Hlaut brons á ólympíuleikum í stærðfræði

Sex manna lið Íslands á ólympíuleikunum í stærðfræði.
Sex manna lið Íslands á ólympíuleikunum í stærðfræði. Ljósmynd/IMO

„Ég hafði alltaf mjög gaman af stærðfræði í grunnskóla en það er helst að áhuginn hafi kviknað þegar ég byrjaði í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá fékk ég að kynnast raunverulegri stærðfræði ef svo mætti að orði komast,“ segir Elvar Wang Atlason sem hlaut bronsverðlaun á ólympíuleikunum í stærðfræði í vikunni.

Ólympíuleikarnir í ár voru þeir 59. í röðinni og voru þeir haldnir í Rúmeníu. Í keppninni taka þátt yfir 600 stærðfræðingar á framhaldsskólaaldri, en sjálfur er Elvar 19 ára og nýstúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. „Stærðfræðin snerist ekki lengur bara um útreikninga heldur um sannanir og hugmyndir.“

Stærðfræði við Háskóla Íslands í haust

„Ég kunni mjög vel við það og eftir það fékk ég verulega mikinn áhuga og komst inn í ólympíuliðið eftir fyrsta árið í menntaskóla, sem hafði síðan mjög mótandi áhrif á mig og ég hef verið mikið í stærðfræði alla tíð síðan,“ segir Elvar, en hann var að taka þátt í fjórða og síðasta sinn, enda verður hann orðinn tvítugur næst þegar keppnin verður haldin og byrjaður í háskóla. Hann mun hefja nám í stærðfræði við Háskóla Íslands í haust.

Besta heildarframmistaða Íslendinga á mótinu

Elvar fór til Rúmeníu ásamt fimm öðrum íslenskum drengjum, þeim Tómasi Inga Hrólfssyni, Andra Snæ Axelssyni, Breka Pálssyni, Hrólfi Eyjólfssyni og Ara Páli Agnarssyni. Liðið æfði stíft í aðdraganda keppninnar, en þeir höfðu aðstöðu í Háskóla Íslands og aðgang að fyrrverandi ólympíuförum og kennurum. Þá tóku þeir þátt í norrænum æfingabúðum í Danmörku viku fyrir aðalkeppnina.

Heildarframmistaða íslenska liðsins var sú besta síðan Ísland hóf þátttöku í keppninni, og var Ari Páll aðeins einu stigi frá því að hljóta bronsverðlaun líkt og Elvar. Þá eru einnig veitt verðlaun fyrir að leysa dæmi óaðfinnanlega, en þeir Ari Páll, Tómas Ingi og Hrólfur hlutu slík verðlaun.

Fyrir þá sem ekki þekkja til keppninnar þá samanstendur hún af tveimur keppnisdögum þar sem þátttakendur leysa þrjú miserfið dæmi hvorn daginn. „Dæmin eru í þyngdarröð. Fyrsta dæmið hvorn daginn er auðveldara, annað dæmið miðlungs og það þriðja óleysanlegt, svona innan gæsalappa,“ útskýrir Elvar léttur í bragði.

Elvar ásamt nokkrum hinna bronshafanna.
Elvar ásamt nokkrum hinna bronshafanna. Ljósmynd/IMO

Keppendur hafa fjórar og hálfa klukkustund til þess að leysa dæmin þrjú, en Elvar segir það ekki jafnmikið og það hljómar enda séu dæmin krefjandi. Keppendur leysa dæmin í stórum sal, fá nóg af blöðum til þess að reikna á og skriffæri en engar reiknivélar eru leyfðar. „Þetta eru ekki svoleiðis dæmi, þetta er mjög sannanamiðað. Við þurfum að færa skýr rök og sannanir fyrir hverju skrefi og útskýra lausnirnar skilmerkilega.“

Sonur Sýrlandsforseta tók þátt

Fullt hús stiga telur 42 stig, en aðeins tveir keppendur af um 600 náðu þeim árangri þetta árið. Keppendum er svo raðað eftir stigum og fær efsti helmingurinn verðlaun í hlutföllunum 1:2:3. Því fær efsti helmingurinn bronsverðlaun, efsti fjórðungurinn silfurverðlaun og efsti tólftungurinn gullverðlaun.

Lið Sýrlands. Hafez al-Assad, sonur Sýrlandsforseta, er fjórði frá vinstri.
Lið Sýrlands. Hafez al-Assad, sonur Sýrlandsforseta, er fjórði frá vinstri. Ljósmynd/IMO

Athygli vakti að Hafez al-Assad, sonur Bashar al-Assads Sýrlandsforseta, tók þátt með sýrlenska ólympíuliðinu. Elvar segir mikla öryggisgæslu hafa verið í kringum Assad meðan á keppninni stóð og af þeim sökum hafi samgangur þeirra ekki verið mikill. Íslensku strákarnir vinguðust þó við liðsfélaga Assads sem hafði ekkert slæmt um forsetasoninn að segja.

Íslendingur hlaut síðast bronsverðlaun árið 2014, en Íslendingar hafa alls hlotið 11 bronsverðlaun og ein silfurverðlaun frá upphafi þátttöku. Það þykir mjög góður árangur að fá bronsverðlaun og getur Elvar því farið sáttur frá sinni síðustu keppni. Hann er nú á leið til Danmerkur og Færeyja með fjölskyldu sinni og ætlar að nota sumarið í að lesa og undirbúa sig fyrir háskólann.

mbl.is

Innlent »

Ræddu málið í morgunmatnum

12:50 „Ég get tekið undir hvert orð sem hún segir,“ segir Guðlaug Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, um fyrirlestur Þóru B. Helgadóttur á ráðstefnunni „Gender and Sport“ í gær. Meira »

Sækja um að hjóla til Parísar

12:10 „Það eru þó nokkuð margir búnir að sækja um,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, fjölmiðlafulltrúi Team Rynkeby á Íslandi. Frestur til að sækja um þátttöku í góðgerðarhjólreiðum frá Kaupmannahöfn til Parísar rennur út í dag. Meira »

Sofandi í hengirúmum við flugstöðina

11:41 Það hafa örugglega einhverjir flugvallargestir á Keflavíkurflugvelli talið sig vera enn að dreyma er þeir gengu í morgunsárið fram á tvo ferðalanga, sem voru sofandi svefnpokum í hengirúmum á yfirbyggðu gönguleiðinni sem liggur milli flugstöðvarinnar og bílastæðisins. Meira »

Fiskidagurinn á topp 10 hjá Bubba

10:47 Bubbi Morthens var óvæntur gestur á lokatónleikum Fiskidagsins mikla á Dalvík. Í Magasíninu, síðdegisþætti K100, sagðist Bubbi hafa komist óséður alla leið á sviðið íklæddur veiðigalla. Meira »

Fékk flugvélarhurð á sig og slasaðist

10:17 Flugvirki á Keflavíkurflugvelli sem var að vinna við hurð aftast á flugvél slasaðist í vikunni er hurð var skyndilega opnuð og lenti á andliti hans með þeim afleiðingum að hann hlaut nokkra áverka og vankaðist. Meira »

Júlíus Vífill ákærður

10:01 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti af embætti héraðssaksóknara. Meira »

Styrkja flokkana um 13,3 milljónir

09:55 Skrifstofa borgarstjórnar hefur undirbúið útgreiðslu fjárframlags Reykjavíkurborgar til þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga í borgarstjórn. Samtals er um að ræða 13,3 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn fær hæstu greiðsluna, eða rúmar 4,3 milljónir króna. Meira »

Játaði stórfellda kannabisræktun

09:39 Karlmaður á þrítugsaldri játaði við skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að hafa staðið að umfangsmikilli kannabisræktun sem lögregla fann við húsleit í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Meira »

Afi gleði og snillingur vikunnar

09:19 Bræðurnir Gunnlaugur og Konráð Jónssynir fóru yfir vikuna í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar. Páll Bergþórsson, afi þeirra, kom þar nokkuð við sögu eftir að hafa farið í fallhlífarstökk 95 ára. Meira »

23% notuðu kannabis í rafrettur

08:47 Alls höfðu 23% þeirra sem tóku þátt í könnun SÁÁ á Vogi notað kannabisefni í rafrettur. Könnunin var gerð í lok júlí en mánuði fyrr var þetta hlutfall 13%. Meira »

Þrengt að umferð á Hellisheiði

08:16 Malbikaðar verða báðar akreinar til vesturs á Suðurlandsvegi, um 1 km á milli Litlu kaffistofunnar og vegamóta við Bolöldur, í dag. Ölfusárbrú við Selfoss er lokuð til hádegis. Meira »

Ölfusárbrú opnuð á hádegi

07:57 Brúin yfir Ölfusá verður opnuð fyrir umferð á hádegi í dag, þremur dögum á undan áætlun, að sögn Arons Bjarnasonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni. Meira »

Fleiri hyggja á ferðalög en í fyrra

07:37 Rúm 42% þátttakenda í könnun MMR um ferðavenjur Íslendinga í sumarfríinu kváðust ætla að ferðast bæði innan- og utanlands.   Meira »

Lilja Rannveig gefur kost á sér hjá SUF

07:03 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hefur tilkynnt um að hún gefi kost á sér til embættis formanns Sambands ungra framsóknarmanna á komandi sambandsþingi sem fram fer daganna 31. ágúst til 1. september. Meira »

Landið er á milli tveggja lægða

06:50 Landið er milli tveggja lægða, annarrar hægfara norðaustur af Langanesi, en hinnar suðvestur í hafi á fleygiferð til austurs og veldur því að fer að rigna syðra í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun. Meira »

Samkeppnin er að harðna

05:30 Útlit er fyrir að um 335 þúsundum færri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár en Isavia áætlaði í nóvember síðastliðnum. Það samsvarar rúmlega 900 farþegum á dag. Meira »

Enginn fyllir skarð lundans Tóta

05:30 Merlin Entertainment mun á næsta ári taka við rekstri Sæheima, fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja.   Meira »

Áhugi á heimilislækningum

05:30 Ásókn í sérnám í heimilislækningum hefur aukist í kjölfar aðgerða sem farið var í árið 2011. Nú eru 47 læknar í náminu sem fram fer í Reykjavík og á Akureyri. Meira »

Kortleggja Íslendingahópa á Facebook

05:30 Íslendingar sem búsettir eru utan landsins hafa stofnað með sér hundruð Facebook-hópa til þess að halda tengslum við samlanda sína og hjálpa þeim að setjast að á nýjum stað. Meira »
Verslunarhúsnæði, Bolholti 4
Til leigu 170 fm. verslunarhúsnæði í Bolholti 4. næsta hús fyrir aftan bensins...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Ukulele
...
antik eikar hornskápur
er með fallegan hornskáp með strengdu gleri á25,000 kr sími 869-2798...