Hrotur og kæfisvefn ógna heilsu

Hrotur geta haft slæm áhrif.
Hrotur geta haft slæm áhrif. mbl.is/Thinktstockphotos

Við miklar hrotur og kæfisvefn minnkar súrefnismagn í blóðinu og það hefur ýmsar neikvæðar afleiðingar á líkamann,“ segir Erna Sif Arnardóttir, formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og rannsóknasérfræðingur við Læknadeild HÍ og Landspítala háskólasjúkrahús.

Morgunblaðið hafði samband við hana í framhaldi af stuttri umfjöllun í Tímariti Háskóla Íslands, um vinnu hennar við að staðla aðferðir við að mæla, rannsaka og bæta lífsgæði þeirra sem eiga við að stríða öndunarerfiðleika í svefni.

„Sumir sem hrjóta og þeir sem eru með kæfisvefn eru syfjaðir og líður ekki vel, finnst þeir standa sig illa í vinnunni og vakna með höfuðverk. Einnig eru vísbendingar um að titringurinn í hrotunum geti valdið æðakölkun í hálsslagæðum, sem er þá áhættuþáttur fyrir blóðtöppum og heilablóðfalli,“ segir Erna Sif. Verið sé að reyna að skilja hverjir séu í aukinni áhættu og hvað það sé í hrotunum sem hefur neikvæðar afleiðingar, hvort það sé magn hrota, hávaði eða t.d. ákveðið tíðnibil þeirra.

Tengsl líkamsþyngdar og hrota

„Það eru mjög mikil tengsl á milli ofþyngdar, hrota og kæfisvefns. Líkamsfitan sest allstaðar, í tunguna og inn í öndunarveginn, og þrengir að. Þegar fólk fitnar yfir ákveðin einstaklingsbundin mörk í þá byrjar það oft að hrjóta og ef það heldur áfram að þyngjast fær það kæfisvefn, en ef fólk grennist aftur þá getur það farið aftur undir mörkin og hættir að hrjóta,“ segir Erna Sif, mikilvægt sé að halda sér í kjörþyngd. Grannir geti þó líka hrotið mikið, t.d. ef fólk er með stóra tungu eða stóran úf, litla eða innfallna höku eða eitthvað annað sem þrengir að öndunarveginum.

„Áfengisdrykkja slakar mikið á vöðvum í öndunarveginum og hann lokast frekar. Mikil þreyta með tilheyrandi dýpri svefni og að sofa á bakinu getur einnig valdið hrotum. Sumum dugar að sofa með tæki sem hindra að þeir geti sofið á bakinu til að losna við hroturnar,“ segir Erna Sif og að makar þeirra sem hrjóta geti upplifað svefnleysi og jafnvel heyrnartjón yfir lengri tíma en hrotur geta mælst allt að 80 desíbel.

„Kæfisvefn er alvarlegastur, því þá lokast öndunarvegurinn alveg. Fólk vaknar reglulega á nóttunni til að geta andað eðlilega á ný og fær aldrei almennileg svefngæði, því góður djúp- og draumsvefn, þau stig svefnsins sem er mesta hvíldin, næst ekki,“ segir Erna Sif.

Þetta fólk fái mjög lélegan svefn og vakni yfirleitt þreytt og syfjað. Öndunarstopp verði þegar ekki er andað í tíu sekúndur, en í kæfisvefni getur það varað í allt að tvær mínútur. Það valdi mjög miklu álagi á líkamann, mikill og reglubundinn súrefnisskortur, púlsinn rjúki upp og niður, ósjálfráða taugakerfið fari á fullt og blóðþrýstingurinn sveiflist upp og niður. Kæfisvefn valdi því miklu álagi á hjartað og æðakerfið.

„Börn sem hrjóta mikið og daglega standa sig að meðaltali verr í skóla, margar rannsóknir sýna það, þau geta verið ofbeldisfyllri eða líklegri til að vera ofvirk og með athyglisbrest,“ segir Erna Sif. Hjá börnum sé vandamálið oft stórir hálskirtlar eða erfiðleikar við að anda með nefinu.

Innlent »

Gagnrýnir Skipulagsstofnun fyrir tafir

05:30 Elliði Vignisson, nýr sveitarstjóri Ölfuss, segir sveitarfélagið vera afar ósátt við þá töf sem orðið hefur á afgreiðslu Skipulagsstofnunar á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Hveradalasvæðið. Meira »

Ágætis veðri spáð á Menningarnótt

05:30 Útlit er fyrir ágætis veður á Menningarnótt í Reykjavík á laugardaginn, að sögn Haraldar Eiríkssonar veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Spáir nú færri nýjum störfum í ár

05:30 Vinnumálastofnun áætlar nú að 2.000 til 2.500 ný störf verði til í ár. Til samanburðar spáðu sérfræðingar stofnunarinnar í ársbyrjun að 2.500 til 3.000 ný störf yrðu til í ár. Meira »

Mannekla á frístundaheimilum

05:30 Einstæð móðir sem Morgunblaðið ræddi við er í miklum vandræðum vegna þess að sonur hennar fær ekki fulla vistun á frístundaheimili í Reykjavík í vetur. Meira »

Starf þjóðgarðsvarðar auglýst

05:30 Starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum hefur verið auglýst laust til umsóknar.  Meira »

Fjallahringurinn er fullkominn

Í gær, 22:30 Hjólafólk af ýmsu þjóðerni fór umhverfis Langjökul í WOW Glacier 360°. Stórbrotin náttúra og vinsæl keppni sem var haldin í þriðja sinn nú um helgina. Meira »

Eldsvoði á Flúðum

Í gær, 21:55 Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning rétt fyrir klukkan níu í kvöld um eldsvoða rétt við Flúðir en það kviknaði í pökkunarhúsi að Reykjaflöt á Flúðum. Meira »

Stefna á viðbyggingu með 20 golfhermum

Í gær, 21:50 Bæjarráð Garðabæjar tekur jákvætt í að veita Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) heimild til að hefja vinnu við viðbyggingu á golfsvæðinu við Vífilsstaði. Áætlað er að byggja viðbyggingu við núverandi íþróttamiðstöð GKG með 20 Trackman golfhermum, en áætluð stærð viðbyggingar er um 600-700 fermetrar. Meira »

Vildi hlaupa maraþon eftir hjartaáfall

Í gær, 21:25 „Með því að hlaupa til styrktar Hjartaheillum vil ég vekja athygli á að ýmislegt er hægt þó að menn fái hjartaáfall,“ segir Sigmundur Stefánsson. Hann hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Hjartaheilum, en sjálfur fékk hann hjartaáfall fyrir um 20 árum. Meira »

Hundrað nýir Landvættir í ár

Í gær, 20:55 „Það voru sjötíu manns sem bættust við eftir Jökulsárhlaupið. Aukningin var sérstaklega mikil í ár og svo var hún drjúg í fyrra líka,“ segir formaður Landvætta, Ingvar Þóroddsson. Til þess að verða Landvættur þarf viðkomandi að ljúka ólíkum þrekraunum í öllum fjórum landshlutum. Meira »

Segja frumvarp banna strætó á Kjalarnes

Í gær, 20:11 Fjölmargar umsagnir hafa borist á samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps til nýrra umferðarlaga. Meðal annars er lagt til að gangandi vegfarendur haldi sig til hægri á göngustígum og óttast Strætó að ef frumvarpið verði samþykkt verði ekki hægt að fara með hefðbundnum strætisvögnum á Kjalarnes. Meira »

Opna forgangsakrein á Ölfusárbrú

Í gær, 20:05 Framkvæmdir við Ölfusárbrú ganga samkvæmt áætlun. Sérstök forgangsakrein var opnuð í dag sem tryggir aðkomu lögreglu- og sjúkrabíla í neyð. Ekki hefur reynt á akreinina það sem af er kvöldi samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Halli Sigurðssyni, brúarsmiði og verkstjóra framkvæmdanna. Meira »

Ekkert vöfflukaffi hjá Degi í ár

Í gær, 19:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar ekki að halda vöfflukaffi fyrir gesti og gangandi á Menningarnótt í ár, eins og hann hefur gert síðastliðin tíu ár. Þennan tiltekna dag hefur fjölskyldan opnað heimili sitt fyrir almenningi og borgarstjórinn sjálfur staðið sveittur við vöfflujárnið, ásamt fleirum. Meira »

Tvær flugur í einu höggi

Í gær, 19:00 Ólafur Jóhannsson er einn þessara gleðigjafa sem sjá stöðugt ný og ný tækifæri til að létta fólki lund.  Meira »

Fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“

Í gær, 18:43 Framtíðarskipulag miðbæjarsvæðisins á Selfossi er í höndum íbúa Árborgar þegar þeir ganga til íbúakosninga á laugardaginn. Forseti bæjarstjórnar í Árborg segir að kosningarnar séu fyrstu „alvöruíbúakosningarnar“ hér á landi þar sem niðurstaðan verður bindandi. Meira »

Þrjú hús við Lækjarfit rifin

Í gær, 17:40 Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt útboð á niðurrifi þriggja húsa við Lækjarfit 3, 5 og 7. Það stendur hins vegar ekki til að fara í stórfelldar framkvæmdir á svæðinu milli Ásgarðs og Hafnarfjarðarvegar, að sögn Eysteins Haraldssonar, bæjarverkfræðings Garðabæjar. Meira »

Innkalla sólþurrkaða tómata frá Coop

Í gær, 17:21 Samkaup, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja, hefur innkallað sólþurrkaða tómata í krukku frá vörumerkinu Coop. Matvælastofnun (MAST) bárust upplýsingar frá neytanda um aðskotahlut, trúlega glerbrot, í krukku af sólþurrkuðum tómötum. Meira »

Uppgjör lúðrasveitanna nálgast

Í gær, 16:22 Litlu mátti muna að upp úr syði í Hljómskálagarðinum í dag þar sem þrjár lúðrasveitir voru mættar til að kynna sögulegt uppgjör á milli þeirra á laugardag. Sveitirnar þrjár eiga sér áratugalanga sögu og er ætlunin að útkljá ríginn þeirra á milli í eitt skipti fyrir öll. Meira »

Svamla um Kolgrafafjörð (myndband)

Í gær, 16:02 Sigurður Helgason tók drónamyndbönd af grindhvalatorfunni, sem var innlyksa í Kolgrafafirði um helgina, þar sem hún svamlar um fjörðinn og nær loks út á Breiðafjörð. Meira »
Skápur til sölu.
Furuskápur hæð,2.m breidd 0,71meter. 9500.kr. uppl.8691204....
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...