„Talsverð rigning“ annað kvöld

Það mun rigna í borginni annað kvöld.
Það mun rigna í borginni annað kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðurblíðan sem ríkt hefur á höfuðborgarsvæðinu í gær og dag er á enda, í bili að minnsta kosti. Veðurspár gera ráð fyrir hellirigningu á suðvesturhluta landsins síðdegis á morgun og annað kvöld.

Fyrri hluta dags á morgun verður meinlaust veður á Suður- og Vesturlandi; úrkomulaust og hitinn rétt rúmar tíu gráður.

Síðdegis fer að rigna og spár gera ráð fyrir „talsverðri rigningu“ suðvestan til annað kvöld.

Þurrt og bjart verður á Norður- og Austurlandi en hitinn fer í 18 gráður á norðausturhluta landsins á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert