Fánalitaða Ladan vekur athygli Rússa

Kristbjörn Hilmar Kjartansson, í rauðri treyju, og Grétar Jónsson, við …
Kristbjörn Hilmar Kjartansson, í rauðri treyju, og Grétar Jónsson, við Löduna í Volgograd sem skilað hefur þeim hina löngu leið. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Gamla Ladan, máluð í íslensku fánalitunum, hefur vakið töluverða athygli hér í Rússlandi.

Kristbjörn Hilmir Kjartansson og Grétar Jónsson fóru frá Íslandi með Norrænu 5. júní, tóku land í Danmörku og héldu síðan sem leið lá allt austur til Moskvu, þar sem þeir horfðu á Ísland gera jafntefli við Argentínu, óku þaðan suður til Volgograd þar sem Ísland mætti Nígeríu og næsti viðkomustaður er Roston við Don, þar sem Ísland og Króatía eigast við á morgun.

Sjónvarpsmenn hafa margir hverjir verið hrifnir af uppátæki þeirra félaga og viðtölin sem þeir hafa farið í eru ófá. Þeir komu til dæmis fram í morgunþætti sjónvarpsstöðvar í Volgograd í vikunni, fleiri rússneskir fjölmiðlar hafa sagt frá þeim, CNN fjallaði stuttlega um þá og þannig mætti áfram telja, en nánar er fjallað um ferðalag þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert