Tónlistarfólk á Íslandi er svo nett

Arnar Eggert fékk staðfestingu á því sem hann hafði alla ...
Arnar Eggert fékk staðfestingu á því sem hann hafði alla tíð skynjað, hvað íslenskt tónlistarfólk er jákvætt. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Við félagsfræðingar erum áhugasamir um hvernig okkur mannskepnunni gengur í lífinu, hvernig við höfum samskipti og hvernig við hópum okkur saman. Við erum dýr, en það erfiða við okkur er þessi byrði sem fylgir því að vera manneskja. Ég hef alltaf verið gríðarlega áhugasamur um félagsfræði, sérstaklega míkrófélagsfræði sem snýst um að skoða samskipti fárra innan lítilla hópa,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, félagsfræðingur og aðjúnkt við HÍ, en hann lauk nýlega við doktorsverkefni sitt, sem er félagsfræðileg rannsókn á samfélagi íslenskra dægurtónlistarmanna.

„Ég tók djúpviðtöl við þrjátíu starfandi dægurtónlistarmenn og út frá þeim er reiknað út einhvers konar mynstur. Ég spurði spurninga eins og: Af hverju ertu að þessu? Finnst þér þú hafa náð markmiðum þínum? Langar þig að slá í gegn? Viltu vinna við þetta?“ segir Arnar og bætir við að í raun sé það eins og að skrifa bók að gera svona rannsókn og setja hana fram.

„Enda hef ég unnið að þessu undanfarin fimm ár, meðfram annarri vinnu undir rest, en ég kenni af kappi í Háskóla Íslands; fjölmiðlafræði og félagsfræði. Verkefnið vann ég við Edinborgarháskóla með frábærum leiðbeinanda, félagsfræðingnum Simon Frith, sem er einn helsti dægurtónlistarsérfræðingur heims. Ég var orðinn dálítið þreyttur á íslenskri tónlist þegar ég fór út til Skotlands og ætlaði fyrst að skrifa um eitthvað allt annað. En góður vinur minn benti mér á að ef ég gerði þetta ekki væri ég að kasta á glæ miklu innsæi og yfirsýn. Ég var vissulega rétti maðurinn í verkið, með mína blaðamannareynslu, áhuga á félagsfræði sem og tónlistaráhuga og þekkingu, og gott aðgengi að tónlistarfólki.“ Þetta er fyrsta doktorsritgerðin sem fjallar einungis um dægurtónlistarfólk á Íslandi og segir Arnar þetta vonandi gott innlegg í fræðilegar rannsóknir á litlum tónlistarsamfélögum.

„Útlendingunum í Skotlandi fannst þetta t.d. voðalega spennandi, enda er Ísland „sjóðheitt“ núna.“

Stórt grátt svæði á Íslandi

Arnar segir að í hópnum hafi verið konur og karlar á aldrinum 35 til 55 ára.

„Allir höfðu verið í tónlistarbransanum í einhvern tíma og fyrir vikið fékk ég mjög spök svör, fólk gat litið til baka. Dæmi þar um eru Mugison, Jónas Sig, Lára Rúnars og Eyþór Gunnars. Einn af meginpunktunum í ritgerðinni er þetta bil eða gráa svæði á milli þess að vera áhugamanneskja í músík eða atvinnumanneskja. Á Íslandi er þetta gráa svæði gríðarlega stórt, því hér hafa fáir fullar tekjur af sinni tónlist. Og þá þarf fólk að færa ákveðnar fórnir. Sumir vinna jöfnum höndum að eigin list og svo tónlistarflutningi sem er í formi verktakavinnu, aðrir vinna einhverja allt aðra vinnu meðfram sköpuninni o.s.frv. Það voru alls kyns útfærslur, og fólki leið misvel í eigin skinni hvað þetta varðaði.“

Lítið var um eftirsjá eða svekkelsi

Arnar spurði m.a. hvernig fólki liði með að vera starfandi dægurtónlistarfólk á Íslandi, hvort það væri heftandi eða frelsandi.

„Ef þú býrð á Íslandi ertu vissulega heftur, þú getur t.d. ekki haft lifibrauð af því að spila sýrudjass öll kvöld en þú gætir hugsanlega gert það í New York. Það er þá varla möguleiki á sérhæfingu hér. En á sama tíma opnar fámennið og smæðin líka á tækifæri, sumir töluðu um tónlistarheima sem hefðu opnast þeim einmitt vegna íslenska veruleikans, sem hefði líkast til ekki gerst hefðu þeir átt færi á sérhæfingu.“

Margir viðmælenda Arnars höfðu farið í ferlið að reyna að koma tónlist sinni á framfæri erlendis og fólk var með mismunandi sögur af því. En vilja allir tónlistarmenn meika það í útlöndum?

„Það kom mér á óvart hversu mismunandi það var. Fleiri en ég átti von á voru sáttir við tilraunir sínar til að slá í gegn, lítið um eftirsjá eða svekkelsi. Ég spurði líka hvernig hið góða gengi sem við Íslendingar höfum verið að upplifa með Björk og Sigur Rós horfði við tónlistarfólkinu. Og vissulega er það hvetjandi fyrir tónlistarfólk að sjá að íslenskir tónlistarmenn geta orðið heimsfrægir. Hér á Íslandi er það þannig að Jói frændi sem þú hittir í fermingarveislu þekkir Jónsa í Sigur Rós. Eitthvað þannig. Skurðpunktarnir eru alltaf miklu nær en til dæmis hjá almenningi í Þýskalandi. Það sama á við í íþróttum, eins og kolleggi minn Viðar Halldórsson hefur rætt um í sínum rannsóknum. Og þá hugsar fólk: Ef Jói frændi getur þetta, þá get ég það líka. Þetta er gott dæmi um hvað við Íslendingar erum gasaleg, þetta er ekkert mál fyrir okkur,“ segir Arnar og bætir við að hann hafi í doktorsritgerðinni einnig skrifað sögu íslenskrar dægurtónlistar frá 874 fram til 2018.

„Fyrstu 750 árin afgreiði ég á fjórum síðum, en ég fer ítarlegar í dægurtónlistina frá 1950,“ segir hann og hlær.

Við þráum samskipti mest en óttumst þau mest um leið

Arnar segir að hann hafi í niðurstöðum rannsóknarinnar m.a. fengið staðfestingu á dálitlu sem hann hafi alla tíð skynjað, hvað allt þetta fólk sé jákvætt.

„Tónlistarfólk á Íslandi er svo nett. Þegar ég var að vinna sem menningarblaðamaður á Morgunblaðinu fannst mér stórkostlegt hvað viðmælendur mínir voru stoltir af því sem þeir voru að gera og gerðu það af mikilli gleði. Það var ævinlega mikil ástríða, alveg sama hvort ég var að hitta liðsmenn stórhljómsveita eða tala við „Jóa bakara á Raufarhöfn“, áhugamann sem enginn vissi hver var. Reyndar er það hliðartómstundagaman hjá mér að fylgjast með áhugafólki sem gefur út tónlist, ég elska allt svoleiðis. Þá fær maður oft frumlega og merkilega tónlist, því menn eru ekki að þóknast neinum og þekkja ekki reglurnar.“

Arnar segir að það hafi verið sláandi munur hvað fólk gat viðurkennt frjálslega einstaklingsbundna þörf til að skapa, en um leið og kominn var samfélagslegur þáttur í tónlistarsköpunina kom annað hljóð.

„Þegar fólk talaði um eigin þörf fyrir að skapa var það ófeimið og opið. Stundum var þetta eins og sálfræðitími og fólk gat endalaust talað um hvað þetta hafði mikla þýðingu fyrir það. Það yrði að gera þetta, vera einn í herbergi og glamra á píanó eða gítar og sumir lýstu þessu sem hugleiðslu, mjög náttúrulegri þörf og köllun sem væri ekki hægt að komast undan. En þegar ég spurði hvaðan þörfin kæmi fyrir að gefa eigin tónlist út á plötu varð fólk feimnara því að þá er fólk komið í tengingu við aðra með tónlistina sína. Þá var fólk svolítið að afsaka sig, sagðist aðeins vera að flagga egóinu o.s.frv. Þetta náði svo hástigi þegar ég spurði hvers vegna fólk þyrfti að spila á tónleikum fyrir áhorfendur. Þá varð fólk enn feimnara en ég fékk um leið falleg svör, eins og einn sem talaði um þessa mjög svo mannlegu þörf að deila með öðrum. Þegar samfélagið var komið inn í jöfnuna var merkilegt að sjá hvað fólk varð feimið. Þetta allt sannar fyrir mér hversu mikla rullu samskipti spila í lífi okkar og hversu mikilvægt er að rannsaka þau. Samskipti eru það sem við þráum mest, en óttumst mest um leið.“

Þegar Arnar er spurður hver sé tilgangur þess að skrifa doktorsritgerð segir hann að það sé að sama skapi þörfin til að fræða og setja fram, gefa af sér.

„Allt svona fræðastarf miðar að því einu að skilja heiminn aðeins betur, og þá eigum við öll um leið möguleika á meiri vel- og samlíðan,“ segir Arnar, sem hlakkar til að verja ritgerðina sína við Edinborgarháskóla seinna í haust.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

Í gær, 16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

Í gær, 16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

Í gær, 16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

Í gær, 16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

Í gær, 15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

Í gær, 14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »

Missti afl og brotlenti

Í gær, 14:29 Lítilli fisvél hlekktist á í flugtaki á Rifi á Snæfellsnesi um tvö í dag. Tveir voru í vélinni og var einn fluttur á heilsugæslu með minni háttar áverka. Meira »

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

Í gær, 13:15 Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. Meira »

Hitinn fer í allt að 20 stig

Í gær, 12:37 Spáð er norðaustangolu eða -kalda og súld eða dálítilli rigningu austanlands í dag, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Söluverðmat án skuldbindinga, vertu í samba...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...