Góðar minningar frá Manitoba

Konur í sviðsljósinu, f.v.: Wanda Anderson fjallkona, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra …
Konur í sviðsljósinu, f.v.: Wanda Anderson fjallkona, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Heather Alda Ireland. mbl.is/Steinþór

Heather Alda Ireland, fyrrverandi kjörræðismaður Íslands í Vancouver í Kanada, flutti minni Íslands í hátíðardagskrá Íslendingadagsins í Gimli um helgina.

„Þetta er mikill heiður,“ segir Heather, sem ólst upp í Winnipeg. „Ég hef oft verið á þessari hátíð, bæði sem barn og fullorðin, síðast fyrir tveimur árum, og veit að fyrirrennarar mínir hafa verið hátt settir Íslendingar eða Kanadamenn af íslenskum uppruna, einstaklingar sem hafa verið áberandi í samfélaginu. Á vegg heima er ég með mynd af afa mínum, Guttormi J. Guttormssyni, sem sýnir hann flytja ræðu á Íslendingadegi á sjöunda áratug liðinnar aldar. Ásgeir Ásgeirsson, þáverandi forseti, situr við hliðina á honum. Ég er viss um að afi var ánægður og brosti til mín, þegar ég flutti minni Íslands.“

Þegar hún nefnir afa sinn rifjar hún upp að hann hafi fengið Morgunblaðið sent til Riverton á sínum tíma. „Þá sagði afi að Morgunblaðið væri útbreiddasta blað í heimi.“

Sjá viðtal við Heather Öldu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert