Óvissa vegna umboðs til að sækja lyf fyrir sjúklinga

Lyfjafræðingur ber ábyrgð á afgreiðslu og afhendingu lyfja skv. nýju …
Lyfjafræðingur ber ábyrgð á afgreiðslu og afhendingu lyfja skv. nýju reglugerðinni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Borið hefur á því að fólk þurfi að sýna skilríki og fylla út pappíra með nafni og kennitölu, til að fá lyf afhent í lyfjabúðum undanfarið, en Morgunblaðinu barst ábending um það og spurðist fyrir í lyfjaverslunum í framhaldinu.

Fengust þau svör að skv. nýrri reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja, sem tók gildi að mestu 1. júlí sl., verði að vera hægt að rekja hverjir séu viðtakendur lyfja við afgreiðslu þeirra.

Lyfjastofnun benti á, í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins, að í reglugerðinni segi m.a. að lyf verði einungis afhent sjúklingi eða umboðsmanni hans, eiganda dýrs eða umráðamanni þess gegn framvísun persónuskilríkja og skal skrá með rekjanlegum hætti kennitölu þess sem fær lyfið afhent.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert