Langar raðir vegna umferðarslyss

Jeppi og flutningabíll lentu í árekstri. Langar raðir bíla hafa …
Jeppi og flutningabíll lentu í árekstri. Langar raðir bíla hafa myndast á Suðurlandsvegi. mbl.is/Árni Sæberg

Til að koma á betra flæði umferðar vegna lokana á Suðurlandsvegi í kjölfar umferðarslyss hefur lögreglan ákveðið að færa ytri lokanir til austurs að Bláfjallavegi svo umferð geti farið þá leið í átt að höfuðborginni og svo að hringtorginu við Norðlingavað svo umferð geti þá farið til baka og valið þá aðra leið austur fyrir fjall.  

Frá slysstað.
Frá slysstað. mbl.is/Árni Sæberg

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er að hreinsa upp olíu af veginum en vörubíll og jepplingur rákust á skammt aust­an við vega­mót Suður­lands­veg­ar og Hafra­vatns­veg­ar. 

Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að mikill viðbúnaður hafi verið vegna slyssins, bæði hjá lögreglu og slökkviliði. Tveir voru fluttir á sjúkrahús, bílstjórar beggja bifreiðanna, og eru meiðsli ökumanns jepplingsins alvarlegri en vörubílstjórans. Svo virðist sem bifreiðarnar hafi komið úr gagnstæðri átt en enn er unnið að rannsókn á tildrögum slyssins. 

Miklar tafir eru á umferð vegna slyss á Suðurlandsvegi.
Miklar tafir eru á umferð vegna slyss á Suðurlandsvegi. mbl.is/Árni Sæberg

Bú­ast má við töf­um á um­ferð þarna meðan á rann­sókn og ann­arri vinnu stend­ur en slysið varð skömmu fyrir hádegi.

Langar raðir hafa myndast vegna slyssins.
Langar raðir hafa myndast vegna slyssins. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert