Bandaríkin segja sig úr Mannréttindaráði SÞ

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, mun tilkynna um ...
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, mun tilkynna um úrsögn Bandaríkjanna úr Mannréttindaráði SÞ síðar í dag. AFP

Stjórnvöld í Bandaríkjunum munu tilkynna um úrsögn ríkisins úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna síðar í dag. Bandaríkin ásaka aðildarríki ráðsins um rótgróna fordóma í garð Ísraelsríkis.

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, munu að öllum líkindum tilkynna um úrsögnina í utanríkisráðuneytinu í Washington klukkan fimm síðdegis að staðartíma, eða klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma.

Ráðið var stofnað árið 2006 á grundvelli Genfar-sáttmálans og eiga 47 ríki fulltrúa í ráðinu. Tilgangur ráðsins er að fjalla um og rannsaka mannréttindabrot. Ríkin eru kosin af allsherjarþingi SÞ til þriggja ára setu í senn. Bandaríkin hafa átt sæti í ráðinu í eitt og hálft ár og hefur Haley ítrekað hótað að sniðganga Genfar-sáttmálann.

Ljóst er að með úrsögninni mun Ísrael missa sinn helsta bandamann í ráðinu. Mannréttindabrot Ísraels eru til umfjöllunar á fundum ráðsins hverju sinni og eru ávallt númer sjö á dagskrá fundarins.

mbl.is
3ja daga CANON EOS námskeið 23.-26. júlí
3ja DAGA NÁMSKEIÐ FYRIR CANON EOS 23. - 26. JÚLI ÍTARLEGT NÁMSKEIÐ FYRIR EIGE...
SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...
Toyota
Toyota Corolla til sölu Árg. `98. Liftback. Skoðaður '18. Topp eintak. Verð tilb...
Lóð til sölu
Glæsilegar eignarlóðir til sölu í Fjallalandi við Leirubakka. Kjarri og skógi va...