Bilun í ljósleiðara við Laugarvatn

Ljósleiðari milli Laugarvatns og Seyðishóla er bilaður.
Ljósleiðari milli Laugarvatns og Seyðishóla er bilaður.

Bilun er komin upp í ljósleiðara Mílu milli Seyðishóla og Laugarvatns. Bilanagreining stendur yfir en líklegt er talið að um slit á streng sé að ræða. Sigurrós Jónsdóttir hjá Mílu segir í samtali við mbl.is að bilunin hafi helst áhrif fyrir austan Laugarvatn, í Skálholti og Úthlíð, en ólíklega á Þingvöllum, þar sem hátíðarfundur Alþingis mun fara fram síðar í dag.

Samkvæmt Sigurrós er nú unnið að því að finna bilunina, en til þess þarf að fylgja strengnum. Viðgerð hefst um leið og bilanagreining liggur fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert