Hrotur og kæfisvefn ógna heilsu

Hrotur geta haft slæm áhrif.
Hrotur geta haft slæm áhrif. mbl.is/Thinktstockphotos

Við miklar hrotur og kæfisvefn minnkar súrefnismagn í blóðinu og það hefur ýmsar neikvæðar afleiðingar á líkamann,“ segir Erna Sif Arnardóttir, formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og rannsóknasérfræðingur við Læknadeild HÍ og Landspítala háskólasjúkrahús.

Morgunblaðið hafði samband við hana í framhaldi af stuttri umfjöllun í Tímariti Háskóla Íslands, um vinnu hennar við að staðla aðferðir við að mæla, rannsaka og bæta lífsgæði þeirra sem eiga við að stríða öndunarerfiðleika í svefni.

„Sumir sem hrjóta og þeir sem eru með kæfisvefn eru syfjaðir og líður ekki vel, finnst þeir standa sig illa í vinnunni og vakna með höfuðverk. Einnig eru vísbendingar um að titringurinn í hrotunum geti valdið æðakölkun í hálsslagæðum, sem er þá áhættuþáttur fyrir blóðtöppum og heilablóðfalli,“ segir Erna Sif. Verið sé að reyna að skilja hverjir séu í aukinni áhættu og hvað það sé í hrotunum sem hefur neikvæðar afleiðingar, hvort það sé magn hrota, hávaði eða t.d. ákveðið tíðnibil þeirra.

Tengsl líkamsþyngdar og hrota

„Það eru mjög mikil tengsl á milli ofþyngdar, hrota og kæfisvefns. Líkamsfitan sest allstaðar, í tunguna og inn í öndunarveginn, og þrengir að. Þegar fólk fitnar yfir ákveðin einstaklingsbundin mörk í þá byrjar það oft að hrjóta og ef það heldur áfram að þyngjast fær það kæfisvefn, en ef fólk grennist aftur þá getur það farið aftur undir mörkin og hættir að hrjóta,“ segir Erna Sif, mikilvægt sé að halda sér í kjörþyngd. Grannir geti þó líka hrotið mikið, t.d. ef fólk er með stóra tungu eða stóran úf, litla eða innfallna höku eða eitthvað annað sem þrengir að öndunarveginum.

„Áfengisdrykkja slakar mikið á vöðvum í öndunarveginum og hann lokast frekar. Mikil þreyta með tilheyrandi dýpri svefni og að sofa á bakinu getur einnig valdið hrotum. Sumum dugar að sofa með tæki sem hindra að þeir geti sofið á bakinu til að losna við hroturnar,“ segir Erna Sif og að makar þeirra sem hrjóta geti upplifað svefnleysi og jafnvel heyrnartjón yfir lengri tíma en hrotur geta mælst allt að 80 desíbel.

„Kæfisvefn er alvarlegastur, því þá lokast öndunarvegurinn alveg. Fólk vaknar reglulega á nóttunni til að geta andað eðlilega á ný og fær aldrei almennileg svefngæði, því góður djúp- og draumsvefn, þau stig svefnsins sem er mesta hvíldin, næst ekki,“ segir Erna Sif.

Þetta fólk fái mjög lélegan svefn og vakni yfirleitt þreytt og syfjað. Öndunarstopp verði þegar ekki er andað í tíu sekúndur, en í kæfisvefni getur það varað í allt að tvær mínútur. Það valdi mjög miklu álagi á líkamann, mikill og reglubundinn súrefnisskortur, púlsinn rjúki upp og niður, ósjálfráða taugakerfið fari á fullt og blóðþrýstingurinn sveiflist upp og niður. Kæfisvefn valdi því miklu álagi á hjartað og æðakerfið.

„Börn sem hrjóta mikið og daglega standa sig að meðaltali verr í skóla, margar rannsóknir sýna það, þau geta verið ofbeldisfyllri eða líklegri til að vera ofvirk og með athyglisbrest,“ segir Erna Sif. Hjá börnum sé vandamálið oft stórir hálskirtlar eða erfiðleikar við að anda með nefinu.

Innlent »

Kóprabjalla og lirfur finnast  í hundafóðri

15:58 Kóprabjalla og lirfur hafa fundist í innfluttu hundafóðri og vekur Matvælastofnun athygli á þessi á vef sínum. Um er að ræða kóprabjöllur (Necrobia rufibes) og lirfur þeirra, sem fundist hafa í tveimur lotum af Hill's gæludýrafóðrinu Prescription Diet, Canine Z/D. Meira »

Taki aðstöðu nemenda til endurskoðunar

15:57 Fræðsluráð Hafnafjarðar vill að stjórnendur Áslandsskóla taki til endurskoðunar aðstöðu nemenda í matarhléum. Þetta kemur fram í svari fræðslustjóra Hafnafjarðarbæjar, sem segir erindi umboðsmanns barna um mataraðstöðu barna í skólanum verða tekið fyrir á næsta fundi skólaráðs Áslandsskóla. Meira »

Minna álag með styttri vinnuviku

14:58 Stytting vinnuvikunnar hefur almennt haft jákvæð áhrif á starfsfólk Reykjavíkurborgar og ríkisins, en viðmælendur í skýrslu sem unnin var fyrir BSRB fundu almennt fyrir jákvæðum áhrifum á líkamlega og andlega líðan. Þá gerði stytting vinnuviku starf á vinnustöðum markvissara og dró úr veikindum. Meira »

Fái upplýsingar um lífshættulegt ástand

14:41 Ef nýtt frumvarp um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, nær fram að ganga, verður hægt að nálgast einstaklinga að fyrra bragði og veita þeim upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra sem kemur í ljós við vísindarannsóknir eða við framkvæmd gagnarannsókna. Meira »

Dæmdur fyrir að hóta lögreglu ítrekað

14:13 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta ítrekað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa ekið bifreið undir áhrifum vímuefna, en hann mældist með amfetamín, MDMA og slævandi lyf í blóði sínu. Meira »

Harmar alvarlegar ásakanir

14:03 Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar alvarlegar ásakanir sem hún segir hafa komið í garð félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin hefur sent fjölmiðlum en þar segir hún Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem boðað hefur framboð í komandi formannskosningum félagsins, hafa farið fram með órökstuddum staðhæfingum um að félagið hafi brotið gegn félagsmönnum. Meira »

Ætla að bæta stöðu barna innflytjenda

13:58 Tillaga um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfinu var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Tvær keimlíkar tillögur um þetta efni voru á dagskrá borgarstjórnar í gær, ein frá Sjálfstæðisflokki og önnur frá meirihluta borgarstjórnar. Að lokum náðist sátt um eina. Meira »

Stöldrum við á hamstrahjólinu

12:30 Félagslegur stöðugleiki er gríðarlega mikilvægur og jafnmikilvægur og efnahagslegur stöðugleiki. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Meira »

„Eðalsíld sem er þarna á ferðinni“

12:11 „Við fengum aflann í fjórum holum á einum sólarhring. Tvo hol gáfu 450 tonn, eitt 350 og eitt um 250. Aflinn fékkst norðaustast í færeysku lögsögunni og það er eðalsíld sem er þarna á ferðinni,“ segir Óli Hans Gestsson, stýrimaður á Berki NK, en von er á skipinu til Neskaupstaðar með 1.500 tonn af síld núna í hádeginu, eftir að hafa lagt af stað af síldarmiðunum í gærmorgun. Meira »

„Svei þér Eyþór Arnalds“

11:51 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það geri hana hrygga og hissa, en líka alveg „ótrúlega brjálaða“ að hlusta á Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, „hamast“ á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra vegna braggamálsins svokallaða á meðan hann er í veikindaleyfi. Meira »

Baldur: „Winter is coming“

11:50 „Winter is coming,“ eða vetur kemur, sagði Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi í gær, þegar hann lagði til óháða úttekt á framkvæmdum við Hlemm. Þar vísaði hann til þess að fara þyrfti yfir mörg mál þar sem framúrkeyrsla í framkvæmdum borgarinnar yrði skoðuð. Meira »

Aðeins tveir fengið skattskrána

11:45 Einungis tveir aðilar hafa fengið skattskrá allra Íslendinga yfir 18 ára afhenta frá ríkisskattstjóra og koma þannig til greina sem aðilar á bak við vefsíðuna tekjur.is „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá starfsmönnum ríkisskattstjóra þá hafa bara tveir aðilar fengið þetta á pappír.“ Meira »

Staða geðsjúkra fanga grafalvarleg

11:40 „Í fyrsta lagi held ég að þetta ástand sé grafalvarlegt og búið að vera mjög lengi,“ segir Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, um stöðu geðsjúkra fanga. Hann hefur gert forsætisráðherra viðvart vegna skorts á skýrum svörum frá dóms­mála- og heil­brigðisráðuneyt­i vegna málsins. Meira »

Fulltrúi ráðuneytis á fund vegna skýrslu

11:32 Starfshópur sem vann áfangaskýrslu um störf og starfshætti Samgöngustofu kom á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í gær til að fara yfir skýrsluna og þær athugasemdir sem settar eru fram í henni. Meira »

Eiga bætt kjör bara við suma?

11:19 „Yfirskrift þingsins er bætt kjör, betra samfélag,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í opnunarávarpi sínu á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Hún sagði að BSRB vildi gera allt til að bæta lífskjör launafólks í landinu. Meira »

32 milljónir fyrir aðkeypta vinnu

11:00 Forsætisráðuneytið hefur gert verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnisstjórn við 23 aðila frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við. 8. október síðastliðinn hafði ráðuneytið greitt 32.646.798 kr. vegna þessara verkefna. Meira »

Allt að 19 mánaða bið eftir svari

10:46 Lengsti tími sem embætti umboðsmanns Alþingis hefur þurft að bíða eftir svörum ráðuneytis við fyrirspurnum sínum við úrvinnslu kvartana frá almenningi er eitt ár og sjö mánuðir. Þetta er meðal þess sem kom fram á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með umboðsmanni Alþingis. Meira »

Varað við óviðeigandi mannaferðum

10:33 Á Facebook-síðu Seltjarnarnesbæjar er varað við óviðeigandi mannaferðum sem sést hefur til á undanförnum dögum í bænum. Segir að þar hafi menn skimað inn í garða, götur og innkeyrslur og tekið ljósmyndir, jafnvel í rökkri. Meira »

Kvörtunum fækkar milli ára

10:09 389 kvartanir og erindi bárust umboðsmanni Alþingis í fyrra og eru það 6,9% færri mál en árið á undan. Kvörtunum hefur fækkað síðustu ár en á árunum 2011 til 2014 voru kvartanir að jafnaði í kringum 500. Langalgengasta umkvörtunarefnið, líkt og fyrri ár, er tafir á afgreiðslu mála hjá hinu opinbera eða rúmur fimmtungur. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...