„Erfitt að ganga burt af fæðingardeildinni án hennar“

Gerður og Matthías.
Gerður og Matthías. Ljósmynd/Aðsend

„Við misstum litlu Líf okkar aðeins 5 daga gamla í lok janúar 2018. Þetta kom öllum mjög á óvart þar sem meðganga og fæðing gekk vel. Þessi vettvangur er langstærsta og mikilvægasta fjáröflunin sem snýr að starfi Gleym-mér-ei,“ segja Gerður Rún Ólafsdóttir og Matthías Örn Friðriksson. Gerður og Matthías taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst í minningu dóttur sinnar.

Ljósmynd/Aðsend

Gerður og Matthías, sem tilheyra einnig hlaupahópnum Líf Matthíasdóttir, hlaupa fyrir styrktarfélagið Gleym-mér-ei, sem styður við foreldra sem missa börn sín á meðgöngu, í eða eftir fæðingu.

Gerður Rún hefur hlaupið nokkrum sinnum áður og hefur þá valið félag til að heita á eftir því hvað hefur staðið fjölskyldunni nærri hverju sinni. Má þar nefna Einhverfusamtökin, Neistann, Barnaspítala Hringsins, Krabbameinsfélagið og líknardeildina í Kópavogi. „Það átti því vel við að hlaupa fyrir félag sem studdi persónulega við bakið á okkur á erfiðum tíma,“ segja þau.

Hjálpaði þeim að fá þann tíma sem þau þurftu

Gerður og Matthías segja að Gleym-mér-ei hafi hjálpað þeim mikið og það hafi því ekki vafist fyrir þeim að ákveða til hvaða félags áheitin myndu renna til.

Gerður, Matthías og Líf.
Gerður, Matthías og Líf. Ljósmynd/Aðsend

„Félagið færði okkur minningarkassa sem gerði svo mikið fyrir okkur á erfiðum sorgartíma vegna fráfalls dóttur okkar. Gleym-mér-ei safnaði einnig og gaf Landspítalanum kælivöggu sem gerði okkur kleift að hafa Líf hjá okkur þann tíma sem við þurftum eftir andlát hennar en það er mikilvægur partur að okkur finnst í sorgarferli foreldra sem missa börn.

„Í lok júní á þessu ári færði Gleym-mér-ei Útfarastofu kirkjugarðanna kælivöggu sem gerir foreldrum sem missa barn í og eftir fæðingu auðveldara að halda kveðjustund heima hjá sér. Við vildum að það hefði verið komið í lok janúar og við hefðum getað tekið Líf með heim til að kveðja hana. Það var ólýsanlega erfitt að ganga burt af fæðingardeildinni án hennar. Eins getur það reynst foreldrum og aðstandendum dýrmætt síðar meir að eiga minningar um barnið.“

Ungbarnamissir ekki lengur bannorð

Að sögn Gerðar og Matthíasar hafa viðtökurnar verið mjög góðar og hafa margir sagt þeim frá sambærilegri reynslu af ungbarnamissi.

„Við erum mjög þakklát að fólk vilji tala um þetta. Við erum ánægð að þetta sé viðurkenndari sorg en á árum áður þegar fjölskyldur vissu jafnvel ekki hvar og með hverjum börnin þeirra voru jörðuð.

Ljósmynd/Aðsend

„Foreldrar fengu stundum ekki að sjá börnin, eiga jafnvel engar minningar um þau og svo var ekki talað um þau meir. Pör voru hvött til að eignast strax annað barn en því miður kemur aldrei neitt í staðinn fyrir barnið sem þú missir. Það á við um alla sem við missum í kringum okkur. Þetta er sorg sem fólk lærir að lifa með frekar en að komast nokkurn tímann yfir.“

Þá segjast þau vera þakklát fyrir tíðarandann í dag þar sem ungbarnamissir er ekki lengur bannorð sem fólk forðast að tala um.

„Fólk syrgir á ótrúlega mismunandi hátt og það er mikilvægt að leyfa fólki að gera það. Það er ekkert rétt og rangt í þessu.“

Hlaupahópurinn Líf Matthíasdóttir hefur nú safnað um 650.000 krónum sem er talsvert yfir upphaflegu markmiði hópsins sem var hálf milljón króna. Þar af hafa tæplega 240.000 krónum verið heitið á Gerði Rún.

„Við hvetjum allar langömmur, ömmur, mömmur og að sjálfsögðu fjölskyldur þeirra sem aldrei fengu að syrgja börnin sem þau misstu til að heita á okkur eða aðra sem hlaupa fyrir samtökin og styðja þannig Gleym-mér-ei sem beita sér til að hjálpa foreldrum sem lenda í þessari erfiðu lífsreynslu.“

mbl.is

Innlent »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

Í gær, 22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

Í gær, 21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »

Vegagerðin kýs leið Þ-H

Í gær, 21:37 Leið Þ-H á Vestfjarðaleið er sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði, að mati Vegagerðarinnar. Leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni, styttingu leiða og er hagkvæmari. Valkostagreining Viaplans frá 12. desember breytir ekki þeirri niðurstöðu. Meira »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

Í gær, 21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

Í gær, 20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

Í gær, 20:32 Ferðaþjónusta í Reykjavík er í töluverðum viðskiptum yfir jól og áramót en staðan er ekki eins góð úti á landi. Í höfuðstaðnum eru hótel mörg fullbókuð. Meira »

Nikkan leynivopn í skötuklúbbnum

Í gær, 19:41 Þorláksmessuskatan er handan við hornið en Íslenski skötuklúbburinn, The Icelandic Skate Club upp á útlensku, ekki síst fyrir færeyska félagsmanninn Ásvald Simonsen, tekur ávallt forskot á sæluna og heldur árlega skötuveislu í hádeginu á laugardegi um miðjan desember. Meira »

Án rafmagns í tæpan sólarhring

Í gær, 19:28 Nokkur íbúðarhús á Leiruvegi á Kjalarnesi voru rafmagnslaus vegna háspennubilunar í tæplega sólarhring áður en rafmagn kom aftur á nú rétt fyrir kl. 19. Íbúi á svæðinu hefur fjárfest í rafstöð vegna tíðra bilana. Meira »

Fjórtán verkefni tengd hjúkrunarrýmum

Í gær, 19:03 Alls eru fjórtán verkefni í farvatninu á vegum ríkisins tengd hjúkrunarrýmum og eru þau mislangt á veg komin. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 50 aldraðir liggja á bráðadeildum. Meira »

Báðir ökumenn fluttir á Landspítala

Í gær, 18:50 Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Gaulverjabæjarvegi laust fyrir klukkan 17 í dag var fluttur á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lenti þar klukkan rúmlega 18 í kvöld. Meira »

50 hafi keypt vændi af fatlaðri konu

Í gær, 18:41 Grunsemdir eru uppi um að í kringum fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Meira »

Sóttu svartfugl í jólamatinn

Í gær, 18:33 „Svartfuglinn er styggur og að skjóta hann er talsverð kúnst,“ segir Sævar Guðjónsson á Mjóeyri við Eskifjörð.   Meira »

Ómerktir ofnæmisvaldar í sósu

Í gær, 18:15 Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir eggjarauðum, sinnepi, hveiti og/eða selleríi við neyslu á „Ópal heitreyktum laxabita m/muldum pipar“ frá Ópal Sjávarfangi. Meira »

Nærri helmingur notar síma undir stýri

Í gær, 17:34 Hátt í helmingur landsmanna, 49%, segist hafa notað farsíma undir stýri fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði á síðustu tólf mánuðum, en 34% segjast hafa talað í síma við akstur án handfrjáls búnaðar. Meira »

„Hafa enga skyldu til að mæta“

Í gær, 17:20 Miðflokkurinn segir að þeir þingmenn sem hafa verið boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast.“ Meira »

Harður árekstur á Gaulverjabæjarvegi

Í gær, 17:03 Tveggja bíla árekstur varð á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Hraunsá nú rétt fyrir kl 17. Slökkvilið, ásamt lögreglu og sjúkraflutningafólki, er á staðnum og unnið er að því að ná fólki út úr bílunum með klippum. Meira »

„Mig langar til að gera grín að þessu“

Í gær, 16:58 Kári Stefánsson lét ýmis stór orð falla á formlegri opnun jáeindaskanna á Landspítalanum í dag. Í viðtali við mbl.is ræddi hann svo meint afskiptaleysi „hrokafulls heilbrigðismálaráðherra.“ Meira »

Skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

Í gær, 16:22 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skoraði á þingheim í dag að gefa jólabónus sinn til góðgerðamála og veifaði peningum í ræðustól Alþingis. Meira »

Dæmdir fyrir árás við Kiki

Í gær, 16:09 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor fyrir líkamsárásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Eru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og að annar þeirra hafi bitið lögreglumann. Meira »
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...