Þáði starfið vegna kraftsins í Lilju

Jón Pétur Zimsen, aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur.
Jón Pétur Zimsen, aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur. mbl.is/Valli

Jón Pétur Zimsen, nýráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, segir kraftinn og áhugann sem hann fann fyrir hjá Lilju hafa ráðið úrslitum þegar hann ákvað að taka að sér starfið. Jón Pétur lét í vor af störfum hjá Réttarholtsskóla eftir tuttugu ára starf hjá skólanum. Hann hóf að kenna þar árið 1998, var aðstoðarskólastjóri árin 2007 til 2015 og skólastjóri 2015 til 2018.

„Mér leist vel á hana, á kraft hennar og áhuga. Mér fannst ferskt að sjá stjórnmálamann hafa metnað til að gera góða hluti í menntamálunum. Það var það sem á endanum fékk mig til að stíga þetta skref,“ segir Jón Pétur en hann segir það ekki hafa verið planið að ráða sig hjá menntamálaráðherra þegar hann hætti hjá Réttarholtsskóla heldur hafi hann þá ætlað að einbeita sér að öðrum hlutum alveg utan við menntamálin.

Frá Háaleitisskóla. Mynd úr safni.
Frá Háaleitisskóla. Mynd úr safni. Rósa Braga

„Það er alltaf viskulegt þegar menn eru ekki bara að velja pólitískt heldur einnig faglega,“ segir Jón Pétur en hann telur að með ráðningunni ætli Lilja sér að fá betri tengingu inn í kennara- og skólastjórastéttina. Þar að auki vonast Jón Pétur til þess að geta lagt sitt af mörkunum við að bæta læsi grunnskólanemenda. Gott orð fer af Jóni Pétri frá Réttarholtsskóla þar sem nemendur komu mjög vel út úr Pisa-könnunum og starfsánægja nemenda var mikil. 

Lakur lesskilningur ógnar lýðræðinu

„Mælingar hafa sýnt dvínandi lesskilning frá 2002, sem er mikið áhyggjuefni. Lýðræðið er í húfi ef menn geta ekki lesið sér til gagns,“ segir Jón Pétur. „Við erum svo lítið land að við ættum að geta tekið á þessu og bætt það sem bæta má,“ segir Jón Pétur sem er sannfærður um að allir séu tilbúnir að róa að sama markmiði; foreldrar, nemendur, stjórnmálin, hagsmunaaðilar og kennarar. 

Sem skólastjóri hafði Jón Pétur sig nokkuð frammi í gagnrýni á margt í menntakerfinu. Sagði hann meðal annars þegar hann hætti sem skólastjóri Réttarholtsskóla að skilningsleysi Reykjavíkurborgar ætti sinn þátt í ákvörðuninni. Spurður hvort hann fari inn í ráðuneytið með einhverja utanaðkomandi gagnrýni frá starfi hans í Réttarholtsskóla nefnir Jón til dæmis innleiðinguna á nýjum námsmatskvörðum í grunnskólunum, hið svokallaða „ABCD-mat“. 

„Það hefði mátt innleiða það mun betur og vera meiri eftirfylgni,“ segir Jón Pétur en bætir þó við að hann hafi oft og tíðum átt í mjög fínum samskiptum við ráðuneytið. Hann finni því ekki fyrir neinni andúð á nýja vinnustaðnum. 

„Ég hef ekki fundið fyrir því,“ segir hann. „Hér er fullt af duglegu og flottu fólki og við erum öll að róa í sömu átt.“

mbl.is/Styrmir Kári

Að sögn Jóns Péturs benda rannsóknir til þess að oft vanti mikið upp á orðaforða og hugtakaskilning íslenskra barna. „Orðaforði og hugtakaskilningur er lykillinn að íslenskunni. Börn verða að geta hlustað og lesið sér til gagns. Við þurfum að bæta þetta og það bara strax, það þarf að skoða út af hverju þetta er. Er minna lesið fyrir börn núna en áður? Það er fylgni milli orðaforða þriggja ára og tíu ára barna og þarna er ábyrgð foreldra mikil,“ segir Jón Pétur. 

Segir Jón að íslenskukennsla á Íslandi sé minni en dönskukennsla og bendir á að til þess að börn geti skilið innihald texta þurfi þau að skilja 97-98 prósent orðanna í textanum. 

„Ég held að það sé gott að læra að nota snjalltækin,“ segir Jón Pétur spurður út í notkun þeirra í skólastofunni. „En þar verður að vanda til verka og undirbúa sig vel. Snjalltækin bjóða upp á margt, þar eru gríðarlegir möguleikar. Snjalltækin eru gátt inn í gríðarlegt magn upplýsinga og börn þurfa að kunna að fara með þær upplýsingar. Þekkja muninn á því hvað er satt og hvað ekki. Það verður að vera þekking hjá krökkunum til að geta vinsað þarna úr. Grunnurinn að skólastarfinu er að tryggja að allir hafi aðgengi að grunnþekkingu sem hver einstaklingur ætti að búa yfir.“

Spurður út í umræðuna um að afhenda skólum ekki niðurstöður Pisa-kannana segist Jón Pétur trúa því að gagnsæi sé almennt af hinu góða. „En við viljum ekki að það sé einhver stimplun í gangi. Ef skólar koma illa út að þeir verði sjálfkrafa stimplaðir sem hörmungarskólar,“ segir hann.

mbl.is

Innlent »

Búið að loka upp í turninn

20:17 Næsta mánuðinn verður ekki hægt að komast upp í Hallgrímskirkjuturn þar sem verið er að skipta um lyftu í turninum. Allt að þúsund manns fara upp í turninn á degi hverjum á þessum árstíma og þeir sem ætluðu upp í dag þurftu því frá að hverfa. Meira »

Fjárhagsleg áhrif úrskurðarins „óveruleg“

20:16 Orkuveita Reykjavíkur hefur ítrekað óskað eftir leiðbeiningum frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá ráðuneytinu um hvað leggja skuli til grundvallar við álagningu vatnsgjalds frá því að úrskurður féll í síðasta mánuði þar sem álagning OR á vatnsgjaldi ársins 2016 var úrskurðuð ólögmæt. Meira »

Aðhafast ekki frekar á þessu stigi

19:18 Landsliðsnefnd LH hefur rætt mál knapans Guðmundar Björgvinssonar og harmar að mál sem þessi komi upp, en telur ekki tilefni til þess að aðhafast frekar á þessu stigi, þar sem málið hefur ekki verið endanlega til lykta leitt. Ekki er einsdæmi að eigendur hesta telji sig hlunnfarna í viðskiptum. Meira »

Leiðaráætlun nýs flugfélags tilbúin

17:51 Búið er að útbúa leiðaráætlun fyrir nýtt flugfélag sem Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, er í forsvari fyrir. Hann segir vinnu í fullum gangi en ekki sé hægt að gefa upp tímasetningu á því hvenær rekstur geti hafist. Meira »

Álagning OR á vatnsgjaldi ólögmæt

17:41 Álagning Orkuveitu Reykjavíkur á vatnsgjaldi ársins 2016 var ólögmæt. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna stjórnsýslukæru vegna álagningar OR á vatnsgjaldi ársins 2016. Í kjölfar úrskurðarins hefur ráðuneytið ákveðið að taka til skoðunar gjaldskrár allra sveitarfélaga, sem settar hafa verið á grundvelli laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004. Meira »

Embætti landlæknis flýr mygluna

17:14 Embætti landlæknis flytur starfsemi sína frá Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg á Rauðarárstíg 10. Um er að ræða tímabundið húsnæði fyrir starfsemina en mygla í húsnæði embættisins á Barónsstíg er ástæða flutninganna. Meira »

Fylgjast náið með veikindum hrossa

17:03 Matvælastofnun fylgist náið með veikindum hrossa þessa dagana en nokkuð er um veikindi í hrossum um þessar mundir, einkum á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Vesturlandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni. Meira »

Tólf þúsund tonn á land og meira á leiðinni

16:50 Komin eru á land um tólf þúsund tonn af kolmunna í verksmiðjur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Veiðin hefur verið þokkaleg að undanförnu og vinnsla gengið mjög vel. Meira »

Eldur í lyftu í fjölbýlishúsi í Árbæ

16:27 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan fjögur vegna elds í fjölbýlishúsi í Vallarási í Árbæ. Eldurinn kom upp í lyftu í húsinu. Meira »

Engin þingveisla þetta vorið

15:54 Engin hefðbundin þingveisla verður haldin í vor hjá alþingismönnum eins og hefð hefur verið fyrir. Steingrímur J. Sigfússon þingforseti segir að ekki hafi tekist að finna dagsetningu sem hentaði. Meira »

Formaður hefði viljað betri þátttöku

15:17 14,9% félagsmanna í Verkalýðsfélagi Grindavíkur höfðu greitt atkvæði um nýjan kjarasamning kl. 11.30 í dag. Alls greiða um 800 atkvæði um samninginn og um helmingur þeirra er af erlendum uppruna. Meira »

Grunuð um sölu og dreifingu fíkniefna

15:11 Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á umtalsvert magn kannabisefnis og amfetamíns í húsleit sem gerð var í íbúðarhúsnæði að fenginni heimild síðastliðinn föstudag. Fíkniefnin fundust í neyslupakkningum víðsvegar um íbúðina. Meira »

Hálendisvegum lokað fyrir umferð

15:10 Ekki er útlit fyrir að hægt verði að opna fyrir umferð um Fjaðrárgljúfur og Skógaheiði fyrr en 1. júní. Þá hefur Vegagerðin lokað flestum hálendisvegum vegna aurbleytu. Þetta staðfestir Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, í samtali við mbl.is. Meira »

Telur Isavia ekki vinna í góðri trú

14:30 „Viðbrögð og viðmót Isavia og fulltrúa þess finnst okkur ekki bera vott um að þeir séu að vinna í góðri trú,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC, við mbl.is eftir að fyrirtaka í máli félagsins gegn Isavia fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meira »

Lýst eftir manni sem sá líklega árekstur

13:59 Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir manni, sem sá líklega minni háttar árekstur á bílaplaninu við Glerártorg á Akureyri 15. apríl síðastliðinn kl. 16:20. Áreksturinn átti sér stað við innganginn að Rúmfatalagernum. Meira »

Of snemmt að ræða breytingar á Isavia

13:56 Of snemmt er að tala um hvaða nýju áherslubreytingar stjórn Isavia muni boða á rekstri félagsins eftir brotthvarf Björns Óla Haukssonar úr starfi forstjóra í síðustu viku. Þá er augljóst að hin stóra þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar muni taka mið af breytingum á rekstrarumhverfi Isavia. Meira »

David Attenborough á Íslandi

13:13 Sir David Attenborough, náttúrulífssjónvarpsmaðurinn heimsþekkti, er staddur á Íslandi og vinnur að verkefni fyrir breska ríkisútvarpið BBC, með einhverri aðkomu íslenska framleiðslufyrirtækisins True North. Meira »

„Þátttakan er allt of léleg“

12:27 Innan við 10% félagsmanna í stéttarfélaginu Eflingu hafa kosið um nýjan kjarasamning. Hægt er að kjósa til kl. 16 í dag.   Meira »

Eldurinn við Sléttuveg líklega íkveikja

11:35 Talið er að eldurinn sem upp kom í dekkjum og rusli í bílakjallara við Sléttuveg 7 í Reykjavík á sunnudag hafi verið af mannavöldum. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »