Skaraði fram úr í tónleikaröð

Kristín Anna stefnir á framhaldsnám eftir útskrift. Hún segir Þjóðverja …
Kristín Anna stefnir á framhaldsnám eftir útskrift. Hún segir Þjóðverja reglusama, skynsama og indæla. Ljósmynd/Aðsend

Kristín Anna Guðmundsdóttir sópransöngkona varð þess heiðurs aðnjótandi að vera valin af tónleikagestum sá söngvari sem þótti skara mest fram úr á sjö tónleikum sem nýverið voru haldnir í Torgau í NV-Saxlandi í Þýskalandi.

Tónleikarnir voru hluti af tíu daga „masterclass“ sem Kristín Anna sótti og var skipulagður af Felix Mendelssohn Bartholdy-tónlistarháskólanum í Leipzig.

„Í masterklassanum var ég aðallega í söngtímum hjá KS Prof. Roland Schubert, sem náði að kenna mér ótrúlega margt nýtt á aðeins örfáum dögum. Einnig vann ég með KS Dagmar Schellenberger, sem er sópransöngkona sem hefur átt glæstan feril í óperettuheiminum. Hún bauð mér að vinna enn frekar með sér og mun ég gera það hér í Berlín,“ segir Kristín Anna en hún hefur verið meira og minna búsett í Berlín sl. fjögur ár.

Sjá viðtal við Kristínu Önnu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert