Fleiri ástæður en „efnahagshrunið“

Kirkjan í Hvalseyjarfirði í Eystribyggð er einn af þekktustu stöðum …
Kirkjan í Hvalseyjarfirði í Eystribyggð er einn af þekktustu stöðum í sögu búsetu norrænna manna á Suður-Grænlandi og rústir kirkjunnar eru áþreifanlegustu minjarnar um byggðirnar. mbl.is/RAX

Kenningar um að viðskipti með rostungstennur hafi ráðið úrslitum um viðhald og endalok norrænu byggðarinnar á Suðvestur-Grænlandi eru ekki nýjar af nálinni.

Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, segir þó að flestir fræðimenn sem fjalli um málið í dag telji að fleiri skýringar séu á afdrifum byggðarinnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Endalok byggðarinnar hafa lengi verið ráðgáta. Lífseigar voru kenningar um að inúítar hefðu útrýmt norrænu mönnunum, ef til vill í baráttu um brauðið. Danski fornleifafræðingurinn Poul Nørlund rannsakaði málið á millistríðsárunum og birti niðurstöður sínar í riti sem kom út á árinu 1936. Þar kom hann fram með þá kenningu, fyrstur manna, að efnahagsmálin hefðu átt mestan hlut að máli, meðal annars viðskipti með rostungstennur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »