Vilja þungarokkshátíð í Mosfellsbæ

Frá hátíðinni Oration.
Frá hátíðinni Oration. Ljósmynd/Void Revelations

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur vísað til umsagnar erindi um að alþjóðleg þungarokkshátíð verði haldin í bænum næsta sumar.

Þau Stephen Lockhart og Gunnhildur Edda Guðmundsdóttir, sem búa í Mosfellsbæ, eru skipuleggjendur hátíðarinnar sem þau ætla að halda í fyrsta sinn síðsumars á næsta ári.

Þau eru að leita að samstarfi við bæjarfélag sem hefur áhuga á að hýsa hátíðina næstu árin. Stefnt er að því að bjóða 10 til 12 erlendum og álíka mörgum íslenskum hljómsveitum að spila á hátíðinni.

Hún á að fara fram innanhúss og vonast tónleikahaldararnir til að fá Hlégarð undir viðburðinn.

Hátíðin, sem nefnist Ascension MMXIX, á að standa yfir í þrjá daga.

Hlégarður í Mosfellsbæ þar sem þungarokkshátíðin verður hugsanlega haldin.
Hlégarður í Mosfellsbæ þar sem þungarokkshátíðin verður hugsanlega haldin. mbl.is/Eggert

Hafa staðið að hátíðinni Oration

Gunnhildur er menntaður hönnuður sem hefur unnið nokkur verkefni fyrir Mosfellsbæ, þá helst í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima.

Stephen starfar sem hljóðupptökumaður og hefur unnið með fjölda hljómsveita og tónlistarmanna. Hann rekur hljóðverið Studio Emissary í Mosfellsbæ.

Þau hafa hafa síðastliðin 3 ár staðið að tónlistarhátíðinni Oration í miðborg Reykjavíkur sem hefur dregið að sér 300 til 500 manns. Þar af eru um 60% útlendingar frá öllum hornum heimsins. Ascension-tónlistarhátíðin verður sett upp fyrir sama hóp af fólki.

Frá tónlistarhátíðinni Eistnaflugi í Neskaupstað.
Frá tónlistarhátíðinni Eistnaflugi í Neskaupstað. Ljósmynd/Ásgeir Helgi

Litið til Eistnaflugs

Við skipulagninguna er litið til tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs og samstarfs forsvarsmanna hennar við Neskaupstað, sem hefur gengið vel.

„Orðspor, verslun og menningargildi hátíðar sem þessarar hefur sýnt og sannað mikilvægi sitt í þeim bæjarfélögum sem bjóða slíkum hátíðum heim og ef vel er að staðið blómstra báðir aðilar í kjölfarið,“ segir í bréfi skipuleggjendanna til bæjarráðs.

Þar er einnig reiknað með að flestir gististaðir Mosfellsbæjar verði uppbókaðir vegna hátíðarinnar.

„Hreinlæti, snyrtileg og fagmannleg umgjörð er forgangsatriði viðburðanna okkar,“ segir í bréfinu.

mbl.is

Innlent »

Manni bjargað úr sjónum

21:43 Tilkynning barst lögreglunni á Húsavík rétt fyrir klukkan átta í kvöld um að karlmaður væri í sjónum í Eyvík út af Höfðagerðissandi sem er um fimm kílómetra frá bænum. Ekki var vitað á þeirri stundu hvernig maðurinn lenti í sjónum. Meira »

Síldveiðin fer vel af stað fyrir austan

21:28 „Við fengum aflann í fjórum holum við og utan við Glettinganestotuna. Þarna var svolítið líf og við toguðum aldrei lengi eða frá tveimur og hálfum og upp í fimm tíma,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sem kom með 1.200 tonn af síld að landi til vinnslu í Neskaupstað í gær. Meira »

Svindlið á sturluðum mælikvarða

21:00 „Þetta er í stuttu máli óásættanleg niðurstaða,” segir Birgir Sverrisson framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands, í svari við fyrirspurn mbl.is um þá ákvörðun Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar að viðurkenna á ný rússneska lyfjaeftirlitið. Meira »

Ákærðir fyrir árás á dyravörð

20:50 Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir líkamsárás á dyravörð fyrir utan skemmtistaðinn Kíkí í desember 2016. Þá eru þeir einnig ákærðir fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa reynt að koma í veg fyrir handtöku og ráðist á lögreglumenn. Meira »

18 þúsund standa að baki Landsbjörg

20:45 „Við erum afar þakklát fyrir að vera komin með um 18.000 manna hóp sem er tilbúinn að standa við bakið á starfi slysavarnadeilda og björgunarsveita um allt land,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Fjör á öllum vígstöðvum í Laugardalnum

20:10 „Það er svo ótrúlega mikið annað í boði en þessar hefðbundnu greinar sem eru vinsælar. Það þarf lítið til að kynna sér skemmtilega og öðruvísi hreyfingu og finna sér þannig einhverja skemmtilega grein.“ Meira »

Friðað hús rifið fyrir helgi

20:06 Friðað hús, sem áður var staðsett að Laugavegi 74 í Reykjavík, var rifið fyrir helgi en húsið hafði þá verið í geymslu á Granda í rúman áratug. Meira »

„Ég gæti mín“

19:53 Bergþór Grétar Böðvarsson starfsmaður á geðsviði Landspítalans og knattspyrnuþjálfari greindist með geðröskun fyrir 29 árum. Hann segir mikið hafa breyst á þeim tíma, úrræðin voru fá fyr­ir fólk með geðrask­an­ir og lítið hugsað um eftirfylgni að lokinni spítalavist. Meira »

Verkalýðsleiðtogar gagnrýna Icelandair

19:40 Fjórir verkalýðsleiðtogar mótmæla „harðlega“ þeirri ákvörðun Icelandair að setja flugþjónum og -freyjum sem eru í hlutastarfi hjá fyrirtækinu þá afarkosti að ráða sig í fulla vinnu eða láta ellegar af störfum. Meira »

Boðin krabbameinslyf á svörtum markaði

18:50 Konum, sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og þurfa á andhormónalyfjum að halda, hafa verið boðin slík lyf af einstaklingum sem flytja inn og selja stera með ólöglegum hætti. Lyfið sem um ræðir er estrógen-hamlandi lyf og m.a. notað til að koma í veg fyrir aukaverkanir vegna steranotkunar. Meira »

Velt verði við hverjum steini

18:39 „Mér hefur fundist þetta afskaplega ánægjulegur dagur og það sem stendur upp úr hjá mér er að þótt fólk hafi núna gengið í gegnum nokkrar erfiðar vikur er það almennt mjög stolt af sínum vinnustað og líður vel í vinnunni. Það er mín upplifun eftir daginn.“ Meira »

Vill framlengja rammasamning um ár

18:29 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti hugmyndir sínar um framtíðarfyrirkomulag við kaup á þjónustu sérgreinalækna á fundi í velferðarráðuneytinu í dag. Á fundinum lýsti Svandís vilja sínum til að framlengja gildandi rammasamning um eitt ár meðan unnið yrði að breyttu fyrirkomulagi. Meira »

Yndislegt að hjóla

18:25 Í Reykjavík hafa verið skapaðar góðar aðstæður fyrir hjólreiðafólk. Betur má þó gera. Valgerður Húnbogadóttir segir bíllaust líf henta sér vel. Meira »

Vön svona fréttaflutningi

17:30 „Í gegnum tíðina erum við mjög vön að sjá svona fréttaflutning,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, um frétt Sunday Times um væntanlegt gos í Kötlu sem birtist um helgina. Frá því að Eyjafjallajökull gaus árið 2010 hafi það gerst reglulega í Þýskalandi og Bretlandi. Meira »

Valka ræður þrjá nýja stjórnendur

17:17 Hátæknifyrirtækið Valka hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.  Meira »

Engin kostnaðaráætlun lá fyrir

16:33 Kostnaður vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum í sumar lá ekki fyrir fyrr en ljóst var hvaða tilboði vegna hennar yrði tekið. Þetta kemur fram í minnisblaði frá skrifstofu Alþingis til Steingríms J. Sigfússonar, forseta þingsins, sem birt hefur verið á vef þess. Meira »

Gagnrýndi fjársvelti SÁÁ

16:29 „Hvað er virkilega að gerast í þessum málum þegar við vitum að hver einasti fíkniefnasjúklingur þarf að nýta sér aðstöðu hjá SÁÁ?“ spurði Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, og beindi orðum sínum að Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi. Meira »

Undirbúa aðgerðaáætlun vegna lyfjaskorts

16:15 Lyfjastofnun hefur boðað fulltrúa lyfjaframleiðenda og heildsöludreifingar til fundar vegna lyfjaskorts á ákveðnum lyfjum, sér í lagi krabbameinslyfja og gigtarlyfja. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun fer fundurinn fram á morgun. Sömuleiðis hefur verið boðað til fundar með lyfjagreiðslunefnd og Sjúkratryggingum Íslands á miðvikudag. Meira »

Ákærður fyrir að hrista son sinn

16:06 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sonar síns með því að hafa tekið um háls og/eða brjóstkassa drengsins og hrist hann. Hlaut sonurinn meðal annars blæðingu á heila og blóðsöfnun þar auk punktblæðingar í augnbotni. Meira »
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
Volkswagen, VW Transporter 2016
Bíllinn kom á götuna 25.11.2016 og er ekinn 18.750 km Mikið af aukahlutum. Ve...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...