„Erfitt að ganga burt af fæðingardeildinni án hennar“

Gerður og Matthías.
Gerður og Matthías. Ljósmynd/Aðsend

„Við misstum litlu Líf okkar aðeins 5 daga gamla í lok janúar 2018. Þetta kom öllum mjög á óvart þar sem meðganga og fæðing gekk vel. Þessi vettvangur er langstærsta og mikilvægasta fjáröflunin sem snýr að starfi Gleym-mér-ei,“ segja Gerður Rún Ólafsdóttir og Matthías Örn Friðriksson. Gerður og Matthías taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst í minningu dóttur sinnar.

Ljósmynd/Aðsend

Gerður og Matthías, sem tilheyra einnig hlaupahópnum Líf Matthíasdóttir, hlaupa fyrir styrktarfélagið Gleym-mér-ei, sem styður við foreldra sem missa börn sín á meðgöngu, í eða eftir fæðingu.

Gerður Rún hefur hlaupið nokkrum sinnum áður og hefur þá valið félag til að heita á eftir því hvað hefur staðið fjölskyldunni nærri hverju sinni. Má þar nefna Einhverfusamtökin, Neistann, Barnaspítala Hringsins, Krabbameinsfélagið og líknardeildina í Kópavogi. „Það átti því vel við að hlaupa fyrir félag sem studdi persónulega við bakið á okkur á erfiðum tíma,“ segja þau.

Hjálpaði þeim að fá þann tíma sem þau þurftu

Gerður og Matthías segja að Gleym-mér-ei hafi hjálpað þeim mikið og það hafi því ekki vafist fyrir þeim að ákveða til hvaða félags áheitin myndu renna til.

Gerður, Matthías og Líf.
Gerður, Matthías og Líf. Ljósmynd/Aðsend

„Félagið færði okkur minningarkassa sem gerði svo mikið fyrir okkur á erfiðum sorgartíma vegna fráfalls dóttur okkar. Gleym-mér-ei safnaði einnig og gaf Landspítalanum kælivöggu sem gerði okkur kleift að hafa Líf hjá okkur þann tíma sem við þurftum eftir andlát hennar en það er mikilvægur partur að okkur finnst í sorgarferli foreldra sem missa börn.

„Í lok júní á þessu ári færði Gleym-mér-ei Útfarastofu kirkjugarðanna kælivöggu sem gerir foreldrum sem missa barn í og eftir fæðingu auðveldara að halda kveðjustund heima hjá sér. Við vildum að það hefði verið komið í lok janúar og við hefðum getað tekið Líf með heim til að kveðja hana. Það var ólýsanlega erfitt að ganga burt af fæðingardeildinni án hennar. Eins getur það reynst foreldrum og aðstandendum dýrmætt síðar meir að eiga minningar um barnið.“

Ungbarnamissir ekki lengur bannorð

Að sögn Gerðar og Matthíasar hafa viðtökurnar verið mjög góðar og hafa margir sagt þeim frá sambærilegri reynslu af ungbarnamissi.

„Við erum mjög þakklát að fólk vilji tala um þetta. Við erum ánægð að þetta sé viðurkenndari sorg en á árum áður þegar fjölskyldur vissu jafnvel ekki hvar og með hverjum börnin þeirra voru jörðuð.

Ljósmynd/Aðsend

„Foreldrar fengu stundum ekki að sjá börnin, eiga jafnvel engar minningar um þau og svo var ekki talað um þau meir. Pör voru hvött til að eignast strax annað barn en því miður kemur aldrei neitt í staðinn fyrir barnið sem þú missir. Það á við um alla sem við missum í kringum okkur. Þetta er sorg sem fólk lærir að lifa með frekar en að komast nokkurn tímann yfir.“

Þá segjast þau vera þakklát fyrir tíðarandann í dag þar sem ungbarnamissir er ekki lengur bannorð sem fólk forðast að tala um.

„Fólk syrgir á ótrúlega mismunandi hátt og það er mikilvægt að leyfa fólki að gera það. Það er ekkert rétt og rangt í þessu.“

Hlaupahópurinn Líf Matthíasdóttir hefur nú safnað um 650.000 krónum sem er talsvert yfir upphaflegu markmiði hópsins sem var hálf milljón króna. Þar af hafa tæplega 240.000 krónum verið heitið á Gerði Rún.

„Við hvetjum allar langömmur, ömmur, mömmur og að sjálfsögðu fjölskyldur þeirra sem aldrei fengu að syrgja börnin sem þau misstu til að heita á okkur eða aðra sem hlaupa fyrir samtökin og styðja þannig Gleym-mér-ei sem beita sér til að hjálpa foreldrum sem lenda í þessari erfiðu lífsreynslu.“

mbl.is

Innlent »

Gagnrýnir Skipulagsstofnun fyrir tafir

05:30 Elliði Vignisson, nýr sveitarstjóri Ölfuss, segir sveitarfélagið vera afar ósátt við þá töf sem orðið hefur á afgreiðslu Skipulagsstofnunar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hveradalasvæðið. Meira »

Ágætis veðri spáð á Menningarnótt

05:30 Útlit er fyrir ágætis veður á Menningarnótt í Reykjavík á laugardaginn, að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Spáir nú færri nýjum störfum í ár

05:30 Vinnumálastofnun áætlar nú að 2.000 til 2.500 ný störf verði til í ár. Til samanburðar spáðu sérfræðingar stofnunarinnar í ársbyrjun að 2.500 til 3.000 ný störf yrðu til í ár. Meira »

Mannekla á frístundaheimilum

05:30 Einstæð móðir sem Morgunblaðið ræddi við er í miklum vandræðum vegna þess að sonur hennar fær ekki fulla vistun á frístundaheimili í Reykjavík í vetur. Meira »

Starf þjóðgarðsvarðar auglýst

05:30 Starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum hefur verið auglýst laust til umsóknar.  Meira »

Fjallahringurinn er fullkominn

Í gær, 22:30 Hjólafólk af ýmsu þjóðerni fór umhverfis Langjökul í WOW Glacier 360°. Stórbrotin náttúra og vinsæl keppni sem var haldin í þriðja sinn nú um helgina. Meira »

Eldsvoði á Flúðum

Í gær, 21:55 Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning rétt fyrir klukkan níu í kvöld um eldsvoða rétt við Flúðir en það kviknaði í pökkunarhúsi að Reykjaflöt á Flúðum. Meira »

Stefna á viðbyggingu með 20 golfhermum

Í gær, 21:50 Bæjarráð Garðabæjar tekur jákvætt í að veita Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) heimild til að hefja vinnu við viðbyggingu á golfsvæðinu við Vífilsstaði. Áætlað er að byggja viðbyggingu við núverandi íþróttamiðstöð GKG með 20 Trackman golfhermum, en áætluð stærð viðbyggingar er um 600-700 fermetrar. Meira »

Vildi hlaupa maraþon eftir hjartaáfall

Í gær, 21:25 „Með því að hlaupa til styrktar Hjartaheillum vil ég vekja athygli á að ýmislegt er hægt þó að menn fái hjartaáfall,“ segir Sigmundur Stefánsson. Hann hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Hjartaheilum, en sjálfur fékk hann hjartaáfall fyrir um 20 árum. Meira »

Hundrað nýir Landvættir í ár

Í gær, 20:55 „Það voru sjötíu manns sem bættust við eftir Jökulsárhlaupið. Aukningin var sérstaklega mikil í ár og svo var hún drjúg í fyrra líka,“ segir formaður Landvætta, Ingvar Þóroddsson. Til þess að verða Landvættur þarf viðkomandi að ljúka ólíkum þrekraunum í öllum fjórum landshlutum. Meira »

Segja frumvarp banna strætó á Kjalarnes

Í gær, 20:11 Fjölmargar umsagnir hafa borist á samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps til nýrra umferðarlaga. Meðal annars er lagt til að gangandi vegfarendur haldi sig til hægri á göngustígum og óttast Strætó að ef frumvarpið verði samþykkt verði ekki hægt að fara með hefðbundnum strætisvögnum á Kjalarnes. Meira »

Opna forgangsakrein á Ölfusárbrú

Í gær, 20:05 Framkvæmdir við Ölfusárbrú ganga samkvæmt áætlun. Sérstök forgangsakrein var opnuð í dag sem tryggir aðkomu lögreglu- og sjúkrabíla í neyð. Ekki hefur reynt á akreinina það sem af er kvöldi samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Halli Sigurðssyni, brúarsmiði og verkstjóra framkvæmdanna. Meira »

Ekkert vöfflukaffi hjá Degi í ár

Í gær, 19:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar ekki að halda vöfflukaffi fyrir gesti og gangandi á Menningarnótt í ár, eins og hann hefur gert síðastliðin tíu ár. Þennan tiltekna dag hefur fjölskyldan opnað heimili sitt fyrir almenningi og borgarstjórinn sjálfur staðið sveittur við vöfflujárnið, ásamt fleirum. Meira »

Tvær flugur í einu höggi

Í gær, 19:00 Ólafur Jóhannsson er einn þessara gleðigjafa sem sjá stöðugt ný og ný tækifæri til að létta fólki lund.  Meira »

Fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“

Í gær, 18:43 Framtíðarskipulag miðbæjarsvæðisins á Selfossi er í höndum íbúa Árborgar þegar þeir ganga til íbúakosninga á laugardaginn. Forseti bæjarstjórnar í Árborg segir að kosningarnar séu fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“ hér á landi þar sem niðurstaðan verður bindandi. Meira »

Þrjú hús við Lækjarfit rifin

Í gær, 17:40 Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt útboð á niðurrifi þriggja húsa við Lækjarfit 3, 5 og 7. Það stendur hins vegar ekki til að fara í stórfelldar framkvæmdir á svæðinu milli Ásgarðs og Hafnarfjarðarvegar, að sögn Eysteins Haraldssonar, bæjarverkfræðings Garðabæjar. Meira »

Innkalla sólþurrkaða tómata frá Coop

Í gær, 17:21 Samkaup, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, hefur innkallað sólþurrkaða tómata í krukku frá vörumerkinu Coop. Matvælastofnun (MAST) bárust upplýsingar frá neytanda um aðskotahlut, trúlega glerbrot, í krukku af sólþurrkuðum tómötum. Meira »

Uppgjör lúðrasveitanna nálgast

Í gær, 16:22 Litlu mátti muna að upp úr syði í Hljómskálagarðinum í dag þar sem þrjár lúðrasveitir voru mættar til að kynna sögulegt uppgjör á milli þeirra á laugardag. Sveitirnar þrjár eiga sér áratugalanga sögu og er ætlunin að útkljá ríginn þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. Meira »

Svamla um Kolgrafafjörð (myndband)

Í gær, 16:02 Sigurður Helgason tók drónamyndbönd af grindhvalatorfunni, sem var innlyksa í Kolgrafafirði um helgina, þar sem hún svamlar um fjörðinn og nær loks út á Breiðafjörð. Meira »
Verslunarhúsnæði, Bolholti 4
Til leigu 170 fm. verslunarhúsnæði í Bolholti 4. næsta hús fyrir aftan bensins...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...