Hrotur og kæfisvefn ógna heilsu

Hrotur geta haft slæm áhrif.
Hrotur geta haft slæm áhrif. mbl.is/Thinktstockphotos

Við miklar hrotur og kæfisvefn minnkar súrefnismagn í blóðinu og það hefur ýmsar neikvæðar afleiðingar á líkamann,“ segir Erna Sif Arnardóttir, formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og rannsóknasérfræðingur við Læknadeild HÍ og Landspítala háskólasjúkrahús.

Morgunblaðið hafði samband við hana í framhaldi af stuttri umfjöllun í Tímariti Háskóla Íslands, um vinnu hennar við að staðla aðferðir við að mæla, rannsaka og bæta lífsgæði þeirra sem eiga við að stríða öndunarerfiðleika í svefni.

„Sumir sem hrjóta og þeir sem eru með kæfisvefn eru syfjaðir og líður ekki vel, finnst þeir standa sig illa í vinnunni og vakna með höfuðverk. Einnig eru vísbendingar um að titringurinn í hrotunum geti valdið æðakölkun í hálsslagæðum, sem er þá áhættuþáttur fyrir blóðtöppum og heilablóðfalli,“ segir Erna Sif. Verið sé að reyna að skilja hverjir séu í aukinni áhættu og hvað það sé í hrotunum sem hefur neikvæðar afleiðingar, hvort það sé magn hrota, hávaði eða t.d. ákveðið tíðnibil þeirra.

Tengsl líkamsþyngdar og hrota

„Það eru mjög mikil tengsl á milli ofþyngdar, hrota og kæfisvefns. Líkamsfitan sest allstaðar, í tunguna og inn í öndunarveginn, og þrengir að. Þegar fólk fitnar yfir ákveðin einstaklingsbundin mörk í þá byrjar það oft að hrjóta og ef það heldur áfram að þyngjast fær það kæfisvefn, en ef fólk grennist aftur þá getur það farið aftur undir mörkin og hættir að hrjóta,“ segir Erna Sif, mikilvægt sé að halda sér í kjörþyngd. Grannir geti þó líka hrotið mikið, t.d. ef fólk er með stóra tungu eða stóran úf, litla eða innfallna höku eða eitthvað annað sem þrengir að öndunarveginum.

„Áfengisdrykkja slakar mikið á vöðvum í öndunarveginum og hann lokast frekar. Mikil þreyta með tilheyrandi dýpri svefni og að sofa á bakinu getur einnig valdið hrotum. Sumum dugar að sofa með tæki sem hindra að þeir geti sofið á bakinu til að losna við hroturnar,“ segir Erna Sif og að makar þeirra sem hrjóta geti upplifað svefnleysi og jafnvel heyrnartjón yfir lengri tíma en hrotur geta mælst allt að 80 desíbel.

„Kæfisvefn er alvarlegastur, því þá lokast öndunarvegurinn alveg. Fólk vaknar reglulega á nóttunni til að geta andað eðlilega á ný og fær aldrei almennileg svefngæði, því góður djúp- og draumsvefn, þau stig svefnsins sem er mesta hvíldin, næst ekki,“ segir Erna Sif.

Þetta fólk fái mjög lélegan svefn og vakni yfirleitt þreytt og syfjað. Öndunarstopp verði þegar ekki er andað í tíu sekúndur, en í kæfisvefni getur það varað í allt að tvær mínútur. Það valdi mjög miklu álagi á líkamann, mikill og reglubundinn súrefnisskortur, púlsinn rjúki upp og niður, ósjálfráða taugakerfið fari á fullt og blóðþrýstingurinn sveiflist upp og niður. Kæfisvefn valdi því miklu álagi á hjartað og æðakerfið.

„Börn sem hrjóta mikið og daglega standa sig að meðaltali verr í skóla, margar rannsóknir sýna það, þau geta verið ofbeldisfyllri eða líklegri til að vera ofvirk og með athyglisbrest,“ segir Erna Sif. Hjá börnum sé vandamálið oft stórir hálskirtlar eða erfiðleikar við að anda með nefinu.

Innlent »

„Ellefta langreyðarfóstrið í sumar“

13:40 Veiðimenn Hvals hf. hafa veitt ellefu kelfdar langreyðarkýr í sumar. Þetta staðfestir Kristján Loftsson, forstjóri fyrirtækisins, sem segir það hljóta að vera góðar fréttir að kelfdar kýr veiðist. Hvalasérfræðingur segir það ómögulegt að vita hvort langreyðarkýr er kelfd áður en hún er veidd. Meira »

Gæsaveiðimenn til fyrirmyndar

13:21 Lögreglan á Norðurlandi vestra hafði afskipti af á fjórða tug veiðimanna í gær þegar gæsaveiðitímabilið hófst. Segir lögreglan að allir, fyrir utan einn, hafi verið til fyrirmyndar, eftir að hafa farið yfir reglur um skotveiðar, kannað skotvopnaréttindi, veiðikort og skotvopn veiðimannanna. Meira »

Til Íslands á sæþotu frá Færeyjum

12:18 „Þetta er hrikalega flott. Þetta er þrautreyndur sæúlfur á sæþotu sem fer yfir mjög erfitt hafsvæði,“ segir Stefán Guðmundsson, eigandi og framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants frá Húsavík, um þýskan ævintýramann sem hann rakst á í hvalaskoðun um helgina. Meira »

Ekki áður séð hnúfubak svo innarlega

11:42 Guðni Albert Einarsson var á ferð inn Djúpið er hann kom auga á hnúfubak sem hann myndaði með dróna og deildi svo atvikinu á Facebook, en þar sést hvalurinn hrækja frá sér hvítri flygsu. „Hverju skyldi hann vera að hrækja út úr sér, ætli það sé plastpoki,“ segir Guðni í færslu sinni. Meira »

155 milljónir söfnuðust í hlaupastyrk

11:39 Rúmlega 155 milljónir söfnuðust í hlaupastyrk til góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fór fram um síðustu helgi. Um er að ræða talsvert hærri upphæð en í fyrra, en þá söfnuðust 118 milljónir. Meira »

Sóttu þýfið sjálf í kjallarageymslu

11:03 Berglind Haðardóttir sótti stolinn bakpoka bandarískrar ferðakonu í geymslurými í blokk í Breiðholti í gær. Hún hafði lýst eftir síma konunnar á Facebook-síðu íbúasamtaka í Breiðholti og gaf þjófnum tækifæri á að skila bakpokanum. Meira »

Þurfa örvun og hreyfingu í einangruninni

10:58 Á meðan einangrunarkrafan er í gildi munum við gera okkar allra besta til að hundar fái allt sem þeir þurfa til að lifa eðlilegu lífi. Að þeir fái andlega örvun, hreyfingu og samskipti.“ segir Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, sem rekur einangrunarstöðina Mósel. Meira »

Ekkert fékkst upp í kröfur vegna Dalsmynnis

10:32 Skiptum er lokið á þrotabúi hundaræktarinnar Dalsmynnis og fundust engar eignir í búinu að því er greint er frá í Lögbirtingarblaðinu í morgun. Var kröfum upp á rúmar 2,3 milljónir kr. lýst í búið og fékkst ekkert upp í þær. Meira »

Skólar Hafnarfjarðar nánast fullmannaðir

10:21 Einungis vantar að manna 0,7% stöðugildi leikskólakennara hjá Hafnarfjarðarbæ. Enga grunnskólakennara vantar hjá bænum og eru frístundarheimili vel mönnuð. Þetta segir Einar Bárðarson, upplýsingafulltrúi bæjarins. Meira »

Verðmæti dróst saman um 15%

09:42 Útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2017 var um 197 milljarðar króna sem er 15,2% minna en árið 2016.  Meira »

Árekstur á Bústaðavegi

09:08 Strætisvagn og fólksbíll rákust saman á Bústaðavegi fyrir skömmu. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu slasaðist einn lítils háttar og er talið líklegt að hann verði fluttur á slysadeild. Meira »

Kanna atferli í sumarhögum

08:18 Alls voru 118 staðsetningartæki sett á lambær sem ganga um afréttir og úthaga landsins í sumar og næsta sumar. Það var Bryndís Marteinsdóttir, verkefnisstjóri GróLindar, sem dreifði staðsetningartækjum til sauðfjárbænda sem þeir settu á ærnar. Meira »

Skattkerfið fremur haganlegt hér

07:57 Gildandi grunngerð skattlagningar ökutækja og eldsneytis hér á landi er nokkuð nútímaleg, haganleg og einföld í samanburði við helstu nágrannaríki Íslands. Meira »

Vill enn fleiri áhorfendur

07:40 „Þetta er alltaf bara mögnuð tilfinning að klára maraþon,“ segir Íslandsmeistarinn í maraþoni, Arnar Pétursson, sem kíkti í síðdegisþáttinn á K100. Hann hljóp á 2:26:43, sem er besti tími sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í maraþoni karla í Reykja­vík­ur­m­araþoni. Meira »

Átt þú skó í Eyjum?

07:37 Lögreglan í Vestmannaeyjum birti fjölda ljósmynda á Facebook-síðu sinni síðasta föstudag af óskilamunum frá Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Meira »

Snýst í norðanátt á morgun

06:57 Hægur vindur í dag og víða væta, einkum skúrir vestanlands en fyrir austan er það rigning eða súld. Á morgun snýst í norðlægari átt og léttir til fyrir sunnan, en skýjað norðan heiða. Víða má þó búast við skúrum, sér í lagi síðdegis. Meira »

Milljónir flúið land

05:30 Talið er að um 2,3 milljónir manna hafi flúið frá Venesúela á síðustu fjórum árum vegna efnahagskreppu.   Meira »

Hæstu launin um 1,5 milljónir

05:30 Borgarritari og sviðsstjórar velferðar-, skóla- og frístunda-, íþrótta- og tómstunda- og menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar eru launahæstu embættismenn borgarinnar að því er fram kemur í svari kjaranefndar Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins. Meira »

Unnið að öflugri forgangsröðun

05:30 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fjármagn ekki vera fyrir hendi til þess að gera samninga um þjónustu við Klíníkina eða önnur einkarekin heilbrigðisfyrirtæki. Meira »
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...