Þyrla sækir konu sem féll af hestbaki

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út klukkan 16.45 vegna konu sem datt af hestbaki og hlaut áverka á öxl.

Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi varð slysið í uppsveitum Árnessýslu, austan megin við Hvítá. 

Ákveðið var að kalla á þyrluna vegna þess hve slysið varð langt inni í landi en koma þurfti henni undir læknishendur sem fyrst.

Konan var í hópi með öðrum reiðmönnum þegar slysið varð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert