Þáði starfið vegna kraftsins í Lilju

Jón Pétur Zimsen, aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur.
Jón Pétur Zimsen, aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur. mbl.is/Valli

Jón Pétur Zimsen, nýráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, segir kraftinn og áhugann sem hann fann fyrir hjá Lilju hafa ráðið úrslitum þegar hann ákvað að taka að sér starfið. Jón Pétur lét í vor af störfum hjá Réttarholtsskóla eftir tuttugu ára starf hjá skólanum. Hann hóf að kenna þar árið 1998, var aðstoðarskólastjóri árin 2007 til 2015 og skólastjóri 2015 til 2018.

„Mér leist vel á hana, á kraft hennar og áhuga. Mér fannst ferskt að sjá stjórnmálamann hafa metnað til að gera góða hluti í menntamálunum. Það var það sem á endanum fékk mig til að stíga þetta skref,“ segir Jón Pétur en hann segir það ekki hafa verið planið að ráða sig hjá menntamálaráðherra þegar hann hætti hjá Réttarholtsskóla heldur hafi hann þá ætlað að einbeita sér að öðrum hlutum alveg utan við menntamálin.

Frá Háaleitisskóla. Mynd úr safni.
Frá Háaleitisskóla. Mynd úr safni. Rósa Braga

„Það er alltaf viskulegt þegar menn eru ekki bara að velja pólitískt heldur einnig faglega,“ segir Jón Pétur en hann telur að með ráðningunni ætli Lilja sér að fá betri tengingu inn í kennara- og skólastjórastéttina. Þar að auki vonast Jón Pétur til þess að geta lagt sitt af mörkunum við að bæta læsi grunnskólanemenda. Gott orð fer af Jóni Pétri frá Réttarholtsskóla þar sem nemendur komu mjög vel út úr Pisa-könnunum og starfsánægja nemenda var mikil. 

Lakur lesskilningur ógnar lýðræðinu

„Mælingar hafa sýnt dvínandi lesskilning frá 2002, sem er mikið áhyggjuefni. Lýðræðið er í húfi ef menn geta ekki lesið sér til gagns,“ segir Jón Pétur. „Við erum svo lítið land að við ættum að geta tekið á þessu og bætt það sem bæta má,“ segir Jón Pétur sem er sannfærður um að allir séu tilbúnir að róa að sama markmiði; foreldrar, nemendur, stjórnmálin, hagsmunaaðilar og kennarar. 

Sem skólastjóri hafði Jón Pétur sig nokkuð frammi í gagnrýni á margt í menntakerfinu. Sagði hann meðal annars þegar hann hætti sem skólastjóri Réttarholtsskóla að skilningsleysi Reykjavíkurborgar ætti sinn þátt í ákvörðuninni. Spurður hvort hann fari inn í ráðuneytið með einhverja utanaðkomandi gagnrýni frá starfi hans í Réttarholtsskóla nefnir Jón til dæmis innleiðinguna á nýjum námsmatskvörðum í grunnskólunum, hið svokallaða „ABCD-mat“. 

„Það hefði mátt innleiða það mun betur og vera meiri eftirfylgni,“ segir Jón Pétur en bætir þó við að hann hafi oft og tíðum átt í mjög fínum samskiptum við ráðuneytið. Hann finni því ekki fyrir neinni andúð á nýja vinnustaðnum. 

„Ég hef ekki fundið fyrir því,“ segir hann. „Hér er fullt af duglegu og flottu fólki og við erum öll að róa í sömu átt.“

mbl.is/Styrmir Kári

Að sögn Jóns Péturs benda rannsóknir til þess að oft vanti mikið upp á orðaforða og hugtakaskilning íslenskra barna. „Orðaforði og hugtakaskilningur er lykillinn að íslenskunni. Börn verða að geta hlustað og lesið sér til gagns. Við þurfum að bæta þetta og það bara strax, það þarf að skoða út af hverju þetta er. Er minna lesið fyrir börn núna en áður? Það er fylgni milli orðaforða þriggja ára og tíu ára barna og þarna er ábyrgð foreldra mikil,“ segir Jón Pétur. 

Segir Jón að íslenskukennsla á Íslandi sé minni en dönskukennsla og bendir á að til þess að börn geti skilið innihald texta þurfi þau að skilja 97-98 prósent orðanna í textanum. 

„Ég held að það sé gott að læra að nota snjalltækin,“ segir Jón Pétur spurður út í notkun þeirra í skólastofunni. „En þar verður að vanda til verka og undirbúa sig vel. Snjalltækin bjóða upp á margt, þar eru gríðarlegir möguleikar. Snjalltækin eru gátt inn í gríðarlegt magn upplýsinga og börn þurfa að kunna að fara með þær upplýsingar. Þekkja muninn á því hvað er satt og hvað ekki. Það verður að vera þekking hjá krökkunum til að geta vinsað þarna úr. Grunnurinn að skólastarfinu er að tryggja að allir hafi aðgengi að grunnþekkingu sem hver einstaklingur ætti að búa yfir.“

Spurður út í umræðuna um að afhenda skólum ekki niðurstöður Pisa-kannana segist Jón Pétur trúa því að gagnsæi sé almennt af hinu góða. „En við viljum ekki að það sé einhver stimplun í gangi. Ef skólar koma illa út að þeir verði sjálfkrafa stimplaðir sem hörmungarskólar,“ segir hann.

mbl.is

Innlent »

Sjúkdómur unga fólksins

18:24 Flestir þeirra sem greinast með geðrof eru ungir að árum og er geðrof oft sagt sjúkdómur unga fólksins. Með réttum stuðningi og meðferð er hægt að koma fólki út í lífið aftur og koma þannig í veg fyrir örorku þess. Þetta getur komið í veg fyrir miklar þjáningar viðkomandi og sparað háar fjárhæðir. Meira »

Forsetinn mætti á Bangsaspítalann

17:24 Hlúð var að veikum böngsum á Bangsaspítalanum í dag. Bangsaspítalinn, sem lýðheilsufélag læknanema stendur fyrir, er haldinn ár hvert og er krökkum boðið að koma þangað til þess að sækja læknisaðstoð fyrir bangsana sína. Auk fjölda barna og bangsa lét Guðni Th. Jóhannesson sig ekki vanta. Meira »

Gekk út með fulla kerru án þess að borga

17:18 Upp kom vélarbilun á tvíþekju á flugi nálægt Reykjavík rétt fyrir klukkan fimm í dag, en henni var lent á Reykjavíkurflugvelli án vandræða, að fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Framkvæmdir við Leirvogstungumel

16:27 Mánudaginn 24. september hefst viðgerð á brú yfir Vesturlandsveg við Leirvogstungumel og verður umferð af Vesturlandsvegi færð á hjáleið meðan á viðgerð stendur. Viðgerðin mun standa yfir í 4 daga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

„Ég þorði ekki að segja nei“

16:15 Erna Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er ein þeirra sem stigið hafa fram og sakað belgíska listamanninn, Jan Fabre sem stofnaði Troubleyn-leikhúsið í Antverwerpen, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Meira »

Handtekinn eftir harðan árekstur

15:36 Einn var handtekinn um kl. 14 í gær í Borgarnesi í kjölfar harðs árekstrar. Er hinn handtekni grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Honum var sleppt að lokinni blóðsýnatöku en rannsókn málsins er enn í fullum gangi að sögn Jónas Hallgríms Ottóssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Borgarnesi. Meira »

Fagna aukinni umferð aðkomutogara

14:29 Aðkomutogarar í Neskaupstað hafa landað þar tæplega 1.700 tonnum í sumar. Hafa skipin verið að veiðum úti fyrir Austfjörðum og hagkvæmara reynst að landa aflanum þar eystra. „Auðvitað fögnum við þessari auknu umferð skipa um hafnirnar, hún er afar jákvæð,“ segir Hákon Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna. Meira »

Tækifæri í nyrstu byggðum

13:55 Mikil tækifæri eru fólgin í því að gera Melrakkasléttu að miðstöð norðurslóðarannsókna á Íslandi. Starfsemi Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn hefur aukist jafnt og þétt síðustu fjögur ár og skilar sínu til byggðarinnar. Um 2-300 gistinætur á Raufarhöfn í sumar voru vegna vísindamanna að störfum. Meira »

Leita að sveitarfélögum í tilraunaverkefni

13:03 Íbúðalánasjóður leitar nú að sveitarfélögum á landsbyggðinni til samstarfs vegna tilraunaverkefnis sem til stendur að fara í á vegum sjóðsins. Meira »

„Verið að misnota UNESCO skráninguna“

12:40 Samtök útivistarfélaga saka svæðisráð Vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði um misnotkun á skráningu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO. Deilur hafa staðið yfir í um sex ár um enduropnun Vonarskarðs fyrir bíla- og hjólaumferð en vegslóðanum var lokað í kjölfar þess að Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Meira »

Ríkisendurskoðun ekki í Vinstri grænum

11:52 „Við þurfum sterkar heilbrigðisstofnanir og getum ekki svelt opinbera kerfið af því að aðrir þurfi á fé að halda,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Sprengisandi og játaði þeirri spurningu þáttastjórnandans að sjálfstætt starfandi sérfræðingar þurfi að koma þar á eftir. Meira »

Stefnir í skort á geðlæknum

10:05 Helgi Garðar Garðarsson geðlæknir óttast að það stefni í alvarlegan skort á geðlæknum innan tíu ára. Ágúst Kristján Steinarrsson greindist með geðhvörf 19 ára en hefur verið án einkenna í fimm ár. „Frá því ég veiktist síðast hefur minn lífsstíll verið mín meðferð,“ segir hann í samtali við mbl.is. Meira »

Rannsókn á bílnum lokið

09:51 Tækni­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hefur lokið við rannsókn bílsins sem keyrt var inn í kynlífshjálp­ar­tækja­versl­un­ina Adam og Evu aðfaranótt föstu­dags. Lögregla verst þó allra fregna af því hverju sú rannsókn hefur skilað í tengslum við framgang málsins. Meira »

Vinnur með „Epal“ Bandaríkjanna

09:00 Í ólgandi stórborginni New York hefur Íslendingurinn Hlynur V. Atlason komið ár sinni vel fyrir borð. Hann rekur þar iðnhönnunarfyrirtækið Atlason sem hannar húsgögn jafnt sem umbúðir og allt þar á milli. Meira »

Varð fyrir sprengingu við matseldina

08:38 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um eld við bílskúr í austurhluta borgarinnar. Þar hafði maður verið að steikja mat og notað til þess eldfiman vökva með þeim afleiðingum að sprenging varð og læsti eldurinn sig í föt og hár mannsins. Meira »

Umhleypingar í kortunum

08:12 Veðrið verður með rólegasta móti í dag með suðvestlægri átt. Léttskýjað verður eystra, en þykknar upp með smá vætu sunnan- og vestantil með morgninum. Veður næstu vikuna verður þó umhleypingasamt. Meira »

Fannst meðvitundarlaus á götu í miðborginni

07:23 Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Þannig var m.a. tilkynnt um tvær líkamsárásir í miðborginni og fannst sá sem fyrir seinni árásinn varð meðvitundarlaus í götu í miðborginni. Meira »

Eignaskipting mjög ójöfn á Íslandi

Í gær, 23:04 Stéttaskipting fyrirfinnst á Íslandi rétt eins og í öðrum vestrænum markaðssamfélögum. Mælikvarðar eins og eignaskipting setja okkur í flokk með Bandaríkjunum og Sviss. Þetta segir Guðmundur Ævar Oddsson, félagsfræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Meira »

Auðvitað! Þess vegna er himinninn blár

Í gær, 22:44 Af hverju er himinninn blár? er ein þeirra spurninga sem Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði við Háskóla Íslands, svarar í kennslunni auk þess sem hann hefur útskýrt málið á vísindavefnum. Sömu spurningar var einnig spurt í Aravísum Stefáns Jónssonar og þá varð fátt um svör. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Róleg, reglusöm, reyklaus kona óskar ef
Róleg, reglusöm, reyklaus kona óskar eftir lítilli íbúð á leigu á höfuðborgarsvæ...