frá í morgun telja forsvarsmenn sjónvarpsstöðvanna Hringbrautar og N4 að ójöfnuðar hafi gætt á auglýsingamarkaði í aðdraganda HM. Minni fjölmiðlar hafi þannig ekki átt möguleika þegar um sölu auglýsinga fyrir HM hafi verið að ræða.

Magnús Geir segir þó að vissulega séu erfiðleikar í auglýsingasölu hluta smærri fjölmiðla almennt, hvort sem það eru blöð, netmiðlar, útvarps- eða sjónvarpsauglýsingar. „RÚV er vissulega stærri miðill en bæði N4 og Hringbraut sem þýðir að staða á auglýsingamarkaði er ólík,“ segir í svari Magnúsar Geirs. 

Áhugi auglýsenda grundvallist á efninu

Við þeim ásökunum segir Magnús að RÚV sé vissulega stærri miðill en N4 og Hringbraut. Hann segir jafnframt að tekjur af auglýsingum í kring um HM skili sér einnig til annarra fjölmiðla. „Ef við horfum til reynslunnar af EM í Frakklandi fyrir tveimur árum, þá naut stöðin sem sýndi frá því móti, Sjónvarp Símans, þess í tekjum, en til viðbótar skiluðu EM-auglýsingar sér einnig til allra annarra fjölmiðla á Íslandi. Það sama er að gerast nú og segja má að áhugi auglýsenda grundvallist fyrst og fremst á efninu, þ.e. HM-mótinu sjálfu og landsliðinu, en ekki hvort mótið sé sýnt á einni stöð frekar en annarri.“

Magnús bendir á greiningu Hagstofunnar á íslenskum auglýsingamarkaði þar sem fram kemur að hlutdeild RÚV á markaðnum sé aðeins 15%.

Eftirspurn mikil eftir að auglýsa í kringum HM

Sigmundur Ernir Rúnarsson, dagskrárstjóri á vef- og sjónvarpsmiðlinum Hringbraut, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að RÚV hefði látið tilboðum rigna yfir markaðinn og auglýsingadeild RÚV hefði farið fram með offorsi. María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4 á Akureyri, tók í sama streng og sagði RÚV hafa „ryksugað þetta upp og verið klókir“.

Magnús gefur lítið fyrir það að RÚV hafi þurrkað upp samkeppni annarra fjölmiðla um auglýsingar, heldur segir hann sölu RÚV á auglýsingum hafa samræmst lögum og reglum.

„Það er alls ekki svo þó svo að vissulega sé mikil eftirspurn eftir því að auglýsa í kringum HM leikina, ekki síst þegar áhuginn og áhorfið er svo mikið sem raun ber vitni. Sama sást þegar Sjónvarps Símans sýndi leikina á EM fyrir tveimur árum. Auglýsingasala RÚV í tengslum við þetta stórmót var fyllilega í samræmi við lög. Þess má geta að sá rammi sem RÚV starfar innan á auglýsingamarkaði var þrengdur með lagabreytingu fyrir tveimur árum og þarf RÚV að afla þeirra sértekna sem því er ætlað að sækja með auglýsingum á afmarkaðri hátt en áður.“

Þá segir Magnús fyrirkomulag auglýsingasölu RÚV í þessu tilviki sambærilegt og þekkist í kringum slík stórmót, hvort heldur á RÚV eða öðrum sjónvarpsstöðvum hérlendis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eineltismenning jafnvel ríkt lengi

16:02 Fulltrúar Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins í borgarstjórn telja að sterkar vísbendingar séu um að í Ráðhúsi Reykjavíkur ríki eineltismenning og að hún hafi jafnvel ríkt lengi. Þetta kemur fram í bókun þeirra frá fundi borgarráðs á fimmtudag. Meira »

Sigraði anorexíuna

13:55 Fyrir nokkrum árum var Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir langt leidd af átröskunarsjúkdómnum anorexíu. Í dag er hún hreystin uppmáluð og vinnur sem hóptímakennari hjá Reebok Fitness ásamt því að stunda meistaranám í íþróttafræði við Háskóla Íslands. Meira »

Á von á því að ljósmæður samþykki

11:45 „Ég á frekar von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillöguna,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra í kjaradeilunni við ríkið. Hún segir samninganefndina kynna tillögunina hlutlaust en treysta á það að „konur taki upplýsta ákvörðun“. Meira »

Landspítalinn liðkaði fyrir viðræðum

11:35 „Við erum tilbúin að skoða röðun ljósmæðra [innan launastigans] í ljósi sérstöðu þeirra og aukins álags,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Nýlega hafi verið hafin vinna við setningu jafnlaunastaðals fyrir spítalann þar sem hlutir eins og verðmætamat starfa komi til skoðunar, Meira »

„Hugsanlega - rétt hugsanlega“ von á hlýrra lofti

10:36 Trausti Jónsson veðurfræðingur veltir fyrir sér hvort hægfara breytingar til batnaðar séu í vændum á veðurlagi á landinu. Hann segir þetta enn spurningu en að á „þriðjudag og miðvikudag fer þó fram tilraun sem rétt er að gefa gaum þó líklegast sé að hún renni út í sandinn eins og þær fyrri“. Meira »

Í framúrakstri er slysið varð

10:16 Jeppar sem lentu í árekstri í Mosfellsdal í gær, með þeim afleiðingum að farþegi í öðrum þeirra lést, voru báðir á leið í vesturátt, þ.e. á leið í átt að Mosfellsbæ. Meira »

„Komum vonandi aldrei saman aftur“

09:55 „Mér er afskaplega létt. Ég vona að samningarnir séu nógu góðir til að ljósmæður geti hugsað sér að koma aftur til starfa,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem hefur setið í undanþágunefnd í ljósmæðraverkfallinu fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Samstöðufundi frestað

09:31 Stuðningshópur ljósmæðra hefur frestað samstöðufundi sem til stóð að halda við fæðingardeild Landspítalans í dag.   Meira »

Hildur hætt í VG

08:52 „Ég get ekki verið í flokki sem situr í ríkisstjórn sem semur ekki við ljósmæður og býður alræmdum rasista á hátíðlegustu stund athafnirnar. Það er fullt af frábæru fólki í VG með hjartað á réttum stað en ég vil ekki vera þar lengur.“ Meira »

Þungbúið á landinu í dag

08:20 Þungbúið verður á landinu í dag og víða dálítil væta. Hiti verður 7 til 13 stig en þó gæti haldist þurrt og nokkuð bjart lengst af á Suðausturlandi vestan Öræfa og hitinn ná þar allt að 17 stigum. Meira »

Ók aftan á bíl

07:16 Maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, ók aftan á annan bíl á Krossanesbraut á Akureyri í gærkvöldi.   Meira »

Ekið undir áhrifum um alla borg

07:08 Skúlagata, Ægisgata, Snorrabraut. Hafnarfjarðarvegur, Reykjavíkurvegur, Suðurfell. Suðurlandsvegur, Víkurvegur, Stórhöfði. Lögreglan stöðvaði í nótt fjölda ökumanna um allt höfuðborgarsvæðið sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Meira »

Ógnaði fólki með hnífi

06:47 Rétt eftir klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi maður handtekinn í Kópavogi grunaður um að hafa ógnað fólki með hníf í hendi. Meira »

Beraði sig við Austurvöll

06:45 Á fjórða tímanum í nótt var ofurölvi maður handtekinn við Austurvöll. Dyraverðir á skemmtistað í bænum höfðu hann þá í tökum  Meira »

Göngukona fannst fljótt

Í gær, 22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

Í gær, 21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

Í gær, 20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

Í gær, 20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

Í gær, 20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »