Góðir hlustendur og sálfræðingar

Starfsmenn rakarastofu Björns og Kjartans. F.v.: Mohammad Alibo, Kjartan Björnsson, …
Starfsmenn rakarastofu Björns og Kjartans. F.v.: Mohammad Alibo, Kjartan Björnsson, Björn Ingi Gíslason, Guðrún Þórhallsdóttir og Björn Daði Björnsson.

Rakarastofa Björns og Kjartans á Selfossi fagnar 70 ára afmæli í dag og verður boðið upp á kaffi og meðlæti í tilefni dagsins. Í haust verður svo afmælispartí. „Þá gerum við afa góð skil,“ segir Kjartan Björnsson hárskeri, einn fjögurra bræðra.

Gísli Sigurðsson hóf reksturinn 1948 eftir að hafa verið rakari í Eimskipafélagshúsinu í Reykjavík og víðar um árabil. Björn sonur hans tók við stofunni fyrir um 50 árum. „Það var hans heitasta ósk að ég yrði rakari og hann byrjaði að láta mig klippa sig þegar ég var 13 ára,“ segir Björn.

Hann segist hafa viljað verða húsasmiður og hafi unnið við húsasmíði hjá Sigfúsi Kristinssyni en farið á samning á rakarastofunni og alltaf klippt með. „Þegar pabbi veiktist 1968 varð ég að stökkva út í djúpu laugina og taka við stofunni.“

Sjá viðtal við Gísla í heild á baksíðu Mmorgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert