„Erfitt að ganga burt af fæðingardeildinni án hennar“

Gerður og Matthías.
Gerður og Matthías. Ljósmynd/Aðsend

„Við misstum litlu Líf okkar aðeins 5 daga gamla í lok janúar 2018. Þetta kom öllum mjög á óvart þar sem meðganga og fæðing gekk vel. Þessi vettvangur er langstærsta og mikilvægasta fjáröflunin sem snýr að starfi Gleym-mér-ei,“ segja Gerður Rún Ólafsdóttir og Matthías Örn Friðriksson. Gerður og Matthías taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst í minningu dóttur sinnar.

Ljósmynd/Aðsend

Gerður og Matthías, sem tilheyra einnig hlaupahópnum Líf Matthíasdóttir, hlaupa fyrir styrktarfélagið Gleym-mér-ei, sem styður við foreldra sem missa börn sín á meðgöngu, í eða eftir fæðingu.

Gerður Rún hefur hlaupið nokkrum sinnum áður og hefur þá valið félag til að heita á eftir því hvað hefur staðið fjölskyldunni nærri hverju sinni. Má þar nefna Einhverfusamtökin, Neistann, Barnaspítala Hringsins, Krabbameinsfélagið og líknardeildina í Kópavogi. „Það átti því vel við að hlaupa fyrir félag sem studdi persónulega við bakið á okkur á erfiðum tíma,“ segja þau.

Hjálpaði þeim að fá þann tíma sem þau þurftu

Gerður og Matthías segja að Gleym-mér-ei hafi hjálpað þeim mikið og það hafi því ekki vafist fyrir þeim að ákveða til hvaða félags áheitin myndu renna til.

Gerður, Matthías og Líf.
Gerður, Matthías og Líf. Ljósmynd/Aðsend

„Félagið færði okkur minningarkassa sem gerði svo mikið fyrir okkur á erfiðum sorgartíma vegna fráfalls dóttur okkar. Gleym-mér-ei safnaði einnig og gaf Landspítalanum kælivöggu sem gerði okkur kleift að hafa Líf hjá okkur þann tíma sem við þurftum eftir andlát hennar en það er mikilvægur partur að okkur finnst í sorgarferli foreldra sem missa börn.

„Í lok júní á þessu ári færði Gleym-mér-ei Útfarastofu kirkjugarðanna kælivöggu sem gerir foreldrum sem missa barn í og eftir fæðingu auðveldara að halda kveðjustund heima hjá sér. Við vildum að það hefði verið komið í lok janúar og við hefðum getað tekið Líf með heim til að kveðja hana. Það var ólýsanlega erfitt að ganga burt af fæðingardeildinni án hennar. Eins getur það reynst foreldrum og aðstandendum dýrmætt síðar meir að eiga minningar um barnið.“

Ungbarnamissir ekki lengur bannorð

Að sögn Gerðar og Matthíasar hafa viðtökurnar verið mjög góðar og hafa margir sagt þeim frá sambærilegri reynslu af ungbarnamissi.

„Við erum mjög þakklát að fólk vilji tala um þetta. Við erum ánægð að þetta sé viðurkenndari sorg en á árum áður þegar fjölskyldur vissu jafnvel ekki hvar og með hverjum börnin þeirra voru jörðuð.

Ljósmynd/Aðsend

„Foreldrar fengu stundum ekki að sjá börnin, eiga jafnvel engar minningar um þau og svo var ekki talað um þau meir. Pör voru hvött til að eignast strax annað barn en því miður kemur aldrei neitt í staðinn fyrir barnið sem þú missir. Það á við um alla sem við missum í kringum okkur. Þetta er sorg sem fólk lærir að lifa með frekar en að komast nokkurn tímann yfir.“

Þá segjast þau vera þakklát fyrir tíðarandann í dag þar sem ungbarnamissir er ekki lengur bannorð sem fólk forðast að tala um.

„Fólk syrgir á ótrúlega mismunandi hátt og það er mikilvægt að leyfa fólki að gera það. Það er ekkert rétt og rangt í þessu.“

Hlaupahópurinn Líf Matthíasdóttir hefur nú safnað um 650.000 krónum sem er talsvert yfir upphaflegu markmiði hópsins sem var hálf milljón króna. Þar af hafa tæplega 240.000 krónum verið heitið á Gerði Rún.

„Við hvetjum allar langömmur, ömmur, mömmur og að sjálfsögðu fjölskyldur þeirra sem aldrei fengu að syrgja börnin sem þau misstu til að heita á okkur eða aðra sem hlaupa fyrir samtökin og styðja þannig Gleym-mér-ei sem beita sér til að hjálpa foreldrum sem lenda í þessari erfiðu lífsreynslu.“

mbl.is

Innlent »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í gær, 21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

Í gær, 21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

Í gær, 20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

Í gær, 20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

Í gær, 20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »

Vann tvær milljónir

Í gær, 19:39 Fyrsti vinningur gekk ekki út í lottoútdrætti kvöldsins og því verður potturinn tvöfaldur næst. Tveir skipta með sér bónusvinningnum og hljóta rúmlega 160 þúsund krónur í vinning. Meira »

Slökkviliðið að ljúka störfum

Í gær, 19:20 Slökkviliðið er nú að ljúka störfum á vettvangi eldsvoðans í Dalshrauni í Hafnarfirði sem varð fyrr í dag. Fjórum var þar bjargað af þaki logandi húss. Meira »

Láðist að kynna sér reglur um fiskveiðar

Í gær, 18:39 Um kl. 23 í gærkvöldi urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl. Meira »

Bjóða heimilislausum í páskamat

Í gær, 18:20 „Sonur minn, sem bjó á götunni, lést 15. október síðastliðinn. Ég hafði hitt hann tíu dögum áður og þá töluðum við að ég ætlaði að fara að snúa mér að því að vinna fyrir fólkið á götunni og nú er ég að því,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schram, móðir Þorbjörns Hauks Liljarssonar. Meira »

Spá versnandi færð fyrir austan

Í gær, 18:03 Það gengur í norðanátt með talsverðri rigningu á Austfjörðum annað kvöld, en snjóar á fjallvegum og því versnandi færð þar, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Búið að slökkva eldinn

Í gær, 17:50 Tekist hefur að ráða niðurlögum eldsins í Dalshrauni, sem kviknaði í íbúðarhúsnæði á efri hæð fyrr í dag. Fjórum var komið til bjargar á staðnum. Meira »

Eldsvoði í Dalshrauni

Í gær, 16:10 Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem logar í íbúð í Dalshrauni í Hafnarfirði. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðsins var töluverður eldur þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Meira »

Klofningur innan SA „fjarstæðukenndur“

Í gær, 15:16 „Þetta er algerlega fjarstæðukennd túlkun. Björn er grandvar maður og ef rétt er haft eftir honum þá þykja mér þessi ummæli einkennileg,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um ummæli Björns Snæbjörnssonar, formanns Starfsgreinasambandsins. Meira »

Gæðabakstur hækkar verð um 6,2%

Í gær, 15:04 Verð á öllum vörum Gæðabaksturs, Ömmubaksturs og Kristjánsbakarís hækka um 6,2% frá og með 1. maí. Í tilkynningu frá framleiðendunum kemur fram að hækkunin sé meðal annars til komin vegna verðhækkunar á hráefnum, svo sem um 30% á hveiti vegna uppskerubrests. Meira »

Stjórnsýslan þurfi að vera fljótari

Í gær, 13:15 Skilvirkara ferli þarf fyrir leyfisveitingar til fiskeldis á Íslandi. Þetta segir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðingur og deildarstjóri atvinnuþróunardeildar Troms-fylkis í Noregi. Löngu ferli fylgi mikill kostnaður, fyrir fyrirtæki en einnig fyrir stjórnsýsluna. Meira »

Framsetning verðhækkana „ósmekkleg“

Í gær, 13:15 „Mér finnst ósmekklegt að setja þetta fram með þessum hætti. Þegar ríki og sveitarfélög setja inn í samninga að þau ætli að halda aftur af sér í verðhækkunum er skrýtið að fyrirtæki á almenna markaðnum ætli að vaða á undan,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Segja heimildir og fordæmi til staðar

Í gær, 12:31 Isavia telur sig hafa fullnægjandi lagaheimildir til kyrrsetningar á flugvél Air Lease Corporation vegna skuldar umráðaaðilans WOW air og segir dómafordæmi í málinu. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Isavia við fyrirspurn mbl.is. Meira »

Opnað að Dettifossi

Í gær, 10:39 Búið er að opna á ný fyrir umferð að Dettifossi, en svæðinu var upphaflega lokað seinniparinn á mánudaginn vegna asahláku.  Meira »

Vorfæri á skíðasvæðum landsins í dag

Í gær, 09:32 Vel viðrar til skíðaiðkunar víða um land á þessum laugardegi fyrir páskadag. Veður og færð eru ágæt víðast hvar, en höfuðborgarbúar sitja þó eftir þar sem skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli hefur verið lokað þennan veturinn. Meira »