Deila dansgleðinni með öllum

Félagið Dans og kúltúr efndi til danspartís á Gauknum í ...
Félagið Dans og kúltúr efndi til danspartís á Gauknum í gærkvöldi. Þar gátu dansunnendur lært allt að fimm nýja dansa. Skipuleggjendur vilja leyfa öðrum að upplifa gleðina sem dansinn hefur gefið þeim. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við fengum hugmyndina þegar við kynntumst dansmenningunni hérna á Íslandi og áttuðum okkur á því hvað það er í raun mikil dansstemning á landinu,“ segja þau Anna Claessen og Friðrik Agni Árnason, stofnendur Dans og kúltúrs sem stendur reglulega fyrir danskennslu, -ferðum og -kvöldum.

Í gær héldu þau danskvöld á Gauknum þar sem leiðbeinendur úr hinum ýmsu dansskólum komu og kenndu dans. West coast swing, kizomba, zumba, jallabina, afro og fleiri dansar voru á dagskránni en Anna segir danspartíin vera fullkominn vettvang fyrir þá sem vilja uppgötva sinn uppáhaldsdans.

„Þetta er frábært bæði fyrir dansfélögin og fyrir dansunnendur sem langar að æfa dans en vita ekki alveg hvar þeir eiga að byrja. Þeir geta komið á danskvöld og fundið strax sinn dans,“ segir Anna. Dans og kúltúr hélt fyrsta danspartíið í júní á Gauknum, sem heppnaðist svo vel að ákveðið var að endurtaka leikinn. „Staðurinn fylltist og þetta heppnaðist vel. Nú ákváðum við að hafa eitt kvöld þar sem fólk getur lært allt að fimm dönsum,“ segir Anna. Anna og Friðrik voru áður með danssýningar á Gauknum en ákváðu að fara skrefinu lengra og leyfa almenningi að taka þátt í dansinum.

Fóru í dansferð til Spánar

Kennarar í allskyns dönsum héldu uppi stemningu og kynntu dans en Anna og Friðrik stukku sjálf á svið og kenndu dansspor í zumba, jallabina og samkvæmisdansi. Þau eru bæði vel kunn dansheiminum og hafa stundað dans frá fjögurra ára aldri. Nú kenna þau zumba og jallabina í Worldclass en Anna líka í Kramhúsinu auk þess að hún er framkvæmdastjóri Dansíþróttasambands Íslands. Friðrik er verkefnastjóri Listahátíðar í Reykjavík. „Það er svo æðislegt að geta starfað við það sem maður hefur áhuga á og að vinna með öðrum. Okkur langar líka að kynna fólki dansinn og leyfa því að upplifa gleðina sem dansinn hefur gefið okkur,“ segir Anna.

Dans og kúltúr starfar á víðu sviði og heldur ekki einungis danskvöld heldur býður einnig upp á danskennslu, skemmtiatriði á viðburðum og dansferðir. Í apríl efndi félagið t.a.m. til ferðar til Spánar, þar sem danskennsla var í fyrirrúmi.

Innlent »

Selja pilsner á landsleikjum

07:37 „Við erum að prófa nýja hluti og bæta þjónustuna,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. Athygli hefur vakið að á síðustu leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur verið seldur pilsner, 2,25% léttbjór. Meira »

Rok og rigning

06:57 Reikna má með snörpum vindhviðum við fjöll fram eftir degi, einkum undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum, samkvæmt athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands í morgun. Meira »

Tillögu Sjálfstæðisflokks vísað frá

06:02 Meirihluti borgarstjórnar samþykkti að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um að fá utanaðkomandi aðila til að gera úttekt á framkvæmd við braggann frá á fundi sínum sem stóð fram yfir miðnætti. Meira »

1.500 tonn af hvalaafurðum flutt til Japans

05:30 Hvalur hf. sendi tæplega 1.500 tonn af hvalaafurðum með frystiskipi frá Hafnarfirði til Japans á laugardaginn var, 13. október. Meira »

Sjóðfélögum Lífsverks tryggður forgangur

05:30 Samkomulag hefur náðst á milli lífeyrissjóðsins Lífsverks og félagsins Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., sem er í eigu Grundar, um fjármögnun á allri nýframkvæmd félagsins á Suðurlandsbraut 68-70. Meira »

Íbúðaverðið gæti lækkað

05:30 Sölvi Blöndal, efnahagsráðgjafi hjá Gamma, segir útlit fyrir „einhvers konar leiðréttingu“ á verði dýrari íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Ólíklegt sé að nafnverðið hækki meira. Meira »

Fengu gögnin hjá Ríkisskattstjóra

05:30 Ríkisskattstjóri afhenti forráðamönnum vefsins Tekjur.is eintak af skattskrá allra landsmanna í sumar.   Meira »

Framleiðir íslenskt silki

05:30 Fatahönnuður í Grundarfirði framleiðir eigið silki. Hún er með tilraunaeldi á silkiormum í bílskúr og hefur þegar ræktað fimm lotur af silkiormum en eitt til tvö þúsund ormar eru í hverri lotu. Meira »

Yfir 30 kílóa styrjur í eldi

05:30 Styrjur hafa dafnað vel í eldi í stöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi síðustu ár. Þar eru nú um 200 styrjur og þær stærstu eru orðnar yfir 30 kíló að þyngd. Meira »

Hlemmur Mathöll hluti af stærri rannsókn

05:30 Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um óháða rannsókn á framúrkeyrslu við endurbætur á Hlemmi Mathöll fékk ekki náð fyrir augum meirihlutans á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi, ekki frekar en aðrar rannsóknartillögur. Meira »

Andlát: Eiríkur Briem

05:30 Eiríkur Briem, fyrrverandi framkvæmdastjóri, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 12. október síðastliðinn. Eiríkur fæddist í Reykjavík 30. janúar 1948, sonur hjónanna Eiríks Briem rafmagnsverkfræðings og Maju-Gretu Briem. Meira »

Úttektin tók 210 klukkustundir

Í gær, 23:37 Það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar 210 klukkustundir að gera úttekt á verkefni Félagsbústaða við Írabakka, eða tæplega einn og hálfan mánuð. Þetta sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Hyggst láta af störfum formanns

Í gær, 22:22 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hyggst láta af störfum að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Þetta upplýsir hann í ljósi þess að honum og félögum hans í verkalýðsfélaginu hafi verið lýst sem „samansúrruðum valdagráðugum smákóngum“, sem geri allt til að halda völdum, og að ólíklegt hafi verið talið að hann myndi láta af formennsku „þegjandi og hljóðalaust“. Meira »

Allt of hægt gengið að friðlýsa

Í gær, 22:17 Umhverfis- og auðlindaráðherra er ánægður með umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um friðlýsingar í kvöld og segir að allt of hægt hafi gengið að friðlýsa á undanförnum árum. Þrjú svæði hafi verið send út til kynningar vegna friðlýsingar og fleiri munu fara út á næstu dögum. Meira »

Að lifa og byggja í sátt við náttúru

Í gær, 21:49 Að skera torf í þrjár vikur segir hún hafa verið eins og hugleiðslu fyrir sig. Hún hefur í tvígang komið til Íslands í pílagrímsferð til að læra íslenska torfhúsagerð. Maria Jesus May vill að við lítum til baka og lærum af fortíðinni. Meira »

Hækkunartaktur ekki lægri í 7 ár

Í gær, 21:39 Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% á milli mánaða og hægir því enn á 12 mánaða hækkunartakti vísitölunnar, sem er nú 3,9% og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2011. Meira »

Tillaga um lækkun fasteignaskatta felld

Í gær, 21:09 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% var felld á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Tækninotendur aldrei alveg öruggir

Í gær, 21:09 „Það er ástæða fyrir því að fólki er ráðlagt að vera með mismunandi lykilorð og mismunandi aðganga. Það er ekkert öruggt þegar kemur að þessari tækni þó eitthvað sé betur tryggt en annað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Meira »

Löng bið í París vegna vélarbilunar

Í gær, 19:59 Farþegar WOW air hafa þurft að bíða í um þrjár og hálfa klukkustund á Charles de Gaulle-flugvellinum í París eftir að vélarbilun kom upp í vél flugfélagsins. Meira »