Segja skipulag Kringlureitar í uppnámi

Þrír flokkar minnihlutans í borgarstjórn segja óljóst hvernig samgönguúrbótum verði …
Þrír flokkar minnihlutans í borgarstjórn segja óljóst hvernig samgönguúrbótum verði háttað samhliða breyttu skipulagi.

Þrír flokkar minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur telja óvissu ríkja um stefnu meirihlutans í samgöngumálum sem setur skipulag Kringlureitar í uppnám. Nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið var samþykkt á fundi borgarráðs í fyrradag.

Samkvæmt bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins í fundargerð borgarráðs liggur ekki fyrir hvernig samgönguúrbótum verði háttað samhliða breyttu skipulagi Kringlureitar.

Þá segir að ein hættulegustu gatnamót landsins séu á mörkum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og að hugmyndir um Miklubraut í stokk sé ekki að finna í meirihlutasáttmála sem kynntur var fyrr í mánuðinum.

Flokkarnir þrír telja ákjósanlegt að samgöngumiðstöð fyrir almenningssamgöngur verði skipulögð á Kringlusvæðinu samhliða breyttu skipulagi.

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins kynntu tillögur sínar um samgöngumiðstöð á Kringlureit á …
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins kynntu tillögur sínar um samgöngumiðstöð á Kringlureit á blaðamannafundi í vor. mbl.is/Hari
mbl.is