Ný göng yrðu lengri vegna hertra krafna

Ný Hvalfjarðargöng yrðu lengri en núverandi göng.
Ný Hvalfjarðargöng yrðu lengri en núverandi göng. mbl.is/Árni Sæberg

Gangaleið með tvístefnuumferð er langhagkvæmasti kostur tvöföldunar Hvalfjarðarganga. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sérfræðinga Vegagerðarinnar og Mannvits.

Öryggisreglur í jarðgöngum hafa verið hertar til muna frá því núverandi göng voru hönnuð fyrir rúmlega tveimur áratugum. Ný göng þurfa að vera lengri og breiðari og með minni veghalla. Þau yrðu allt að tveimur kílómetrum lengri en núverandi göng. Ennfremur þarf að gera ráð fyrir flóttaleiðum. Þetta mun auka kostnað, að því er fram kemur í umfjöllun um ný Hvalfjarðargöng í Morgunblaðinu í dag.

Núverandi göng eru 5.770 metrar. Ný göng, austan við þau gömlu, yrðu að vera um 7.500 metrar til að uppfylla öryggiskröfur. Munni sunnan fjarðar yrði á svipuðum stað en norðan fjarðar myndi gangaendi vísa til austurs og munninn yrði innar í Hvalfirði, milli Kúludalsár og Grafar. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvenær ráðist verður í þessa brýnu framkvæmd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert