Vændismálið enn til rannsóknar

Rannsókn á vændismálinu er enn í gangi og hefur parið …
Rannsókn á vændismálinu er enn í gangi og hefur parið réttarstöðu sakborninga. mbl.is/Golli

Rannsókn á vændismáli þar sem par er grunað um mansal og að hafa haft viðurværi af vændi þriggja kvenna er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Maðurinn sem er Íslendingur og konan sem er frá Perú voru handtekin 21. nóvember en látin laus að loknu tveggja vikna gæsluvarðhaldi.

Fréttablaðið greinir frá því í dag að parið njóti enn réttarstöðu sakborninga en Margeir Sveinsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Fréttablaðið að ekki liggi fyrir hvort eða hvenær gefin verði út ákæra í málinu, það sé enn til rannsóknar. Mbl.is náði ekki í Margeir við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert