Landsbanka mótmælt á Skagaströnd

Frá Skagaströnd.
Frá Skagaströnd.

Niðurskurði í starfsemi Landsbankans á Skagaströnd er mótmælt harðlega í nýlegri ályktun sveitarstjórnar þar í bæ. Nú verður bankaútibúið þar opið frá kl. 12 til kl.15, en var áður opið frá kl. 9 til 16.

Með því fækkar störfum um eitt og hálft og um það segir sveitarstjórn að enn sé störfum í litlum byggðum fórnað á forsendum þess að tæknivæðingin leysi fólkið af hólmi.

Enginn mótmæli því að tækniþróun breyti störfum sem megi þó allt eins sinna úti af landi af reynslumiklu starfsfólki þar. Hér hafi Landsbankinn brugðist og ætli nú að stefna sem flestu starfsfólki sínu í musteri í miðborg Reykjavíkur, að því er segir í ályktun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert