„Hef bara gaman af lífinu“

Gerður komin í mark eftir 50 kílómetra Fossavatnsgöngu. Gangan er …
Gerður komin í mark eftir 50 kílómetra Fossavatnsgöngu. Gangan er fyrsta af fjórum Landvættaþrautum. Ljósmynd/Gerður Steinþórsdóttir

Gerður Steinþórsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og ævintýramanneskja með meiru, lauk nýlega við allar Landvættaþrautirnar svokölluðu. Að hennar sögn gekk undirbúningur fyrir keppnina vel og var hún sátt við árangurinn.

„Ég er allavega ekkert þreytt eftir þetta,“ segir Gerður og hlær. Hún var hluti af stórum hópi sem æfði á vegum Ferðafélags Íslands fyrir þrautirnar, en um níu mánaða undirbúningsferli er að ræða.

„Ég hef þekkt ýmsa sem hafa verið í þessu. Svo var einhver sem benti mér á þetta, að ég væri líkleg til að geta þetta, svo ég sló til. Það er líka voða gaman að prófa eitthvað nýtt,“ segir Gerður, en hún býr að mikilli reynslu af útivist og hefur t.a.m. gengið á alla tinda úr bókinni Íslensk fjöll, gönguleiðir á 151 tind.

Sjá viðtal við Gerði í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert