Forstjórinn segir völd sín ofmetin

Alberto Pototsching, forstjóri Evrópsku orkustofnunarinnar ACER, segir valdheimildir stofnunarinnar ofmetnar ...
Alberto Pototsching, forstjóri Evrópsku orkustofnunarinnar ACER, segir valdheimildir stofnunarinnar ofmetnar og að meginhlutverk hennar sé að miðla málum þegar verður ágreiningur. Hann segir henni ekki falið yfirþjóðlegt vald. mbl.is/Hari

Valdheimildir orkustofnunar Evrópu, ACER, eru ofmetnar, segir Alberto Pototschnig, forstjóri ACER, í samtali við blaðamann mbl.is. „Það er mjög mikilvægt að taka umræðuna, það er auðvitað stórt skref að taka þátt í innri orkumarkaði Evrópu. Þessi umræða verður þó að byggja á réttum upplýsingum,“ segir hann.

Forstjórinn kom hingað til lands til þess að taka þátt í málþingi lagadeildar Háskólans í Reykjavík um orkumál og EES-samningin sem haldið var í dag. Tilefni málþingsins er hinn svokallaði þriðji orkupakki Evrópusambandsins sem stendur til að leggja fyrir Alþingi í haust, en hann hefur sætt gagnrýni að undanförnu.

Segist ekki vera „stóri bróðir“

„Stofnunin tekur aðeins ákvarðanir þegar eftirlitsstofnanir ríkjanna eru ekki sammála. Það verður að vera einhver sem sker úr í deilumálum og tryggir málamiðlun milli aðila og það er hlutverk okkar. Við erum enginn stóri bróðir með yfirþjóðlegt vald. Við erum ekki að grípa fyrir hendurnar á þessum eftirlitsaðilum, við erum að hjálpa þeim,“ segir Pototschnig.

Pototschnig segir stofnunina gefa út álit ef grunur er um að ekki sé verið að fylgja reglum Evrópusambandsins. Eftir slíka útgáfu hefur umrætt ríki fjóra mánuði til þess að gera viðeigandi ráðstafanir.

Hafi ekki verið orðið við beiðni stofnunarinnar fer málið til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem sér um að tryggja að ákvæðum sambandsins sé framfylgt. Hins vegar ef það snýr að deilum milli aðila þá hafi ACER úrskurðarheimildir þegar ekki gengur að sætta deiluaðila, staðhæfir forstjórinn.

Vafi um sjálfstæða ákvarðanatöku

Þriðji orkupakki Evrópusambandsins hefur meðal annars verið gagnrýndur fyrir að ákvarðanir er varða íslensk málefni verði færðar til stofnunarinnar ACER sem Ísland á ekki aðild að. Hefðbundið er innan EES að eftirlit og ákvarðanir sem snúa að Evrópulöggjöf sé hjá stofnunum EFTA, sem Ísland á aðild að. Þessu hlutverki gegna hins vegar stofnanir ESB í tilfelli aðildarríkja sambandsins og er því talað um að innan Evrópska efnahagssvæðisins séu tvær stoðir, ein fyrir EFTA-EES-ríkin og önnur fyrir aðildarríki Evrópusambandsins.

Spurður hvernig sé hægt að leysa þann vanda að ACER muni hugsanlega hafa valdheimildir utan tveggja stoða kerfisins, svarar Pototschnig að það sé ekki hans að leysa þann vanda og að hann geti ekki sagt hvernig það ætti að vera.

Hann vísar þó til samstarfs ESB og ríkja utan sambandsins sem eru hluti af sameiginlegum orkumarkaði Evrópu (e. European Energy Community) og segir það eitt dæmi um að hægt sé að finna lausnir.

Samkvæmt Pototschnig hafa þau ríki sem eru utan ESB sett upp eigið kerfi til þess að sinna eftirliti, en orkustofnunin skerst í leikin þegar ekki gengur að leysa deilur. „Ef það á að vera sameiginlegur orkumarkaður verður að vera einhver úrskurðaraðili,“ segir hann.

Málþingið var fjölsótt og sótti Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- ...
Málþingið var fjölsótt og sótti Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarmálaráðherra, fundinn. mbl.is/Hari

„Ég er ekki endilega að segja að þetta sé besta lausnin fyrir Ísland, en þetta hefur gengið í samstarfi við önnur ríki. Það væri vissulega hægt að hafa fjölþjóðlegan vettvang, en það er ekki endilega besta leiðin til þess að leysa deilur,“ segir forstjórinn.

Á málþinginu í dag hélt Henrik Bjørnebye, prófessor við lagadeild Háskólans í Ósló, erindi og kom fram í kynningu hans að í tilfelli Noregs, sem þegar hefur samþykkt þriðja orkupakkann, séu það stofnanir EFTA sem sinna eftirliti og taka ákvarðanir. Hins vegar benti hann á að í því samhengi byggja ákvarðanir á drögum að úrskurði sem rituð eru af ACER. „Það er augljós vafi um hversu sjálfstæð ákvarðanataka stofnana EFTA er að þessu leyti,“ sagði hann.

Sæstrengur hækkar verð til neytenda

„Ég vona að það sé enn í skoðun að tengja Ísland við evrópskan orkumarkað, með þessum Icelink. Það eru örugglega skiptar skoðanir um ágæti þess, en svona tengingar milli kerfa sem hafa ólíkar þarfir eykur hagkvæmni töluvert. Það eru samt ákveðnir þættir sem þarf að hafa í huga svo sem að útflutningsríki mun líklega sjá fram á verðhækkanir,“ segir Pototschnig spurður um mögulega tengingu Íslands við evrópskan orkumarkað.

„Orkuframleiðendur munu fá hærra verð fyrir afurðina og neytendur munu þurfa að borga meira, en það eru mörg dæmi þess að ríki hafa komið til móts við neytendur,“ bætir hann við.

Kristín Haraldsdóttir lektor.
Kristín Haraldsdóttir lektor. mbl.is/Hari

Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sagði í sínu erindi á málþinginu að Ísland væri undanskilið mörgum ákvæðum þriðja orkupakkans. Þær undanþágur eru hins vegar skilyrtar að sögn hennar.

Þá sagði hún meginskilyrðið vera að Ísland væri ekki tengt evrópskum orkumarkaði sem gerir sæstreng úrslitaatriði sem ræður hvort stór hluti löggjafarinnar öðlist gildi hér á landi, hafi tilskipunin verið innleidd annars vegar.

mbl.is

Innlent »

„Þetta er orðinn alltof langur tími“

17:02 Formaður Blaðamannafélags Íslands segir ekki hafa staðið á félaginu í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, en samningar blaðamanna hafa verið lausir frá 1. janúar. Möguleika á eingreiðslu til félagsmanna hefur verið velt upp. Meira »

Það sem Angela Merkel sagði í dag

16:36 Angela Merkel yfirgaf blaðamannafundinn í Viðey fyrst manna. Eftir sátu norrænir ráðherrar og fóru í viðtöl. Kanslarinn þýski sagði þó ýmislegt meðan á fundinum stóð og svaraði spurningum fjögurra blaðamanna. Ekki verður sagt að í máli Merkel hafi komið fram afgerandi fullyrðingar um nokkuð efni. Meira »

Brauðtertur, útikarókí og knús

16:17 Brauðtertusamkeppni, lúðrasveitauppgjör, fjölskyldujóga, rauðvínsjóga, spunamaraþon, vöfflukaffi, knús og útikaraoke. Þetta er aðeins brotabrot af yfir hundrað viðburðum sem gestum Menningarnætur gefst kostur á að sækja á laugardag, þegar Menningarnótt verður fagnar í borginni í 24. sinn. Meira »

Nágranni bjargaði íbúðinni

15:59 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um reyk úr íbúð í innbænum. Hafði húsráðandi verið að stunda eldamennsku og brugðið sér frá. Ekki kviknaði eldur í pottinum sem var á heitri hellu, en myndaðist mikill reykur, segir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri. Meira »

Var ekki með heimild flugumferðastjóra

15:43 Áreksturshætta varð skammt frá Langavatni þann 29. mars 2018 þegar flugmaður vélarinnar TF-IFB hóf flug í átt til lendingar á Reykjavíkurflugvelli áður en hann fékk heimild til þess, að því er segir í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Er atvikið flokkað sem „alvarlegt flugatvik.“ Meira »

Aðstoða efnalitla foreldra í upphafi skólaárs

15:37 Starfsfólk og sjálfboðaliðar Hjálparstarfs kirkjunnar munu næstu daga og vikur taka á móti foreldrum grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör og aðstoða um ýmislegt sem vantar í upphafi skólaárs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Meira »

Umskipti hjá Sölku á Dalvík

14:50 Hagnaður varð af rekstri sjávarafurðafyrirtækisins Sölku á Dalvík í fyrra. Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2018 nam hagnaðurinn um 6,5 milljónum króna. Meira »

Flugeldasýningin með óbreyttu sniði

14:30 Flugeldasýningin á menningarnótt á laugardag verður með óbreyttu sniði. Hún hefst að loknu Tónaflóði, stórtónleikum Rásar 2, um klukkan 23. Skotið verður upp á sama stað og í fyrra, við Austurbakkann. Meira »

„Gott að vera með þýska skipuleggjendur“

14:20 Angela Merkel sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Viðey eftir hádegi. Með henni voru forsætisráðherrar Norðurlanda og með þeim ætlar hún að stofna sameiginlegan vettvang um áríðandi mál. Meira »

Ekkert smá bras að ná bílnum niður

14:15 „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental, um sérstakt óhapp í morgun þegar bíl bílaleigunnar var ekið ofan á kyrrstæðan bíl. Meira »

Merkel heimsótti Hellisheiðarvirkjun

13:41 Angela Merkel, kanslari Þýskalands heimsótti Hellisheiðarvirkjun í morgun til að kynna sér jarðhitanýtingu Íslendinga og þróunarverkefni tengd henni, ekki síst kolefnisbindinguna við Hellisheiðarvirkjun. Hún fékk sér kaffi og kleinur með forstjóra og stjórnarformanni ON. Meira »

Flatey gerð að verndarsvæði í byggð

13:25 Þorpið í Flatey á Breiðafirði hefur nú verið skilgreint sem verndarsvæði í byggð. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þessar ákvörðun í heimsókn sinni til Flateyjar um síðustu helgi. Meira »

Blaðamannafundur hafinn í Viðey

12:58 Blaðamannafundur norrænu forsætisráðherranna og Angelu Merkel Þýskalandskanslara er nú hafin í Viðeyjarstofu í Viðey. Færeyingar, Álandseyingar og Grænlendingar eru fjarri góðu gamni. Meira »

„Bergið greinilega óstöðugt“

12:10 „Við erum bara búin að loka austasta hluta Reynisfjöru eins og hægt er með lögregluborða. Fólk virðist – alla vega enn sem komið er – virða það,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Hann er nú í Reynisfjöru þar sem féll skriða úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

Bernhard innkallar 1.078 bíla

11:52 Bernhard hefur innkallað 1.078 Honda-bifreiðar af árgerðunum 2001 til 2012. Um er að ræða bíla af gerðunum Accord, Jazz, Civic, Steam og CR-V.k. Ástæða innköllunarinnar er að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Upphafið að einhverju mikilvægu

11:50 „Þetta er ótrúlega mikilvægt,“ segir bankastjóri Íslandsbanka um fund í morgun, þar sem samtök fjórtán norrænna stórfyrirtækja og þjóðarleiðtogar Norðurlandanna undirrituðu sameiginleg markmið um sjálfbærni og jafnrétti. Meira »

Innbrot í fyrirtæki í Vesturbæ og Kópavogi

11:39 Morguninn var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla þurfti þó að sinna útkalli klukkan níu í morgun vegna innbrots í fyrirtæki í vesturhluta borgarinnar. Þá barst einnig tilkynning um innbrot í fyrirtæki í Kópavoginum. Meira »

Ók upp á fólksbíl á Granda

11:11 Sérkennilegt umferðaróhapp varð á Grandagarði í morgun þegar kona ók bíl sínum upp á annan fólksbíl. Tvær konur voru í bílnum, asískir ferðamenn, og samkvæmt heimildum mbl.is höfðu þær nýverið tekið bílinn á leigu. Meira »

„Þetta á allt eftir að hrynja“

11:10 „Það eru miklar viðvaranir þarna niður frá vegna brim- og hrunhættu. Það er alltaf þarna eitthvað hrynjandi. Ég hef nú meira að segja lent í því sjálfur að hrunið hafi á mig þegar ég var í lunda,“ segir íbúi í Görðum við Reynisfjöru. Lög­regl­a lokaði í gær aust­asta hluta ­fjörunnar. Meira »
Falleg íbúð á Keilugranda
Falleg 2ja herb. íbúð á Keilugranda til langtímaleigu frá 1. sept. Fyrir reyklau...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi, ra...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir h...