„Erfitt að ganga burt af fæðingardeildinni án hennar“

Gerður og Matthías.
Gerður og Matthías. Ljósmynd/Aðsend

„Við misstum litlu Líf okkar aðeins 5 daga gamla í lok janúar 2018. Þetta kom öllum mjög á óvart þar sem meðganga og fæðing gekk vel. Þessi vettvangur er langstærsta og mikilvægasta fjáröflunin sem snýr að starfi Gleym-mér-ei,“ segja Gerður Rún Ólafsdóttir og Matthías Örn Friðriksson. Gerður og Matthías taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst í minningu dóttur sinnar.

Ljósmynd/Aðsend

Gerður og Matthías, sem tilheyra einnig hlaupahópnum Líf Matthíasdóttir, hlaupa fyrir styrktarfélagið Gleym-mér-ei, sem styður við foreldra sem missa börn sín á meðgöngu, í eða eftir fæðingu.

Gerður Rún hefur hlaupið nokkrum sinnum áður og hefur þá valið félag til að heita á eftir því hvað hefur staðið fjölskyldunni nærri hverju sinni. Má þar nefna Einhverfusamtökin, Neistann, Barnaspítala Hringsins, Krabbameinsfélagið og líknardeildina í Kópavogi. „Það átti því vel við að hlaupa fyrir félag sem studdi persónulega við bakið á okkur á erfiðum tíma,“ segja þau.

Hjálpaði þeim að fá þann tíma sem þau þurftu

Gerður og Matthías segja að Gleym-mér-ei hafi hjálpað þeim mikið og það hafi því ekki vafist fyrir þeim að ákveða til hvaða félags áheitin myndu renna til.

Gerður, Matthías og Líf.
Gerður, Matthías og Líf. Ljósmynd/Aðsend

„Félagið færði okkur minningarkassa sem gerði svo mikið fyrir okkur á erfiðum sorgartíma vegna fráfalls dóttur okkar. Gleym-mér-ei safnaði einnig og gaf Landspítalanum kælivöggu sem gerði okkur kleift að hafa Líf hjá okkur þann tíma sem við þurftum eftir andlát hennar en það er mikilvægur partur að okkur finnst í sorgarferli foreldra sem missa börn.

„Í lok júní á þessu ári færði Gleym-mér-ei Útfarastofu kirkjugarðanna kælivöggu sem gerir foreldrum sem missa barn í og eftir fæðingu auðveldara að halda kveðjustund heima hjá sér. Við vildum að það hefði verið komið í lok janúar og við hefðum getað tekið Líf með heim til að kveðja hana. Það var ólýsanlega erfitt að ganga burt af fæðingardeildinni án hennar. Eins getur það reynst foreldrum og aðstandendum dýrmætt síðar meir að eiga minningar um barnið.“

Ungbarnamissir ekki lengur bannorð

Að sögn Gerðar og Matthíasar hafa viðtökurnar verið mjög góðar og hafa margir sagt þeim frá sambærilegri reynslu af ungbarnamissi.

„Við erum mjög þakklát að fólk vilji tala um þetta. Við erum ánægð að þetta sé viðurkenndari sorg en á árum áður þegar fjölskyldur vissu jafnvel ekki hvar og með hverjum börnin þeirra voru jörðuð.

Ljósmynd/Aðsend

„Foreldrar fengu stundum ekki að sjá börnin, eiga jafnvel engar minningar um þau og svo var ekki talað um þau meir. Pör voru hvött til að eignast strax annað barn en því miður kemur aldrei neitt í staðinn fyrir barnið sem þú missir. Það á við um alla sem við missum í kringum okkur. Þetta er sorg sem fólk lærir að lifa með frekar en að komast nokkurn tímann yfir.“

Þá segjast þau vera þakklát fyrir tíðarandann í dag þar sem ungbarnamissir er ekki lengur bannorð sem fólk forðast að tala um.

„Fólk syrgir á ótrúlega mismunandi hátt og það er mikilvægt að leyfa fólki að gera það. Það er ekkert rétt og rangt í þessu.“

Hlaupahópurinn Líf Matthíasdóttir hefur nú safnað um 650.000 krónum sem er talsvert yfir upphaflegu markmiði hópsins sem var hálf milljón króna. Þar af hafa tæplega 240.000 krónum verið heitið á Gerði Rún.

„Við hvetjum allar langömmur, ömmur, mömmur og að sjálfsögðu fjölskyldur þeirra sem aldrei fengu að syrgja börnin sem þau misstu til að heita á okkur eða aðra sem hlaupa fyrir samtökin og styðja þannig Gleym-mér-ei sem beita sér til að hjálpa foreldrum sem lenda í þessari erfiðu lífsreynslu.“

mbl.is

Innlent »

Miðflokkurinn tapaði 16 milljónum

14:06 Miðflokkurinn tapaði tæplega 16 milljónum króna samkvæmt útdrætti úr ársreikningi sem hefur verið skilað inn til Ríkisendurskoðunar og var birtur á vef stofnunarinnar í gær. Rekstur flokksins var 27,5 milljónir en tekjur um 11,8 milljónir. Samkvæmt ársreikningnum skuldaði Miðflokkurinn 17,2 milljónir við síðustu áramót. Meira »

„Sótti hann hálf dauðan heim til sín“

14:05 „Það verður eitthvað að gerast. Mér finnst þetta svo mikið lottó með líf fólks og mig langar ekki til að spila í því,“ segir Kristín Ólafsdóttir, móðir ungs manns sem vísað var úr framhaldsmeðferð í Vík í gær eftir að hafa skilað ófullnægjandi þvagprufu. Ekki greindust nein vímuefni í þvaginu. Meira »

Ákærður fyrir hnífstunguárás

14:02 Saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tvítugum karlmanni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað í Kjarnaskógi árið 2016. Manninum er gert að hafa stungið annan mann tvisvar með þeim afleiðingum að slagæð og bláæð í læri fórnarlambsins fóru í sundur. Meira »

Nálgunarbann við eigið heimili staðfest

13:44 Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Vesturlands um að lögreglustjóranum á Vesturlandi hafi verið heimilt að vísa manni af heimili sínu á grundvelli laga um nálgunarbann. Meira »

Rán gefur kost á sér

13:37 Rán Reynisdóttir hársnyrtimeistari hefur gefið kost á sér til formennsku í Neytendasamtökunum.  Meira »

Beit og sparkaði í lögregluþjóna

12:52 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir umferðalagabrot og brot gegn valdstjórninni, en hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa bitið lögreglumann og í annað skiptið sparkað í þrjá lögreglumenn sem reyndu að handtaka manninn. Meira »

Ákærð fyrir 25,2 milljóna skattbrot

12:41 Kona á fimmtugsaldri hefur verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Er hún ákærð fyrir 25,2 milljóna króna skattbrot, bæði fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda. Meira »

Eignir fyrir 490 milljónir kyrrsettar

12:07 Eignir þriggja liðsmanna Sigur Rósar upp á 490 milljónir verða áfram kyrrsettar upp í mögulega 800 milljóna skattaskuld þeirra. Staðfesti héraðsdómur í síðustu viku kyrrsetningu sýslumanns, en hún nær til fjölmargra fasteigna, faratækja og lausafjármuna. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

11:41 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Kristinsson skuli sæta farbanni til 6. september.  Meira »

Undir lögaldri á 151 km hraða

11:26 Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur það sem af er viku. Sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Umferðaróhapp á Reykjanesbraut

11:25 Draga þurfti tvær bifreiðar af vettvangi eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun. Fjórum bifreiðum hafði þá lent saman en ekki urðu slys á fólki. Meira »

Mætti bifreið á ofsahraða

11:16 Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður sem var á leið um Nesveg í vikunni mætti bifreið sem ekið var á ofsahraða.  Meira »

Enginn vafi um sjálfbærni veiðanna

10:58 Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir hvalveiðar Íslendinga vera sjálfbærar, enginn vafi leiki á því. „Þessir kvótar eru sjálfbærir, þeir eru mjög varfærnislega ákvarðaðir,“ segir Gísli. Meira »

Leita svara vegna morgunkorns

10:52 Fyrirtækin sem flytja morgunkorn og aðrar kornvörur frá Kelloggs, Quaker og General Mills til Íslands, segjast hafa haft samband við framleiðendur í morgun til þess að fá frekari upplýsingar vegna frétta um að mælst hefur efnið glýfosat í morgunkorni fyrirtækjanna í Bandaríkjunum. Meira »

Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða

09:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við Ísland séu sjálfbærar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um hvort hann telji ástæðu til að endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga. Meira »

Sjálfstæðisfélag um fullveldismál tímabært?

09:31 Tímabært og nauðsynlegt kann að vera að stofna félag innan Sjálfstæðisflokksins um fullveldismál að mati Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram á vefsíðu hans. Meira »

Aukið lánsfé fyrir fleiri hópa

08:38 Stefano Stoppani, forstjóri Creditinfo, segir fleiri hópa samfélagsins nú geta fengið aðgang að lánsfé.  Meira »

6.261 hlotið ríkisborgararétt sl. tíu ár

08:33 6.261 erlendum ríkisborgara eða borgurum án ríkisfangs hefur verið veitt íslenskt ríkisfang undanfarin tíu ár. Rúmlega 72 prósent þeirra eru 18 ára og eldri. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Meira »

Liðum mismunað á grundvelli kyns

08:18 „Ég var búin að finna fyrir þessu á eigin skinni í öllum liðum sem ég hef æft með. Það er enn mikið um misrétti í knattspyrnu,“ segir Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og knattspyrnukona, sem rannsakaði hvort og hvernig knattspyrnufélög mismuni kynjunum þegar umgjörð er annars vegar. Meira »
Bílskúrshurðaopnari með fjarstýringu.
Til sölu hurða opnari fyrir bílskúr . tegund: BERNAL Typ:BA 1000 ,þískur. 12...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...