Gestgjafinn orðinn stuðningmaður Íslands

Vel var tekið á móti Eyþóri hjá fjölskyldu Valeriu.
Vel var tekið á móti Eyþóri hjá fjölskyldu Valeriu. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var eins rússneskt og það getur orðið,“ segir Eyþór Jóvinsson leikstjóri um matarboð í uppsveitum Volgograd sem honum var boðið í. Eyþór gistir hjá rússneskri stelpu í Volgograd á meðan dvöl hans í Rússlandi stendur yfir.

„Maður er örugglega að upplifa borgina allt öðruvísi heldur en margir sem eru hérna á hótelum eða Airbnb þar sem þeir eru ekki í svona miklum samskiptum við heimamann,“ segir Eyþór Jóvinsson um síðustu daga.

Eyþór var frá upphafi ákveðinn í að fara til Rússlands á HM og ætlaði upphaflega á leikinn á móti Argentínu eins og margir Íslendingar. Hann lenti þó í því að Airbnb gistingin sem hann hafði bókað sér í Moskvu hækkaði úr 25 dollurum í 800 dollara fyrir nótt.

„Þá afpantaði ég það og ákvað að sleppa því að fara til Rússlands. Ég nennti ekki að taka þátt í þessu rugli,“ segir Eyþór.

„Svo datt mér í hug að fara inn á síðuna couchsurfing.com af því að á Íslandi hef ég verið að taka á móti fullt af krökkum sem eru að ferðast til Íslands í gegnum síðuna. Þá færðu í raun og veru ókeypis gistiaðstöðu og býður gestgjafanum út að borða í staðinn eða kemur með gjafir frá heimalandinu,“ útskýrir Eyþór.

„Ég hef alltaf bara verið gestgjafinn þannig ég athugaði hvort það væri einhver hérna í Volgograd og endaði hjá þessari rússnesku stelpu, Valeria heitir hún. Svo í gær bauð hún mér í fjölskylduboð hjá foreldrum hennar og vinum,“ bætir hann við.

Eyþór og Valeria Zenchenko hafa eytt miklum tíma saman í ...
Eyþór og Valeria Zenchenko hafa eytt miklum tíma saman í Volvograd. Ljósmynd/Aðsend

Valeria stendur sig vel í hlutverki gestgjafa og bauð Eyþóri í matarboð með foreldrum hennar og vinum.

„Við keyrðum hérna frá miðbæ Volgograd í einhverri eldgamalli Lödu lengst út í sveit á einhverjum sveitavegum. Þar var tekið á móti okkur með vodkaskotum, mat fram á nótt og rússnesku rauðvíni. Það var mikið stuð og mikið partý vægast sagt,“ lýsir Eyþór.

Eyþór og Valeria keyrðu á gamalli Lödu úr miðborg Volvograd ...
Eyþór og Valeria keyrðu á gamalli Lödu úr miðborg Volvograd út í sveit þar sem fjölskylda hennar tók á móti þeim vodkaskotum. „„Þetta var eins rússneskt og það getur orðið,“ segir Eyþór. Ljósmynd/Aðsend
Rússneskar kræsingar í uppsveitum Volvograd.
Rússneskar kræsingar í uppsveitum Volvograd. Ljósmynd/Aðsend

Valeria hefur einnig verið dugleg að sýna Eyþóri borgina og þau hafa eytt miklum tíma saman síðustu daga.

„Við erum eiginlega búin að vera saman allan tímann. Hún var að klára skólann og er í fríi. Ég er búinn að gera hana að íslenskum stuðningsmanni og hún er búin að fara með mér um borgina og sýna mér stríðsminjar. Ég hef mikið getað spurt hana um borgina og skelfingarnar sem áttu sér stað, öll stríðin og þetta. Þetta voru forfeður hennar sem börðust og létu lífið í stríðunum á sínum tíma þannig að þetta er ansi mögnuð upplifun,“ segir Eyþór hæstánægður með ævintýrið hingað til.

Eyþór verður hjá Valeriu fram á mánudag og ætlar að njóta lífsins í borginni áður en hann fer heim. Hann útilokar þó ekki að fara aftur til Rússlands á fleiri leiki ef Ísland kemst upp úr riðlinum sínum.

Eyþór og Valeria skelltu sér í sund.
Eyþór og Valeria skelltu sér í sund. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Göngukona fannst fljótt

22:17 Björgunarsveitir af Austfjörðum og Norðausturlandi voru kallaðar út í kvöld eftir að tilkynning barst um að konu væri saknað í Kverkfjöllum. Mikill viðbúnaður var vegna þessa, en konan fannst þó skömmu seinna, heil á húfi. Meira »

Verðandi mæður geti andað léttar

21:49 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segist glöð með niðurstöðu kvöldsins í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins, en yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í kvöld vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hún segir að sú niðurstaða að gerðardómi verði falið mat á launasetningu sé skynsamleg. Meira »

„Við erum sáttar“

20:40 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu sáttar við niðurstöðu dagsins, en yfirvinnubanni ljósmæðra hefur verið aflýst vegna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Meira »

Banaslys á Þingvallavegi

20:30 Einn er látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið um klukkan 16 í dag. Tveir aðrir voru fluttir slasaðir á slysadeild. Meira »

Ljósmæðraverkfalli aflýst

20:18 Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs. Ljósmæðrafélags Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni. Meira »

Breytt landslag í ferðaþjónustu

19:50 Íslenskir ferðaþjónustuaðilar segjast finna fyrir breyttu landslagi í greininni og segja íslensku krónuna spila þar stórt hlutverk. Erlendum ferðamönnum finnist Ísland orðinn of dýr áfangastaður sem valdi samdrætti á mörgum sviðum, en þó sé jafn stígandi í svokallaðri lúxusferðamennsku. Meira »

Framkvæmdir við Geysi taka á sig mynd

19:40 Framkvæmdir við Geysissvæðið eru farnar að taka á sig mynd, en unnið er að uppbyggingu göngustígakerfis upp á Laugafell fyrir ofan hverasvæðið. Áformað er að ljúka því verki nú í sumar, en í kjölfarið bíða önnur verkefni við að taka svæðið allt í gegn. Meira »

Vill loka íslenskum sendiráðum

18:05 „Sendiráð hafa vafalaust verið nauðsynleg fyrr á öldum og fram eftir 20. öldinni. En nú eru samgöngur á milli landa svo tíðar og auðveldar og fjarfundabúnaðir svo fullkomnir að það er ástæðulaust fyrir örþjóð eins og okkur að hafa slík útibú í öðrum löndum. Þeir sem þar starfa hafa í flestum tilvikum ekkert að gera.“ Meira »

Harmar tilhæfulausar ásakanir ljósmóður

17:30 Samninganefnd ríkisins harmar að fulltrúi ljósmæðra kjósi að setja fram tilhæfulausar aðdróttanir í frétt sem birtist á mbl.is. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Gunnar Björnsson, formaður nefndarinnar, sendir mbl.is. Meira »

Þingvallavegur opnaður á ný eftir slys

16:21 Umferðarslys varð á Þingvallavegi, við Æsustaði í Mosfellsdal, laust fyrir klukkan 16 i dag. Þrír hafa verið fluttir á slysadeild, þar af einn alvarlega slasaður. Meira »

Gjaldið verst fyrir minni fyrirtæki

16:15 „Þetta hefur miklu alvarlegri áhrif á rekstur smárra fyrirtækja, þessi aðgangseyrir. Þetta skekkir mjög alla eðlilega og heiðarlega samkeppni,“ segir eigandi ferðaþjónustunnar Steinferðir ehf. en hann þurfti að hætta ferðum upp á Leifs­stöð eft­ir að Isa­via lagði gjald á af­not af fjarstæðum. Meira »

Slá skjaldborg um fæðingardeildina

14:49 Boðað hefur verið til samstöðufundar með ljósmæðrum við fæðingardeild Landspítalans klukkan tólf á hádegi á morgun. Að fundinum stendur stuðningshópur ljósmæðrasem hefur þegar staðið fyrir á annan tug mótmælafunda. Meira »

Í gæsluvarðhald til mánudags

14:35 Karlmaður sem handtekinn var á Svalbarðseyri í gærmorgun var um hádegi í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudags.  Meira »

Áhrifin vart merkjanleg

13:30 Mælingar Umhverfisstofnunar sýna að áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akureyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa sem voru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum. Meira »

Ró yfir fæðingardeildum

12:44 Aðeins hefur ein beiðni um undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra borist síðasta sólarhringinn. Þetta segir Unnur Berglind Friðriksdóttir, sem situr í undanþágunefndinni fyrir hönd ljósmæðra. Meira »

Lögregluaðgerð í Grafarholti

12:17 Lögregluaðgerð var í gangi við Þórðarsveig í Grafarholti um hádegi í dag. Fjöldi lögreglubíla og sjúkrabíll var á vettvangi. Slökkviliðið getur ekki gefið upplýsingar um málið aðrar en þær að einn hafi verið fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. Meira »

Jafnan veitt án nærveru forseta

11:54 Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá embætti forseta Íslands. Meira »

Hafmeyjan kemst ekki á stallinn fyrir bleytutíð

10:59 „Það voru meiri skemmdir á henni en við bjuggumst við, hún hafði lent á grjóti og húðin, sem er á svona bronsstyttum, rispaðist á sporðinum að framanverðu. Búið er að gera við hana og hún hefur verið tilbúin síðan í febrúar,“ segir Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri hjá Listasafni Reykjavíkur. Meira »

Hrókurinn fagnar 15 árum

10:30 Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, bjóða í opið hús í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, í dag. Meira »
VW Fox ágerð 2007
Til sölu vel með farinn VW Fox árg. 2007 ekinn ca. 110.þús Allur nýyfirfarinn og...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...