Gestgjafinn orðinn stuðningmaður Íslands

Vel var tekið á móti Eyþóri hjá fjölskyldu Valeriu.
Vel var tekið á móti Eyþóri hjá fjölskyldu Valeriu. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var eins rússneskt og það getur orðið,“ segir Eyþór Jóvinsson leikstjóri um matarboð í uppsveitum Volgograd sem honum var boðið í. Eyþór gistir hjá rússneskri stelpu í Volgograd á meðan dvöl hans í Rússlandi stendur yfir.

„Maður er örugglega að upplifa borgina allt öðruvísi heldur en margir sem eru hérna á hótelum eða Airbnb þar sem þeir eru ekki í svona miklum samskiptum við heimamann,“ segir Eyþór Jóvinsson um síðustu daga.

Eyþór var frá upphafi ákveðinn í að fara til Rússlands á HM og ætlaði upphaflega á leikinn á móti Argentínu eins og margir Íslendingar. Hann lenti þó í því að Airbnb gistingin sem hann hafði bókað sér í Moskvu hækkaði úr 25 dollurum í 800 dollara fyrir nótt.

„Þá afpantaði ég það og ákvað að sleppa því að fara til Rússlands. Ég nennti ekki að taka þátt í þessu rugli,“ segir Eyþór.

„Svo datt mér í hug að fara inn á síðuna couchsurfing.com af því að á Íslandi hef ég verið að taka á móti fullt af krökkum sem eru að ferðast til Íslands í gegnum síðuna. Þá færðu í raun og veru ókeypis gistiaðstöðu og býður gestgjafanum út að borða í staðinn eða kemur með gjafir frá heimalandinu,“ útskýrir Eyþór.

„Ég hef alltaf bara verið gestgjafinn þannig ég athugaði hvort það væri einhver hérna í Volgograd og endaði hjá þessari rússnesku stelpu, Valeria heitir hún. Svo í gær bauð hún mér í fjölskylduboð hjá foreldrum hennar og vinum,“ bætir hann við.

Eyþór og Valeria Zenchenko hafa eytt miklum tíma saman í ...
Eyþór og Valeria Zenchenko hafa eytt miklum tíma saman í Volvograd. Ljósmynd/Aðsend

Valeria stendur sig vel í hlutverki gestgjafa og bauð Eyþóri í matarboð með foreldrum hennar og vinum.

„Við keyrðum hérna frá miðbæ Volgograd í einhverri eldgamalli Lödu lengst út í sveit á einhverjum sveitavegum. Þar var tekið á móti okkur með vodkaskotum, mat fram á nótt og rússnesku rauðvíni. Það var mikið stuð og mikið partý vægast sagt,“ lýsir Eyþór.

Eyþór og Valeria keyrðu á gamalli Lödu úr miðborg Volvograd ...
Eyþór og Valeria keyrðu á gamalli Lödu úr miðborg Volvograd út í sveit þar sem fjölskylda hennar tók á móti þeim vodkaskotum. „„Þetta var eins rússneskt og það getur orðið,“ segir Eyþór. Ljósmynd/Aðsend
Rússneskar kræsingar í uppsveitum Volvograd.
Rússneskar kræsingar í uppsveitum Volvograd. Ljósmynd/Aðsend

Valeria hefur einnig verið dugleg að sýna Eyþóri borgina og þau hafa eytt miklum tíma saman síðustu daga.

„Við erum eiginlega búin að vera saman allan tímann. Hún var að klára skólann og er í fríi. Ég er búinn að gera hana að íslenskum stuðningsmanni og hún er búin að fara með mér um borgina og sýna mér stríðsminjar. Ég hef mikið getað spurt hana um borgina og skelfingarnar sem áttu sér stað, öll stríðin og þetta. Þetta voru forfeður hennar sem börðust og létu lífið í stríðunum á sínum tíma þannig að þetta er ansi mögnuð upplifun,“ segir Eyþór hæstánægður með ævintýrið hingað til.

Eyþór verður hjá Valeriu fram á mánudag og ætlar að njóta lífsins í borginni áður en hann fer heim. Hann útilokar þó ekki að fara aftur til Rússlands á fleiri leiki ef Ísland kemst upp úr riðlinum sínum.

Eyþór og Valeria skelltu sér í sund.
Eyþór og Valeria skelltu sér í sund. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Nýtt skip Eimskips næsta sumar

07:37 Fyrra skipið af tveimur, sem eru í smíðum fyrir Eimskipafélagið í Kína, var sjósett föstudaginn 14. desember síðastliðinn. Vinna við skipið heldur áfram og má búast við því að það komi til Íslands eftir mitt ár 2019, samkvæmt upplýsingum Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Meira »

Ný veðurstöð í Víðidal

07:19 Ný veðurstöð Veðurstofunnar í Víðidal hefur verið tekin í gagnið. Veðurstöðin verður það sem er kallað „fjölþáttaveðurstöð“ en það þýðir að hún mælir hita, úrkomu, raka, skyggni og skýjafar. Ekki er farið að mæla allar breytur en sem stendur mælir stöðin hita, vind, rakastig og loftþrýsting. Meira »

Rigning og slydda um jólin

06:55 Spáð er rigningu á aðfangadag á landinu á aðfangadag fyrir utan Norðaustur- og Austurland þar verður að mestu þurrt. Á jóladag er von á slyddu og snjókomu. Meira »

Alvarleg líkamsárás á bar

06:03 Tilkynnt var til lögreglunnar um alvarlega líkamsárás á bar í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þar hafði maður verið kýldur og misst meðvitund og eins var hann með skurð við eyra. Meira »

Útsvar víða óbreytt á næsta ári

05:30 Reykjavíkurborg og Fjarðabyggð eru einu sveitarfélögin á landinu sem ekki ætla að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta til að milda þau áhrif sem hækkun á fasteignamati um áramótin mun hafa. Meira »

Meiri ásókn í sjúkrasjóði

05:30 „Gríðarleg fjölgun umsókna um sjúkradagpeninga hjá Sjúkrasjóði BHM síðastliðna tvo mánuði og stærð sjóðsins gerði það að verkum að við þurftum að bregðast við og breyta úthlutunarreglum hans, segir Maríanna Helgadóttir, stjórnarformaður sjúkrasjóðs BHM. Meira »

Veturinn ódýr það sem af er

05:30 Um 100 milljónir hafa sparast í vetrarþjónustu hjá Reykjavíkurborg í haust samanborið við haustið í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá borginni var kostnaður við vetrarþjónustu frá júlí til desember árið 2017 alls 245,6 milljónir. Meira »

Þorsteinn talaði mest í haust

05:30 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er sá sem mest og lengst talaði á nýafstöðnu haustþingi. Alþingi fór í jólaleyfi á föstudaginn og þing mun koma saman að nýju mánudaginn 21. janúar. Meira »

Andlát: Valgarður Egilsson læknir

05:30 Valgarður Egilsson, yfirlæknir og prófessor lést á heimili sínu í fyrradag, 78 ára að aldri. Auk starfa að læknavísindum var Valgarður skáld og rithöfundur og vann nokkuð við leiðsögn ferðafólks. Meira »

Störfum gæti fækkað um 1.400

05:30 Störfum gæti fækkað um 1.400 á næstu sex mánuðum samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallupkönnunar á meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Meira »

Horft verður til hækkana

05:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir áform ríkisstjórnarinnar um lækkun tekjuskatts verða endurmetin ef samið verði um óábyrgar launahækkanir í komandi kjarasamningum. Meira »

Varað við mögulegum aurskriðum

Í gær, 23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

Í gær, 23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

Í gær, 23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

Í gær, 21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

Í gær, 21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

Í gær, 21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »

Styrktarmót knattspyrnukvenna

Í gær, 21:10 „Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Meira »

Örlæti og hjartagæska

Í gær, 20:55 Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, voru með fangið fullt þegar þeir fóru í sinn árlega jólagjafaleiðangur til Kulusuk á Grænlandi síðastliðinn laugardag. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðvum, frá Deutz/stamford Cummins Volvo Yanmar...