„Miklabraut í stokk að gufa upp“

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Útfærslan á þessum gatnamótum er algjörlega óútfærð, auk þess sem margir bundu vonir við þetta kosningaloforð Samfylkingarinnar um Miklubraut í stokk sem núna er að gufa upp. Miklabrautin er eitt stærsta samgöngumálið í borginni ásamt Kringlumýrarbraut,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is.

Tilefni ummæla Eyþórs er nýtt rammaskipulag Kringlusvæðisins sem samþykkt var á fundi borgarráðs í fyrradag. Þrír flokk­ar minni­hlut­ans, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins, í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, sögðu, í bókun vegna samþykktarinnar, að óvissa ríki um stefnu meiri­hlut­ans í sam­göngu­mál­um sem set­ur skipu­lag Kringlureit­s í upp­nám.

„Þetta var nú eitt stærsta kosningaloforð Samfylkingarinnar, Miklabraut í stokk. Það er ekki minnst á slíkar samgöngubætur í meirihlutasáttmálanum sem var gerður af þessum flokkum. Vinstri grænir voru nú reyndar búnir að segja að þetta væri ekki forgangsmál að fá Miklubraut í stokk. Þar af leiðandi er engin lausn á borðinu varðandi Miklubrautina,“ segir Eyþór.

„Tíminn er núna“

Samkvæmt Eyþóri gefst tækifæri til verulegra umbóta á svæðinu vegna mikilla breytinga, tækifæri sem kemur á fimmtíu ára fresti að sögn hans. „Þegar svona miklar breytingar eru skipulagðar er svo mikilvægt að þetta tækifæri sé nýtt. Ef menn nota tækifærið og bæta samgöngurnar sem eru mjög þungar á þessum gatnamótum, ekki bara austur- og vesturhluta Reykjavíkur, heldur líka nágrannasveitarfélögin.“

„Við höfum talið þetta ákjósanlegan stað fyrir samgöngumiðstöð, sem er betri en BSÍ, þetta er meira miðsvæðis. Það væri hægt að byggja þarna frekar en á reit BSÍ þar sem ekkert hefur gerst í fjögur ár. Hættan er sú að skipulagið sé gert með þim hætti að það sé ekki hægt að fara í úrbætur eftir að þetta er búið, tíminn er núna,“ staðhæfir oddviti sjálfstæðismanna.

Hann segir sem dæmi hafi verið tækifæri til þess að setja Geirsgötu í stokk á síðasta kjörtímabili þegar breytingar voru skipulagðar í kringum Hörpu, en að það hafi ekki verið gert.

Í bókun flokkana þriggja er meðal annars sagt að gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar séu þau hættulegustu á landinu.

Inntur álits á framtíðarhorfum gatnamótanna segir Eyþór: „Við myndum vilja að þessi gatnamót væru án ljósa og að umferðin færi að einhverju leyti neðanjarðar, þannig að umferðin væri bæði greiðari og hættuminni. Ef menn fara á stað með skipulag og hafa ekki hugað að samgöngumálum getur þýtt að menn sitji uppi með enn meiri umferðarvandamál heldur en verið hefur í borginni.“

Ekki náðist í Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur, við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Innlent »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »

Eldur kviknaði í potti á Culiacan

Í gær, 21:27 Eldur kom upp á veitingastað Culiacan á Suðurlandsbraut á níunda tímanum í kvöld og var slökkvilið kallað til. Kviknað hafði í út frá djúpsteikingarpotti og voru fjórir dælubílar og tveir sjúkrabílar sendir á staðinn þegar kallið barst. Meira »

„Stórkostleg viðurkenning á málstaðnum“

Í gær, 21:11 Vegagerðin gerir ekki athugasemd við þá kröfu landeigenda í Ingólfsfirði um að framkvæmdir við veglagningu í firðinum verði hætt á meðan úr því fæst skorið hvort Vegagerðin hafi heimild til að ráðstafa veginum, sem landeigendur telja sinn. Meira »

Ísland kenni auðmýkt gagnvart náttúru

Í gær, 20:36 Angela Merkel segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og að það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Þetta sagði kanslari Þýskalands á blaðamannafundi hennar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sumarbústað ráðherra. Meira »

Mótsögn í umræðum um sæstreng

Í gær, 20:01 Tómas Jónsson hæstaréttarlögmaður segir mótsögn felast í því að ætla að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem gengur út á að tryggja sameiginlegan raforkumarkað innan Evrópu, en hafna því í leiðinni að sæstrengur geti nokkurn tímann verið lagður hingað til lands. Meira »

Merkel fylgdi Katrínu í Almannagjá

Í gær, 19:31 Vel fór á með Angelu Merkel og Katrínu Jakobsdóttur þar sem forsætisráðherra tók á móti kanslaranum við Hakið á Þingvöllum í kvöld. Leiðtoginn íslenski lýsti staðháttum fyrir þeim þýska þar sem þær gengu niður Almannagjá og áleiðis í ráðherrabústaðinn þar sem fram fer blaðamannafundur. Meira »

Tafir vegna opinberra heimsókna

Í gær, 18:53 Búast má við tímabundnum umferðartöfum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og allan daginn á morgun vegna opinberra heimsókna sem nú standa yfir. Meira »

Merkel spókar sig í miðbænum

Í gær, 18:45 Til Angelu Merkel Þýskalandskanslara sást í miðbæ Reykjavíkur í eftirmiðdaginn. Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, náði sjálfu með Merkel og föruneyti. Meira »

FEB leysir til sín íbúðirnar

Í gær, 18:43 Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja sérstakt kaupréttarákvæði í lóðaleigusamningi sem kveðið er á um í kaupsamningum vegna íbúðanna sem félagið reisir í Árskógum. Meira »

Katrín tók á móti Rinne í Tjarnargötu

Í gær, 17:41 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók á móti forsætisráðherra Finnlands, Antti Rinne, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu síðdegis í dag. Þar ræddu þau um stöðu og þróun stjórn- og efnahagsmála á Íslandi og í Finnlandi, og aðgerðir í loftslagsmálum. Meira »

Geimbúningur prófaður á Íslandi

Í gær, 17:35 Fyrsta leiðangri félagsins Iceland Spcace Agency lauk á dögunum. Félagið er nýstofnað og tekur að sér geimferðaundirbúning enda þykir Ísland vel til þess fallið að undirbúa menn fyrir hrjóstrugt umhverfi himintunglanna. Meira »

Slasaðist á mótorhjóli í Kerlingarfjöllum

Í gær, 17:32 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna mótorhjólaslyss í Kerlingarfjöllum á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er þyrlan lent í Reykjavík með þann slasaða. Meira »

Hvatti Íslendinga til frekari dáða

Í gær, 17:09 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í morgun fundi með þeim Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands og Kumi Naidoo, aðalframkvæmdastjóra mannréttindasamtakanna Amnesty International, sem bæði eru stödd hér á landi. Meira »

Bílvelta á Akureyri

Í gær, 16:38 Bílvelta varð á gatnamótum Furuvalla og Hvannavalla á Akureyri um þrjúleytið í dag.  Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Til leigu - íbúð við Löngumýri,Garðabæ
Til leigu 3ja herb. íbúð, laus frá 1. september nk. Leigist aðeins reyklausum o...