Viðeyjarstofa markaði ný spor

Þrjátíu ár eru liðin síðan ráðist var í endurbætur á ...
Þrjátíu ár eru liðin síðan ráðist var í endurbætur á Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju. mbl.is/Ómar

Í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá endurbótum á Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju mun Borgarsögusafn Reykjavíkur bjóða upp á leiðsögn og staðarskoðun í Viðey á sunnudag.

Magnús Sædal Svavarsson, framkvæmda- og byggingastjóri endurbyggingarinnar, annast frásögn, en hann var byggingarfulltrúi Reykjavíkur árin 1993 til 2011.

Ný stefna í byggingarsögunni

Viðeyjarstofa er meðal sögufrægustu húsa Íslandssögunnar og reis hún árið 1755. Var Viðeyjarkirkja vígð nokkrum árum síðar, árið 1774.

„Bygging þessara húsa markaði ný spor í íslenskri byggingarsögu. Þarna var byggt úr steini og síðan fylgdu á eftir þau hús sem kölluð hafa verið gömlu steinhúsin á Íslandi, Stjórnarráðshúsið, Nesstofa, Bessastaðir, Hóladómkirkja, Viðeyjarkirkja og Landakirkja,“ segir Magnús. „Það þóttu undur og stórmerki þegar húsið reis, þarna voru eldstæði og reykháfar sem menn varla þekktu áður,“ segir hann.

Vinna við endurbætur á Viðeyjarstofu hófust í mars árið 1987 og lauk þeim 18. ágúst 1988. Í millitíðinni fór fram fornleifauppgröftur norðan við Viðeyjarstofu, en þar komu í ljós leifar af Viðeyjarklaustri. Í tilefni af 200 ára kaupstaðarafmæli Reykjavíkur fékk borgin húsin að gjöf frá íslenska ríkinu og var í kjölfarið ákveðið að hefja endurbæturnar undir stjórn Þorsteins Gunnarssonar arkitekts.

„Ég vil meina að viðgerð Reykjavíkurborgar á stofunni hafi leitt til þess að menn hafi farið að gefa þessum gömlu steinhúsum meiri gaum í framhaldinu. Það er kenning mín að glæsilegt frumkvæði Reykjavíkur undir forystu Davíðs Oddssonar, þáverandi borgarstjóra, hafi orðið til þess að farið hafi verið að sinna þessu meira og betur. Bessastaðir voru t.a.m. alveg teknir í gegn,“ segir Magnús. „Þetta er eitt skemmtilegasta verkefni sem ég hef komið að,“ segir hann og nefnir að sérstakur þjóðarvilji hafi verið um endurbæturnar. „Það var sérlega góð tilfinning að það vildu þetta allir,“ segir Magnús.

Þátttaka í göngunni er ókeypis, en greiða þarf í Viðeyjarferju. Siglt verður frá Skarfabakka klukkan 13.15, en þeir sem vilja snæða hádegisverð í Viðeyjarstofu fyrir gönguna geta siglt klukkan 12.15.

Innlent »

Ákærður fyrir hnífstunguárás

14:02 Saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur tvítugum karlmanni fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað í Kjarnaskógi árið 2016. Manninum er gert að hafa stungið annan mann tvisvar með þeim afleiðingum að slagæð og bláæð í læri fórnarlambsins fóru í sundur. Meira »

Nálgunarbann við eigið heimili staðfest

13:44 Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Vesturlands um að lögreglustjóranum á Vesturlandi hafi verið heimilt að vísa manni af heimili sínu á grundvelli laga um nálgunarbann. Meira »

Rán gefur kost á sér

13:37 Rán Reynisdóttir hársnyrtimeistari hefur gefið kost á sér til formennsku í Neytendasamtökunum.  Meira »

Beit og sparkaði í lögregluþjóna

12:52 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir umferðalagabrot og brot gegn valdstjórninni, en hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa bitið lögreglumann og í annað skiptið sparkað í þrjá lögreglumenn sem reyndu að handtaka manninn. Meira »

Ákærð fyrir 25,2 milljóna skattbrot

12:41 Kona á fimmtugsaldri hefur verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Er hún ákærð fyrir 25,2 milljóna króna skattbrot, bæði fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda. Meira »

Eignir fyrir 490 milljónir kyrrsettar

12:07 Eignir þriggja liðsmanna Sigur Rósar upp á 490 milljónir verða áfram kyrrsettar upp í mögulega 800 milljóna skattaskuld þeirra. Staðfesti héraðsdómur í síðustu viku kyrrsetningu sýslumanns, en hún nær til fjölmargra fasteigna, faratækja og lausafjármuna. Meira »

Farbann yfir Sigurði staðfest

11:41 Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Kristinsson skuli sæta farbanni til 6. september.  Meira »

Undir lögaldri á 151 km hraða

11:26 Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært á annan tug ökumanna fyrir of hraðan akstur það sem af er viku. Sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Umferðaróhapp á Reykjanesbraut

11:25 Draga þurfti tvær bifreiðar af vettvangi eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut í Hafnarfirði á áttunda tímanum í morgun. Fjórum bifreiðum hafði þá lent saman en ekki urðu slys á fólki. Meira »

Mætti bifreið á ofsahraða

11:16 Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður sem var á leið um Nesveg í vikunni mætti bifreið sem ekið var á ofsahraða.  Meira »

Enginn vafi um sjálfbærni veiðanna

10:58 Gísli Víkingsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, segir hvalveiðar Íslendinga vera sjálfbærar, enginn vafi leiki á því. „Þessir kvótar eru sjálfbærir, þeir eru mjög varfærnislega ákvarðaðir,“ segir Gísli. Meira »

Leita svara vegna morgunkorns

10:52 Fyrirtækin sem flytja morgunkorn og aðrar kornvörur frá Kelloggs, Quaker og General Mills til Íslands, segjast hafa haft samband við framleiðendur í morgun til þess að fá frekari upplýsingar vegna frétta um að mælst hefur efnið glýfosat í morgunkorni fyrirtækjanna í Bandaríkjunum. Meira »

Ráðherra efast um sjálfbærni hvalveiða

09:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, auðlinda- og umhverfisráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við Ísland séu sjálfbærar. Þetta kemur fram í svari hans við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um hvort hann telji ástæðu til að endurskoða hvalveiðistefnu Íslendinga. Meira »

Sjálfstæðisfélag um fullveldismál tímabært?

09:31 Tímabært og nauðsynlegt kann að vera að stofna félag innan Sjálfstæðisflokksins um fullveldismál að mati Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins. Þetta kemur fram á vefsíðu hans. Meira »

Aukið lánsfé fyrir fleiri hópa

08:38 Stefano Stoppani, forstjóri Creditinfo, segir fleiri hópa samfélagsins nú geta fengið aðgang að lánsfé.  Meira »

6.261 hlotið ríkisborgararétt sl. tíu ár

08:33 6.261 erlendum ríkisborgara eða borgurum án ríkisfangs hefur verið veitt íslenskt ríkisfang undanfarin tíu ár. Rúmlega 72 prósent þeirra eru 18 ára og eldri. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Meira »

Liðum mismunað á grundvelli kyns

08:18 „Ég var búin að finna fyrir þessu á eigin skinni í öllum liðum sem ég hef æft með. Það er enn mikið um misrétti í knattspyrnu,“ segir Margrét Björg Ástvaldsdóttir, félagsfræðingur og knattspyrnukona, sem rannsakaði hvort og hvernig knattspyrnufélög mismuni kynjunum þegar umgjörð er annars vegar. Meira »

Vægi ferðaþjónustu ofmetið

08:08 Samtök ferðaþjónustunnar telja að vægi ferðaþjónustu á íslenskum vinnumarkaði kunni að vera verulega ofmetið í fyrri áætlunum. Þetta má lesa úr greiningu Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem byggir á nýjum ferðaþjónustureikningum Hagstofu Íslands. Meira »

Lúpínan hefur lokið hlutverki sínu

07:57 Lúpína hefur nýst Landgræðslunni vel sem landgræðslujurt á stórum sandsvæðum. Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, segir þó að áður hafi þurft að leggja í heilmikinn kostnað við að friða svæðin og binda sandinn.. Meira »