Núpur enn óseldur

Húsin á Núpi í Dýrafirði eru reisuleg en viðbúið er …
Húsin á Núpi í Dýrafirði eru reisuleg en viðbúið er að ráðast þurfi í mikið viðhald á þeim. Ljósmynd/Guðmundur Helgason

Ríkiskaup auglýstu í júlí í fyrra til sölu þrjár húseignir á Núpi í Dýrafirði. Um er að ræða skólabyggingu og tvær heimavistir, alls 4.588 fermetra.

Gísli Þór Gíslason, verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum, segir að alltaf öðru hvoru berist fyrirspurnir um Núp, en enn hafi eignirnar ekki selst. „Þetta er ekkert óvenjulega langur tími sem eignirnar á Núpi hafa verið í sölu. Svona stór hús eins og á Núpi, sem áður hýstu skóla og heimavistir, kalla á öðruvísi starfsemi og menn þurfa auðvitað að leggja niður fyrir sér rekstraráætlun um það hvernig dæmið líti út og hvort það gangi upp. Svo er kannski hluti af skýringunni að það er ekki mikil umferð í grennd við Núp,“ sagði Gísli Þór í samtali við Morgunblaðið í gær.

Séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson er félagi í Hollvinasamtökum Núps. Hann segir að hann ásamt fjórum öðrum félögum úr Hollvinasamtökunum hafi gert mjög lágt tilboð, eiginlega bara til málamynda, í Gamla skóla, sem er elsta húsnæði fyrrverandi Héraðsskólans á Núpi. Húsnæðið var upprunalega byggt árið 1931.

„Við höfum áhuga á því að koma að borðinu, því okkur er ekki sama um staðinn. Við vorum hrædd um að það kæmu einhverjir kaupahéðnar og reyndu að kaupa. Við vildum og viljum enn koma í veg fyrir slíkt, en við heyrðum ekkert frá Ríkiskaupum, væntanlega vegna þess að þeim hefur þótt tilboð okkar allt of lágt,“ sagði Kristinn Ágúst í samtali við Morgunblaðið í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert