Margir munu ekki fá lyfin sín

Ritalin Uno er eitt þeirra lyfja sem inniheldur metýlfenídat og …
Ritalin Uno er eitt þeirra lyfja sem inniheldur metýlfenídat og mun því reglugerðin hafa áhrif á afgreiðslu þess um næstu mánaðamót. Ljósmynd/Friðrik Tryggvason

Með gildistöku reglugerðar um lyfjaávísanir og afgreiðslu lyfja frá 1. júlí nk. verður afgreiðsla lyfja sem innihalda amfetamín og metýlfenídat takmörkuð við lyfjaskírteini Sjúkratrygginga Íslands (SÍ).

Þetta kemur fram á vef ADHD-samtakanna en þar segir að markmiðið sé að sporna við misnotkun lyfjanna. Engar breytingar verða þó gerðar á ávísunum eða afgreiðslu lyfja sem innihalda atomoxetin, t.d. lyfin Strattera og Atomeoxetine Sandoz, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ef fólk tekur lyf sem innihalda metýlfenídat, til dæmis Concerta, Rítalín eða annað samheitalyf, þarf að vera með gilt lyfjaskírteini frá Sjúkratryggingum Íslands. Þeir sem nota lyfin þurfa að hafa gilt skírteini frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), og þurfa að sækja þau oftar í apótek. Lyfin verða aðeins afgreidd til 30 daga í senn á minnst 25 daga fresti. Gæta þarf að því að börn sem lyfin eru keypt fyrir séu með gilt lyfjaskírteini.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert