Dróni í veg fyrir þyrlu í Reykjavík

Flugmaður þyrlunnar náði að forða árekstri við drónann. Myndin er …
Flugmaður þyrlunnar náði að forða árekstri við drónann. Myndin er úr safni. AFP

Dróna var flogið í veg fyrir þyrlu sem var að taka á loft frá Reykjavíkurflugvelli í morgun. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um atvikið rétt fyrir klukkan tíu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að dróninn hafi verið utan þeirra marka sem leyfilegt er að fljúga fjarstýrðum loftförum í grennd við flugvöllinn.

 Flugmaður þyrlunnar náði að forða árekstri en ljóst er að mikil hætta skapaðist vegna þessa, samkvæmt því sem segir í tilkynningu lögreglunnar.

Að svo stöddu liggja ekki fyrir upplýsingar um hver eða hverjir voru að fljúga drónanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert