Rauðviður úr Jamestown heldur kirkjugestum uppi

Páll Gíslason yfirsmiður opnaði gólfið til að huga að undirstöðum. …
Páll Gíslason yfirsmiður opnaði gólfið til að huga að undirstöðum. Góðir viðir úr Jamestown halda gólfinu uppi. mbl.is/Reynir Sveinsson

Við viðgerðir á gólfi Hvalsneskirkju hefur komið í ljós að burðarbitar í undirstöðum kirkjunnar eru úr rauðviði, væntanlega úr timburflutningaskipinu Jamestown sem strandaði við Hvalsnes árið 1881. Undirlag burðarbitanna hefur sigið sums staðar þannig að gólfið hallar.

Reynir Sveinsson, formaður sóknarnefndar Hvalsneskirkju, sem er sóknarkirkja Sandgerðinga, segir að byrjað hafi verið á því að skipta um glugga kirkjunnar. Smiðirnir fóru síðan að huga að gólfinu. Missig er í því. Til dæmis hallar prédikunarstóllinn. Reynir segir að það stafi af því að grjót og jarðvegur undir burðarbitum hafi sigið. Þegar smiðirnir koma aftur úr fríi verða undirstöðurnar lagaðar þannig að hægt verði að koma gólfinu í rétta hæð.

Draugaskip fullt af timbri

Burðarbitarnir eru úr harðviði og er talið að hann sé úr bandaríska timburflutningaskipinu Jamestown sem strandaði við Hvalsnes um Hvítasunnu árið 1881. Þetta var stórt seglskip og átti að flytja timbur frá Boston til Liverpool, alls um 100 þúsund planka. Eitthvað varð til þess að skipverjarnir þurftu að yfirgefa skipið og var bjargað í annað skip en Jamestown rak mannlaust á hafinu í fjóra mánuði uns það strandaði við Hvalsnes, að því er fram kemur í umfjöllun um kirkjuviðgerðina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert