Afskaplega ánægjulegt en mikil ábyrgð

Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, var viðstaddur atkvæðagreiðsluna í New York ...
Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, var viðstaddur atkvæðagreiðsluna í New York í dag. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir í samtali við mbl.is að hann sé ánægður og stoltur yfir því að litið er til Íslendinga þegar kemur að mannréttindamálum, en segist jafnframt meðvitaður um þá ábyrgð sem því fylgir. Ísland mun nú taka sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í kjölfar kosninga þess efnis í dag.

Ísland hlaut 172 atkvæði af 173, greiddum atkvæðum, á fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Mikil ábyrgð fylgir því að sitja í mannréttindaráðinu að sögn ráðherrans. „Það er mikilvægt að við Íslendingar stöndum saman í að axla hana,“ segir hann.  „Þetta var nú afskaplega ánægjulegt að finna þennan breiða stuðning sem hvetur okkur til dáða.“ Samkvæmt Guðlaugi var mikil samstaða vesturlanda um framboðið samhliða þessum mikla stuðningi sem Ísland fékk í kosningunni.

„Þetta kemur til vegna þess að við höfum verið að vanda okkur í mannréttindamálum bæði heima og á erlendum vettvangi. Þá höfum við haft forystu um ýmis mál sem fastanefndin hefur fylgt eftir svo sem stöðu mannréttinda á Filippseyjum,“ segir hann og bætir við að íslensk stjórnvöld hafi einnig lagt sérstaka áherslu á jafnréttismál og stöðu hinsegin fólks.

Vill kerfisbreytingu

Guðlaugur segir að Ísland hafi meðal annars vakið athygli á þörf á umbótum er varðar starfsemi mannréttindaráðsins og talað fyrir kerfisbreytingum sem meðal annars miða af því að auka ábyrgð þeirra ríkja sem eiga sæti í ráðinu.

„Ég hef kallað sérstaklega eftir því að þær þjóðir sem sitja í mannréttindaráðinu séu til fyrirmyndar í mannréttindum. Þá hef ég tiltekið sérstaklega Sádi-Arabíu, Filippseyjar, Venesúela, svo einhver lönd séu nefnd,“ segir hann.

„Það er bara ein leið til þess að komast að því og það gerist ekkert af sjálfu sér,“ svarar Guðlaugur aðspurður um líkur þess að erindi Íslands nái fram að ganga í ráðinu. „Framfarir á sviði mannréttinda hafa aldrei átt sér stað án baráttu. Það er skylda okkar sem njóta sjálfsagðra réttinda að tala fyrir þeim,“ bætir hann við.

Ræddi við Haley

Utanríkisráðherra segir bandarísk yfirvöld ekki hafa leitað til Íslendinga sérstaklega í ljósi þess að Ísland mun nú taka sæti sem varð laust eftir að Bandaríkin sögðu sig úr mannréttindaráðinu. Hann segist þó hafa átt mjög gott samtal um stöðu mála við Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna.

Samkvæmt Guðlaugi hefur verið skýr samstaða meðal vesturlanda um framboð Íslands og telur hann að áfram verði gott samstarf við Bandaríkin sem og annarra vesturlanda á sviði mannréttinda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ákærðir fyrir 15 milljóna skattabrot

10:05 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært tvo karlmenn fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa á árunum 2015 og 2016 ekki staðið skil á staðgreiðslu einkahlutafélags sem þeir stýrðu, en heildarupphæðin nemur um 15,5 milljónum króna. Meira »

Tvisvar ákært fyrir að hrækja á lögreglu

09:59 Í síðustu viku voru þrjú mál þingfest þar sem ákært er fyrir brot gegn valdstjórninni, það er fyrir brot gegn lögreglumönnum við störf sín. Í tveimur þessara mála er ákærði sakaður um að hafa hrækt að lögreglumönnum. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

09:48 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir kynferðis- og barnaverndarlagabrot gagnvart stúlku sem nú er 17 ára, en meint brot áttu sér stað þegar stúlkan á aldrinum 13 til 15 ára gömul. Meira »

Eyða nær fimmfalt meira í Reykjavík en á Hvammstanga

08:18 Töluverður munur er á útgjöldum ferðamanna eftir því hvaða staði á landinu þeir heimsækja.  Meira »

Stór skjálfti í Bárðarbungu

08:00 Jarðskjálfti sem mældist 3,6 stig varð núna rétt fyrir klukkan sjö í morgun í Bárðarbunguöskjunni.  Meira »

Sala á gulum vestum hefur tekið kipp

07:37 Sala á gulum vestum í verslun Húsasmiðjunnar í Kjalarvogi hefur tekið kipp, segir Finnur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fagsölusviðs Húsasmiðjunnar. Meira »

Fer langleiðina í 50 metra á sekúndu

06:56 Spáð er miklu hvassviðri í dag og undir kvöld verður kominn austanstormur eða -rok allra syðst á landinu og gætu hviður farið langleiðina upp undir 50 m/s á þeim slóðum. Annars staðar verður þetta meira 15-23 og hviður að 35-40 m/s samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Nýtt netaverkstæði rís í Neskaupstað

06:00 Framkvæmdir standa yfir við nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað. Er áætlað að það verði tilbúið í mars á næsta ári. Nýja verkstæðið verður mun stærra en það gamla og mun tilkoma þess leiða til algjörrar byltingar í starfsemi og þjónustumöguleikum Fjarðanets á Austurlandi. Þetta segir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets. Meira »

Vara við grunsamlegum mannaferðum

05:59 Lögreglan á Norðurlandi eystra varar fólk við grunsamlegum mannaferðum í þéttbýli sem dreifbýli en tilkynnt var um tvö innbrot á Akureyri um helgina og nokkuð um tilkynningar vegna grunsamlegra mannaferða við sveitarbæ í umdæminu. Meira »

Ferðaþjónusta í nýtt útboð

05:30 Á fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu viku var lagt fram erindi frá sviðsstjóra velferðarsviðs þar sem óskað var eftir heimild bæjarráðs til að mega leysa Efstahól ehf. undan samningi um ferðaþjónustu fatlaðra ásamt erindi Efstahóls vegna málsins. Meira »

Styðja við fjölmiðla

05:30 Samning frumvarps um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er langt komin og er stefnt að því að kynna frumvarpsdrögin í Samráðsgáttinni í janúar, að sögn Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Meira »

Ríkið mun ekki bæta miklu við

05:30 „Á næstu árum mun fólki á eftirlaunum fjölga meira en fólki á vinnumarkaði. Kostnaður ríkissjóðs vegna aldurstengdra sjúkdóma og þjónustu við aldraða mun að öllum líkindum aukast. Þeir sem hætta að vinna geta því ekki búist við að hið opinbera bæti miklu við eftirlaunin.“ Meira »

Alþingi setur áfram lögin

05:30 „Af minni hálfu stendur ekki til að styðja mál sem felur í sér framsal, hvorki á auðlindum né á meiri háttar ákvarðanatöku um lagaumgjörð fyrir okkur. Hins vegar er því haldið fram að málið mögulega standist ekki stjórnarskrá. Þetta eru atriði sem við viljum fara vandlega yfir. Meira »

Bára í skýrslutöku í héraðsdómi

05:30 Bára Halldórsdóttir, sem sagst hefur standa á bak við upptöku af ósæmilegu framferði þingmanna á barnum Klaustri, hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan korter yfir þrjú. Meira »

Sjá Heklugos með lengri fyrirvara

05:30 Fjölgun nákvæmra mælitækja við Heklu á að gera jarðvísindamönnum kleift að sjá óróleika í eldstöðinni fyrir með lengri fyrirvara en áður hefur verið mögulegt. Meira »

Viðbrögðin jafn vitlaus og ummælin

Í gær, 22:18 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir lítinn hóp vinstri manna virðast telja sig dómara um hvað sé siðferðilega rétt og virðist þar taka undir með pistli sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birtir á vef sínum í dag. Meira »

„Allt að því vitlaust veður“ á morgun

Í gær, 21:52 „Það hvessir jafnt og þétt eftir því sem líður á morgundaginn. Eftir kl. 17–18 þá verður þetta orðið helvíti slæmt undir Eyjafjöllunum og allra syðst á landinu en þetta gengur nokkuð hratt yfir þannig að um tíu annað kvöld er strax farið að draga stórlega úr þessu allra syðst,“ segir veðurfræðingur. Meira »

Snjóleysi hefur áhrif á sölu jólatrjáa

Í gær, 20:30 Sala á jólatrjám gengur nokkuð vel þrátt fyrir að landsmenn séu margir hverjir ekki enn komnir í jólaskap sökum snjóleysis og almennra leiðinda þegar kemur að veðri. Normannsþinur og íslensk fura í stærðinni 1,5 – 2 metrar eru vinsælustu tegundirnar. Forseti Íslands keypti sér danskt jólatré. Meira »

Gefa geitur, skólastofur og smokka

Í gær, 19:45 Um árabil hefur verið hægt að styrkja góð málefni um hátíðirnar með gjafabréfum. Sífellt bætist í flóruna og verkefnin sem hægt er að styrkja eru mörg. Salan er mikilvæg fjáröflun fyrir samtök og stofnanir á borð við Hjálparstarf kirkjunnar, UNICEF á Íslandi og UNWomen. Meira »
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...