Íbúakosning um nýjan miðbæ í ágúst

Samkvæmt hugmyndinni verður nýr miðbær fyrir sunnan Ölfusárbrú.
Samkvæmt hugmyndinni verður nýr miðbær fyrir sunnan Ölfusárbrú.

Bæjarráð Árborgar samþykkti í morgun að halda íbúakosningu um nýjan miðbæ á Selfossi og fer kosningin fram 18. ágúst.

Fyrirhugað er að reisa nýja miðbæinn á svæði austan við Ölfusárbrúna, en það er Sigtún þróunarfélag sem stendur á bak við verkefnið. Á að endurbyggja sögufræg hús sem stóðu áður víðs vegar um landið, en meðal annars á þessi nýi miðbær að auka aðdráttarafl bæjarins.

Skiptar skoðanir hafa hins vegar verið um ágæti uppbyggingarinnar, bæði vegna staðsetningar miðbæjarins og útlits. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert