Sækja slasaðan mann á Vestrahorn

Björgunarsveitarmenn að störfum á Vestrahorni í morgun.
Björgunarsveitarmenn að störfum á Vestrahorni í morgun. Ljósmynd/Landsbjörg

Björgunarfélag Hornafjarðar var kallað út um klukkan átta í morgun vegna manns sem var á göngu við Vestrahorn austan Hafnar í Hornafirði og hafði slasast á fæti. Maðurinn er staddur í fjalllendi ofan við fjöruna, þar eru miklar skriður og stórgrýtt, segir í frétt frá Landsbjörg.

Hópur af björgunarsveitafólki er kominn  að manninum, hann getur ekki gengið og verið er að undirbúa fluttning hans af vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert