30 börn komast ekki í aðlögun

Seltjarnarnes Bæjaryfirvöld leita að starfsfólki á leikskóla bæjarins til að …
Seltjarnarnes Bæjaryfirvöld leita að starfsfólki á leikskóla bæjarins til að bregðast við mikilli barnafjölgun. Enn er leitað að starfsfólki í átta stöður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Foreldrar 30 nýrra leikskólabarna á Seltjarnarnesi hafa fengið bréf um að ekki sé unnt að dagsetja upphaf aðlögunar barnanna á Leikskóla Seltjarnarness. Ljóst er að þau munu ekki hefja aðlögun fyrr en í fyrsta lagi um næstu mánaðamót vegna manneklu.

Fimmtíu börn hefja aðlögun á leikskólanum á tilsettum tíma, hinn 7. ágúst. Alls bárust 80 umsóknir um leikskólapláss áður en umsóknarfrestur rann út 31. mars sl., þar af 20 í mars. 10 börn til viðbótar, sem fluttust á Seltjarnarnes í sumar, eru á biðlista eftir plássi á leikskólanum.

Samkvæmt upplýsingum frá Seltjarnarnesbæ hefur börnum á leikskólaaldri í bænum fjölgað úr 252 í febrúar á síðast ári í 283 í febrúar á þessu ári, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert