Hlaut brons á ólympíuleikum í stærðfræði

Sex manna lið Íslands á ólympíuleikunum í stærðfræði.
Sex manna lið Íslands á ólympíuleikunum í stærðfræði. Ljósmynd/IMO

„Ég hafði alltaf mjög gaman af stærðfræði í grunnskóla en það er helst að áhuginn hafi kviknað þegar ég byrjaði í Menntaskólanum í Reykjavík. Þá fékk ég að kynnast raunverulegri stærðfræði ef svo mætti að orði komast,“ segir Elvar Wang Atlason sem hlaut bronsverðlaun á ólympíuleikunum í stærðfræði í vikunni.

Ólympíuleikarnir í ár voru þeir 59. í röðinni og voru þeir haldnir í Rúmeníu. Í keppninni taka þátt yfir 600 stærðfræðingar á framhaldsskólaaldri, en sjálfur er Elvar 19 ára og nýstúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. „Stærðfræðin snerist ekki lengur bara um útreikninga heldur um sannanir og hugmyndir.“

Stærðfræði við Háskóla Íslands í haust

„Ég kunni mjög vel við það og eftir það fékk ég verulega mikinn áhuga og komst inn í ólympíuliðið eftir fyrsta árið í menntaskóla, sem hafði síðan mjög mótandi áhrif á mig og ég hef verið mikið í stærðfræði alla tíð síðan,“ segir Elvar, en hann var að taka þátt í fjórða og síðasta sinn, enda verður hann orðinn tvítugur næst þegar keppnin verður haldin og byrjaður í háskóla. Hann mun hefja nám í stærðfræði við Háskóla Íslands í haust.

Besta heildarframmistaða Íslendinga á mótinu

Elvar fór til Rúmeníu ásamt fimm öðrum íslenskum drengjum, þeim Tómasi Inga Hrólfssyni, Andra Snæ Axelssyni, Breka Pálssyni, Hrólfi Eyjólfssyni og Ara Páli Agnarssyni. Liðið æfði stíft í aðdraganda keppninnar, en þeir höfðu aðstöðu í Háskóla Íslands og aðgang að fyrrverandi ólympíuförum og kennurum. Þá tóku þeir þátt í norrænum æfingabúðum í Danmörku viku fyrir aðalkeppnina.

Heildarframmistaða íslenska liðsins var sú besta síðan Ísland hóf þátttöku í keppninni, og var Ari Páll aðeins einu stigi frá því að hljóta bronsverðlaun líkt og Elvar. Þá eru einnig veitt verðlaun fyrir að leysa dæmi óaðfinnanlega, en þeir Ari Páll, Tómas Ingi og Hrólfur hlutu slík verðlaun.

Fyrir þá sem ekki þekkja til keppninnar þá samanstendur hún af tveimur keppnisdögum þar sem þátttakendur leysa þrjú miserfið dæmi hvorn daginn. „Dæmin eru í þyngdarröð. Fyrsta dæmið hvorn daginn er auðveldara, annað dæmið miðlungs og það þriðja óleysanlegt, svona innan gæsalappa,“ útskýrir Elvar léttur í bragði.

Elvar ásamt nokkrum hinna bronshafanna.
Elvar ásamt nokkrum hinna bronshafanna. Ljósmynd/IMO

Keppendur hafa fjórar og hálfa klukkustund til þess að leysa dæmin þrjú, en Elvar segir það ekki jafnmikið og það hljómar enda séu dæmin krefjandi. Keppendur leysa dæmin í stórum sal, fá nóg af blöðum til þess að reikna á og skriffæri en engar reiknivélar eru leyfðar. „Þetta eru ekki svoleiðis dæmi, þetta er mjög sannanamiðað. Við þurfum að færa skýr rök og sannanir fyrir hverju skrefi og útskýra lausnirnar skilmerkilega.“

Sonur Sýrlandsforseta tók þátt

Fullt hús stiga telur 42 stig, en aðeins tveir keppendur af um 600 náðu þeim árangri þetta árið. Keppendum er svo raðað eftir stigum og fær efsti helmingurinn verðlaun í hlutföllunum 1:2:3. Því fær efsti helmingurinn bronsverðlaun, efsti fjórðungurinn silfurverðlaun og efsti tólftungurinn gullverðlaun.

Lið Sýrlands. Hafez al-Assad, sonur Sýrlandsforseta, er fjórði frá vinstri.
Lið Sýrlands. Hafez al-Assad, sonur Sýrlandsforseta, er fjórði frá vinstri. Ljósmynd/IMO

Athygli vakti að Hafez al-Assad, sonur Bashar al-Assads Sýrlandsforseta, tók þátt með sýrlenska ólympíuliðinu. Elvar segir mikla öryggisgæslu hafa verið í kringum Assad meðan á keppninni stóð og af þeim sökum hafi samgangur þeirra ekki verið mikill. Íslensku strákarnir vinguðust þó við liðsfélaga Assads sem hafði ekkert slæmt um forsetasoninn að segja.

Íslendingur hlaut síðast bronsverðlaun árið 2014, en Íslendingar hafa alls hlotið 11 bronsverðlaun og ein silfurverðlaun frá upphafi þátttöku. Það þykir mjög góður árangur að fá bronsverðlaun og getur Elvar því farið sáttur frá sinni síðustu keppni. Hann er nú á leið til Danmerkur og Færeyja með fjölskyldu sinni og ætlar að nota sumarið í að lesa og undirbúa sig fyrir háskólann.

mbl.is

Innlent »

Andlát: Þorsteinn Hjaltested bóndi á Vatnsenda

05:30 Þorsteinn Hjaltested, bóndi og fjárfestir á Vatnsenda við Elliðavatn, lést á heimili sínu aðfaranótt 12. desember síðastliðinn. Hann varð 58 gamall. Meira »

WOW air áfram íslenskt

05:30 WOW air mun áfram starfa á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis, að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur upplýsingafulltrúa félagsins. Á meðan svo er er ljóst að bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners getur aldrei orðið meirihlutaeigandi að félaginu. Meira »

SGS undirbýr aðgerðir

05:30 Kjaramálin voru helsta umræðuefni reglulegs formannafundar Starfsgreinasambandsins (SGS) í gær, að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns. Meira »

Líkaði við færslu Ágústs Ólafs

05:30 Guðrún Ögmundsdóttir, formaður trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, líkaði við Facebook-færslu Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, þar sem hann greindi frá því að hann hefði ákveðið að taka sér launalaust leyfi eftir að hafa verið áminntur af trúnaðarnefndinni, með því að setja við hana hjarta. Meira »

Mynd af Árna amtmanni

05:30 Fulltrúar Minja og sögu sem er vinafélag Þjóðminjasafns Íslands munu í dag afhenda safninu að gjöf blýantsmynd af Árni Thorsteinssyni (1828-1907) landfógeta. Meira »

Verslunarrýmið mun stóraukast

05:30 Tugir nýrra þjónustu- og veitingarýma munu koma á markað í Reykjavík á næstu árum. Hátt hlutfall þeirra verður á þéttingarreitum sem eru misjafnlega langt komnir í byggingu á Hverfisgötu, á Hafnartorgi, við Austurhöfn, við Höfðatorg og á Hlíðarendasvæðinu. Meira »

Jólaverslun fyrr á ferðinni

05:30 „Almennt er mjög gott hljóð í fólki enda gengur vel í verslun þegar kaupmáttur er sterkur. Ég get hins vegar ekki svarað því hvernig ástandið er í hverri verslun fyrir sig,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Meira »

Báturinn fundinn og skipstjórinn handtekinn

00:11 Báturinn sem leitað var að á norðanverðum Vestfjörðum fyrr í kvöld er fundinn og kominn til hafnar. Ekkert amaði að þeim sem voru um borð, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni, sem aðstoðaði við leitina. Meira »

Tvær tilkynningar um eld nánast samtímis

Í gær, 23:48 Um hálftólfleytið bárust slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tvær tilkynningar um eld, annars vegar á Álfhólsvegi í Kópavogi og hins vegar í Veghúsum í Grafarvogi. Meira »

Leitað að báti á Vestfjörðum

Í gær, 22:44 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar a norðanverðum Vestfjörðum hafa verið kallaðar út til leitar að báti.  Meira »

Einn sannleikur gildir ekki fyrir alla

Í gær, 21:41 Nú gerir fólk meiri kröfur en áður um að náið samband veiti ákveðna hamingju og dýpt á tilfinningasviðinu. Því getur verið gott að fræðast sem mest um málið. Í nýútkominni bók, Það sem karlar vilja vita, geta karlar og konur fræðst um leyndarmál um samskipti kynjanna, sem bandarísku höfundarnir hafa kynnst á áratuga langri reynslu sinni sem sálfræðingar. Meira »

„Er bara svona snúningur á öllu“

Í gær, 21:06 Ökumaðurinn trylltur á vettvangi og réðist á þann sem hann ók á og sakaði hann um að vera að þvælast fyrir. Þetta er eitt þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í tísti um í kvöld. „Þetta er alveg eitthvað sem við höfum séð áður en þetta er ekki daglegt brauð,“ segir lögreglufulltrúi. Meira »

Brjálaðist við vegabréfaskoðun

Í gær, 20:26 Ölvaður karlmaður var handtekinn á Keflavíkurflugvelli fyrr í kvöld en hann hafði brjálast við vegabréfaskoðun. Hann veitti mótspyrnu þegar lögregla hafði afskipti af honum og var því handtekinn og færður á varðstofu. Meira »

Náði að kæla bílinn með snjó

Í gær, 20:10 Tilkynnt var um eld í bifreið fyrir utan verslun á Akureyri fyrir skömmu og fóru bæði lögregla og slökkvilið á staðinn. Búið var að slökkva eldinn þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang en ökumaður bílsins hafði orðið var við reyk í bílnum og náði að kæla niður með snjó áður en verr fór. Meira »

Syngjandi heimilislæknir

Í gær, 19:37 Jólatónleikar Kammerkórs Reykjavíkur, „Kátt er um jólin“, verða í Laugarneskirkju á sunnudag og verður Anna Kristín Þórhallsdóttir, sópran og sérfræðingur í heimilislækningum, gestasöngvari. Meira »

Vilja fá að veiða hvali við Noreg

Í gær, 18:56 Samtök útgerðarmanna í Norður-Noregi hafa farið þess á leit við stjórnvöld að leyfðar verði takmarkaðar vísindaveiðar á stórhvelum. Meira »

„Átti mínar erfiðu stundir“

Í gær, 18:37 Guðrún Ögmundsdóttir segir að það hafi reynt mikið á sig að starfa sem tengiliður vistheimila síðastliðin átta ár en lokaskýrsla um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn var birt í dag. Meira »

Káfaði á kynfærum ungrar dóttur sinnar

Í gær, 18:34 Landsréttur mildaði í dag dóm yfir karlmanni sem héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt í 12 mánaða fangelsi fyrir að káfa á kynfærum barnungrar dóttur sinnar. Stytti Landsréttur dóminn úr 12 mánuðum í níu, en en fullnustu sex mánaða refsingar er frestað haldi maðurinn skilorð í þrjú ár. Meira »

Eyða 38 þúsund á sólarhring í borginni

Í gær, 18:34 Hver erlendur ferðamaður í Reykjavík eyðir nærri fimm sinnum hærri upphæð á hverjum sólarhring en ferðamaður á Hvammstanga. Þetta er meðal niðurstaðna sem kynntar voru í dag úr ferðavenjukönnun sem gerð var á átta stöðum á landinu síðastliðið sumar. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...