Verndi minnihlutann

Sigmar í héraðsdómi ásamt Daða Bjarnasyni, lögmanni sínum.
Sigmar í héraðsdómi ásamt Daða Bjarnasyni, lögmanni sínum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Að mati lögfróðra manna sem Morgunblaðið leitaði til vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur 21. júní sl., þar sem ákvörðun hluthafafundar Stemmu hf. 9. maí 2016 að selja lóðaréttindi að Austurvegi 12 og 14 á Hvolsvelli til Fox ehf. var ógilt, felur niðurstaða héraðsdóms í sér áhugaverða nálgun á málshöfðunarrétt stjórnarmanna hlutafélaga.

Segja viðmælendur Morgunblaðsins að telja verði að ef niðurstaða héraðsdóms standi, að undangenginni áfrýjun til Landsréttar, sé komið fordæmi sem styrki frekar minnihlutavernd í félagarétti.

Með dómnum var farið að kröfu fyrirtækisins Sjarms og Garms ehf. og Sigmars Vilhjálmssonar en Sigmar og Sjarmur og Garmur stefndu Stemmu vegna deilna þeirra Sigmars og Skúla Gunnars Sigfússonar í Subway um ferðaþjónustuverkefni á Hvolsvelli.

Sigmar bendir á að fordæmið sem hér hafi mögulega myndast geti þýtt að erfiðara verði fyrir þá efnameiri í hlutafélögum að þvinga fram sínar ákvarðanir í framtíðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert