Tvö vilja formennsku hjá sveitarfélögunum

Vesturbærinn í Reykjavík.
Vesturbærinn í Reykjavík. Sigurður Bogi Sævarsson

Bæjarstjórarnir Aldís Hafsteinsdóttir í Hveragerði og Gunnar Einarsson í Garðabæ eru oftast nefnd meðal sveitarstjórnarfólks sem næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Landsþing þess verður haldið á Akureyri síðari hlutann í september, en þar mun kjörnefnd leggja fram tillögu um formann sem þingfulltrúar kjósa svo um. Öllum er þó frjálst að bjóða sig fram.

„Ég hef fengið hvatningu víða frá að undanförnu og er því að velta þessu alvarlega fyrir mér. Það er líka gott til þess að vita að aðrir treysti mér í þetta embætti,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir.

Gunnar Einarsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær ýmsa hafa komið að máli við sig að undanförnu og hann væri opinn fyrir þessu verkefni. Kjörnefnd réði þó för og hann lyti niðurstöðu hennar; hver sem hún yrði. „Ég er áfram um að styrkja sveitarfélögin í samskiptum við ríkið þar sem þau hafa í ýmsu tilliti farið halloka síðustu árin. Einnig er mikilvægt að brúa meinta gjá sem hefur verið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins,“ segir Gunnar sem kveðst ekki líta á formennsku út frá kynjasjónarmiðum, heldur því að sá sem í embættið veljist styrki stöðu sveitarfélaganna.

Aldís Hafsteinsdóttir.
Aldís Hafsteinsdóttir. Lydur Geir/stafraensyn
Gunnar Einarsson.
Gunnar Einarsson.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert