Einstæðir foreldrar ekki í forgang

Frá réttindagöngu barna frá frístundaheimilum.
Frá réttindagöngu barna frá frístundaheimilum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Börn einstæðra foreldra njóta ekki forgangs við vistun á frístundaheimili. Þetta segir Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá Reykjavíkurborg.

„Börn sem glíma við félagslegan vanda, fötlun eða annað eru í forgangi. Þar á eftir koma börn í fyrsta bekk, svo börn í öðrum bekk og koll af kolli,“ segir Soffía.

Foreldrar hafa í þessari viku margir hverjir fengið upplýsingar um vistun á frístundaheimilum sem stendur börnum þeirra til boða. Einstæð móðir sem Morgunblaðið ræddi við segist vera í verulegum vandræðum þar sem sonur hennar, sem byrjar brátt í þriðja bekk, fær einungis vistun á frístundaheimili þrjá daga vikunnar. Hina dagana þarf hún því að fara úr vinnu til að sækja son sinn í skólann klukkan hálf tvö. Barnsfaðir hennar býr og starfar í öðru sveitarfélagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert