Vinnumálastofnun spáir nú færri nýjum störfum í ár

Byggingargeirinn á mikinn þátt í fjölgun starfa það sem af …
Byggingargeirinn á mikinn þátt í fjölgun starfa það sem af er árinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vinnumálastofnun áætlar nú að 2.000 til 2.500 ný störf verði til í ár. Til samanburðar spáðu sérfræðingar stofnunarinnar í ársbyrjun að 2.500 til 3.000 ný störf yrðu til í ár.

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, telur líklegt að talan verði nærri 2.000 nýjum störfum. Það er mikil breyting frá fyrri spá um allt að 3.000 störf.

Þá spáir stofnunin 3.250 nýjum störfum árin 2019 og 2020. Gangi það eftir munu um 31.500 ný störf hafa orðið til árin 2012-2020. Til samanburðar urðu til 22.600 störf árin 2005-2008. „Þetta er orðið langt tímabil með mikilli fjölgun starfa og trúlega mesta samfellda fjölgun starfa á vinnumarkaði síðustu áratugina,“ segir Karl í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert