Bátur sökk á Héraðsflóa

TF-SYN á flugi.
TF-SYN á flugi. mbl.is/Árni Sæberg

TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar, var nú fyrir skömmu kölluð út vegna báts sem sökk á Héraðsflóa. Skipverjinn komst í björgunarbát og gat komið boðum til Landhelgisgæslunnar.

TF-SYN sem var við leit á Melrekkasléttu var samstundis beðin um að halda á slysstað og er væntanleg á vettvang um klukkan 15.20.

mbl.is

Bloggað um fréttina