Laugardagurinn á þjóðhátíð í myndum

Gærdagurinn gekk vel á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum enda veður með eindæmum gott. Óskar Pétur Friðriksson var á ferðinni um Eyjuna í gær og í morgun og myndaði stemninguna. Hann segist sjaldan hafa séð eins marga í brekkunni í Herjólfsdal eins og í gærkvöldi, en brekkan hafi teygt sig langt til austurs og alveg upp að varnargörðunum í brekkunni.

Í morgun voru Eyjamenn mættir til að hreinsa til í dalnum enda er stærsta kvöldið eftir, sunnudagurinn með brekkusöngnum og blysunum. Enginn er undanskilinn tiltektinni en meðal annars sást til bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Vestmannaeyja, Jóns Óskars Þórhallssonar, útibússtjóra Landsbankans í Vestmannaeyjum, og annarra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert