Vilja þungarokkshátíð í Mosfellsbæ

Frá hátíðinni Oration.
Frá hátíðinni Oration. Ljósmynd/Void Revelations

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur vísað til umsagnar erindi um að alþjóðleg þungarokkshátíð verði haldin í bænum næsta sumar.

Þau Stephen Lockhart og Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir, sem búa í Mosfellsbæ, eru skipuleggjendur hátíðarinnar sem þau ætla að halda í fyrsta sinn síðsumars á næsta ári.

Þau eru að leita að samstarfi við bæjarfélag sem hefur áhuga á að hýsa hátíðina næstu árin. Stefnt er að því að bjóða 10 til 12 erlendum og álíka mörgum íslenskum hljómsveitum að spila á hátíðinni.

Hún á að fara fram innanhúss og vonast tónleikahaldararnir til að fá Hlégarð undir viðburðinn.

Hátíðin, sem nefnist Ascension MMXIX, á að standa yfir í þrjá daga.

Hlégarður í Mosfellsbæ þar sem þungarokkshátíðin verður hugsanlega haldin.
Hlégarður í Mosfellsbæ þar sem þungarokkshátíðin verður hugsanlega haldin. mbl.is/Eggert

Hafa staðið að hátíðinni Oration

Gunnhildur er menntaður hönnuður sem hefur unnið nokkur verkefni fyrir Mosfellsbæ, þá helst í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima.

Stephen starfar sem hljóðupptökumaður og hefur unnið með fjölda hljómsveita og tónlistarmanna. Hann rekur hljóðverið Studio Emissary í Mosfellsbæ.

Þau hafa hafa síðastliðin 3 ár staðið að tónlistarhátíðinni Oration í miðborg Reykjavíkur sem hefur dregið að sér 300 til 500 manns. Þar af eru um 60% útlendingar frá öllum hornum heimsins. Ascension-tónlistarhátíðin verður sett upp fyrir sama hóp af fólki.

Frá tónlistarhátíðinni Eistnaflugi í Neskaupstað.
Frá tónlistarhátíðinni Eistnaflugi í Neskaupstað. Ljósmynd/Ásgeir Helgi

Litið til Eistnaflugs

Við skipulagninguna er litið til tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs og samstarfs forsvarsmanna hennar við Neskaupstað, sem hefur gengið vel.

„Orðspor, verslun og menningargildi hátíðar sem þessarar hefur sýnt og sannað mikilvægi sitt í þeim bæjarfélögum sem bjóða slíkum hátíðum heim og ef vel er að staðið blómstra báðir aðilar í kjölfarið,“ segir í bréfi skipuleggjendanna til bæjarráðs.

Þar er einnig reiknað með að flestir gististaðir Mosfellsbæjar verði uppbókaðir vegna hátíðarinnar.

„Hreinlæti, snyrtileg og fagmannleg umgjörð er forgangsatriði viðburðanna okkar,“ segir í bréfinu.

mbl.is

Innlent »

Slydda og snjókoma á morgun

07:03 Spáð er austan og norðaustan golu eða kalda í dag. Víða dálítil rigning eða slydda en þurrt að kalla vestanlands. Hiti 0 til 5 stig. Meira »

Olli slysi í vímu

05:49 Ökumaður sem var undir áhrifum vímuefna ók yfir á rauðu ljósi á Höfðabakkabrú í nótt með þeim afleiðingum að hann lenti í árekstri við aðra bifreið. Báðir ökumennirnir voru fluttir á Landspítalann til aðhlynningar eftir slysið. Meira »

Byggingarréttargjald þungur baggi

05:30 „Mér finnst þetta í raun vera ákall til borgarinnar. Það er hins vegar ekki brugðist við því, gefið í skyn að þetta sé villandi og ég fæ ekki betur séð en að þessu bréfi sé enn ósvarað,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, við Morgunblaðið. Meira »

Franskur ferðarisi umsvifamikill í Leifsstöð

05:30 Lagardère Travel Retail er stærsti veitingastaður landsins á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki.  Meira »

Borga fyrst, borða svo

05:30 Jólahlaðborð byrja á veitingahúsunum VOX og Satt um næstu helgi og helgina þar á eftir koma jólamatseðlar á veitingahúsunum Geira Smart og Slippbarnum. Meira »

Fleiri erlendir ríkisborgarar við vinnu

05:30 Atvinnulausum fjölgaði um 769 í október, miðað við sama mánuð á síðasta ári. Á sama tíma fjölgar atvinnuleyfum sem Vinnumálastofnun veitir erlendum ríkisborgurum. Meira »

Birta samninginn við Arion banka

05:30 Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að birta í heild sinni á vef sjóðsins samning við Arion banka um rekstur og eignastýringu. Meira »

Vissu ekki af kæru Seðlabankans í 3 ár

05:30 Eftir að hafa verið í rannsókn hjá Seðlabankanum kærði bankinn framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar og stjórn fyrirtækisins til embættis Ríkislögreglustjóra árið 2011. Fyrirtækið vissi hins vegar ekki af kærunni í þrjú ár. Meira »

Mikil fjölgun dauðsfalla ungra

05:30 „Það er erfitt að horfa upp á þessa aukningu,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en dauðsföllum hjá yngri sjúklingum hefur fjölgað mikið síðustu misseri. Meira »

Vilja hafna þriðja orkupakka ESB

Í gær, 23:06 Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjavík telur að ástæða sé til að að hafna þriðja orkupakka ESB og að leita þurfi allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi. Meira »

Hringsólaði í klukkutíma

Í gær, 21:53 Farþegaþotu Icelandair sem var á leiðinni til San Francisco í Bandaríkjum var snúið við skömmu eftir að hún tók á loft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli. Meira »

Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

Í gær, 21:45 Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta. Meira »

Milljónir séð auglýsingu fyrir au-pair

Í gær, 21:37 María og Jesper eru búsett á Eskifirði og eiga sex ára tvíbura. Þau hafa tvisvar verið með au-pair, en eftir að hafa auglýst eftir danskri au-pair á Facebook hefur þeim borist á sjöunda tug umsókna og hefur auglýsingunni verið deilt yfir 7.500 sinnum. Meira »

Fjórir skiptu með sér 45 milljónum

Í gær, 20:43 Fjórir heppnir miðaeigendur skiptu með sér 45 milljóna króna fyrsta vinningi í nóvemberútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í kvöld. Meira »

20% fjölgun fólks á biðlistum

Í gær, 20:31 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst og í september biðu að meðaltali 411 einstaklingar eftir slíkum rýmum. Í september í fyrra biðu að meðaltali 342 og nemur fjölgunin á landsvísu 20%. Meira »

Orðlaus yfir tillögu fjárlaganefndar

Í gær, 20:22 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist vera orðlaus yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »

„Tindurinn er tappinn í flöskunni“

Í gær, 20:05 „Þegar maður er búinn að stunda fjallgöngur í mörg ár, þá hættir fjall að vera „bara fjall“. Það skiptir máli hvernig er farið á fjallið og hvaða leið. Tindurinn sjálfur lækkar í sessi,“ skrifaði Þorsteinn Guðjónsson í Lesbók Morgunblaðsins um ferð þeirra Kristins Rúnarssonar til Perú 1985. Meira »

Í aðgerðir vegna kólnandi hagkerfis

Í gær, 20:03 „Verðbólgan lætur aðeins á sér kræla, hagvöxtur er aðeins minni en gert er ráð fyrir og einkaneysla er að dragast saman. Þetta hefur allt áhrif á stærðir í frumvarpinu,“ segir Willum Þór Þórsson. Meirihluti fjármálanefndar ætlar að bregðast við kólnandi hagkerfi með aðhaldsaðgerðum. Meira »

Draumurinn um Nepal rættist eftir 59 ár

Í gær, 19:37 „Mig hefur dreymt um að fara til Nepals frá því að Dalai Lama var úthýst frá Tíbet. Ég er friðarins manneskja og það má segja að ferðin sem ég fór til Nepals á dögunum sé einskonar pílagríms- og friðarferð,“ segir Gróa Halldórsdóttir, sem fór með Íslendingum í efri búðir í fjallinu Mardi Himal í Nepal. Meira »
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing whole body massage downtown Reykjavik. S 7660348. Alina...
Nissa Leaf til sölu..
Til sölu Nissan Leaf Tekkna árg. 2016. 30 kw, dökkblár, leiðurklæddur, myndavél...