Fleiri heilsueflandi samfélög

Alma D. Möller, landlæknir, og Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri að …
Alma D. Möller, landlæknir, og Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri að lokinni undirritun samnings um heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð. Ljósmynd/Embætti landlæknis

Fjallabyggð varð formlega aðili að heilsueflandi samfélagi 11. júní síðastliðinn. Þetta kemur fram á vefsíðu Embættis landlæknis en þar segir að Alma D. Möller landlæknir og Gunnar Bigrisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, hafi skrifað undir samninginn við athöfn sem fram fór í Tjarnarborg á Ólafsfirði.

Degi seinna slóst Langanesbyggð einnig í hóp heilsueflandi samfélaga en þá skrifuðu Þorsteinn Ægir Egilsson, oddviti Langanesbyggðar, og Alma undir samning þess efnis. Þetta kemur fram á vefsíðu Langanesbyggðar.

Á vef landlæknis kemur fram að meginmarkmið heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lífsháttum, góðri heilsu og vellíðan allra íbúa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert