Skíðasvæðið verður hjólasvæði

Skíðalyfturnar flytja hjólreiðamennina upp fjallið. Bob Marteen hvetur göngufólk til …
Skíðalyfturnar flytja hjólreiðamennina upp fjallið. Bob Marteen hvetur göngufólk til þess að taka lyftuna upp og ganga svo niður. Ljósmynd/Skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu

Undirbúningur fyrir opnun „Bikeparks“ í Skálafelli gengur vel en í sumar verður skíðasvæðinu breytt í hjólasvæði sjöunda sumarið í röð. Skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu sjá um rekstur og brautarviðhald.

Bob Maarten Van Duin, rekstrarstjóri hjá Skíðasvæðunum á höfuðborgarsvæðinu, segir að brautirnar séu tilbúnar en bíða þurfi eftir betra veðri þannig að opna megi brautirnar.

Fjallahjólreiðamaður á fleygiferð.
Fjallahjólreiðamaður á fleygiferð. Ljósmynd/Skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu

„Við höfum verið að leggja nýjar brautir í samvinnu við Magne Kvam,“ segir Bob Maarten en þar að auki hefur verið byggð vegghjólabraut í samtarfi við verslunina Púkann, sem verður með hjólaleigu á staðnum.

Afgreiðslutími verður á þriðjudögum og fimmtudögum milli 18 og 21 og segir Bob Maarten að opnað verði um leið og veður leyfi. „Gestir nota stólalyftuna til að komast upp fjallið. Þetta er ekki bara fyrir vana fjallahjólreiðamenn heldur eru brautir fyrir alla,“ segir Bob Maarten.

„Við mælum svo með því við göngu- og fjölskyldufólk að það taki lyftuna upp, njóti útsýnisins og gangi svo niður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert