Kröfur til fyrirtækja aukist „gríðarlega“

Fólk á gangi í Smáralind.Kröfur um að fyrirtæki axli samfélagslega ...
Fólk á gangi í Smáralind.Kröfur um að fyrirtæki axli samfélagslega ábyrgð hafa vaxið mikið. mbl.is/Golli

„Kröfur til fyrirtækja um að þau þurfi að axla samfélagslega ábyrgð hafa aukist gríðarlega. Ef markaðsráðandi fyrirtækin mæta ekki þessum kröfum, þá skapast tækifæri fyrir nýsköpunarfyrirtæki sem starfa á ábyrgan hátt gagnvart t.d. umhverfinu og samfélaginu,“ segir Ragna Sara Jónsdóttir, frumkvöðull og stofnandi hönnunarmerkisins FÓLKS.  

Fleiri vilja vera ábyrgir neytendur

Ragna Sara fjallaði um mikilvægi þess að horfa til samfélags- og umhverfisþátta í nýsköpun í hádeginu í dag á opnum fundi í Norræna húsinu. Fundurinn var á vegum Höfða friðarseturs, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og samstarfsaðila Snjallræðis.

Sífellt fleiri vilja vera ábyrgir neytendur, að sögn Rögnu, t.d. í ljósi mikillar vakningar í dýraverndunarmálum. Það sé fyrirtækjum vænlegt til árangurs að mæta kröfunum og breyta gömlum háttum.

Dæmi um fyrirtæki sem hefur gert það er tískufataframleiðandinn Burberry, en upp komst fyrir ári að fyrirtækið brenndi vörur sem ekki seldust, sem vakti mikla reiði meðal umhverfissinna. Fyrirtækið hefur nú ákveðið að hætta að brenna vörurnar.  

Ragna hélt fjallaði um mikilvægi samfélagslegrar nýsköpunar.
Ragna hélt fjallaði um mikilvægi samfélagslegrar nýsköpunar. Ljósmynd/Aðsend

„Í ljósi hnattrænna vandamála eins og t.d. loftslagsbreytinga hafa kröfur til fyrirtækja um að axla ábyrgð vaxið gríðarlega á síðustu 10 árum. Ég held að fyrirtæki sem svara þessum kröfum almennings eigi meiri tækifæri á að njóta velgengni.

Helmingurinn af fólki sem er fætt á bilinu 1980 til 1990 er til í að taka á sig launalækkun til að taka á sig starf sem passar við þeirra gildi og sjálfsmynd í lífinu. Þetta sýnir að atvinnulífið þarf að aðlaga sig að þessari viðhorfsbreytingu,“ segir Ragna. 

Sjö nýsköpunarverkefni verða valin í Snjallræði

Á fundinum fjallaði Ragna einnig um hugtakið samfélagsleg nýsköpun en það snýst um að horfa til ávinnings samfélagsins af nýsköpun sem er drifinn áfram af umhverfis- og samfélagsþáttum.

Þar var einnig Snjallræði kynnt, sem er fyrsti íslenski viðskiptahraðallinn fyrir samfélagslega nýsköpun. Hann hefur göngu sína 10. október. Sjö verkefni á sviði samfélagslegrar nýsköpunar verða valin til þátttöku og fá vinnuaðstöðu í Húsi skapandi greina við Hlemm. Umsóknafrestur er til 10. september og nálgast má frekari upplýsingar um verkefnið hér.

mbl.is

Innlent »

Veður gengur niður

Í gær, 23:59 Gular og appelsínugular viðvaranir sem hafa verið í gildi eru ýmist dottnar út eða detta út á allra næstu klukkustundum. „Þetta er allt á réttri leið,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands. Meira »

Stundum leynast merki í töluboxi

Í gær, 22:25 „Kúnstin við að safna er alltaf sú sama, að afmarka sig með einhverjum hætti. Annars tapast yfirsýnin. Áhuginn hverfur oft líka ef fólk afmarkar sig ekki, því þá er ekki hægt að dýpka sig í neinu,“ segir Eiríkur Jón Líndal, formaður Myntsafnarafélags Íslands, en það fagnar 50 ára afmæli nú um helgina með stórsýningu. Meira »

Komu í leitirnar nær þrjátíu árum seinna

Í gær, 22:10 Stundum getur raunveruleikinn reynst ótrúlegri en nokkur lygasaga. Það upplifðu þeir félagar Þorfinnur Sigurgeirsson, grafískur hönnuður og myndlistarmaður, og Magnús Valur Pálsson, grafískur hönnuður og kennari, nú í vikunni, en þá hafði Þorfinnur samband við Magnús eftir að hafa fengið skilaboð frá ókunnugri konu á Facebook. Meira »

Verkfallsvarsla verður efld til muna

Í gær, 21:55 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það „svívirðilegt“ að fólk hafi sýnt einbeittan brotavilja þegar kemur að verkfallsbrotum. Hún vill efla verkfallsvörslu til muna í næstu viku þegar næstu tvö verkföll eru fyrirhuguð. Meira »

Á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig

Í gær, 21:28 Það er á forræði hvers stéttarfélags fyrir sig að meta hvort það geti krafist þess að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

Foktjón og fastir bílar víða um land

Í gær, 20:54 Kalla þurfti til björgunarsveitir á Reyðarfirði í kvöld vegna fjúkandi þakplatna og brotinna rúða, en aftakaveður er á svæðinu líkt og víðast hvar á landinu. Á milli 70 og 80 björgunarsveitarmenn hafa sinnt útköllum það sem af er degi. Meira »

Tveir Íslendingar hlutu 100 þúsund

Í gær, 20:43 Tveir Íslendingar hlutu annan vinning í Jóker í útdrætti Eurojackpot í kvöld og fær hvor um sig 100 þúsund krónur í sinn hlut. Meira »

Ástand sem getur ekki varað lengur

Í gær, 20:05 Dagurinn hefur verið ákaflega annasamur að sögn formanns FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu og eiganda og framkvæmdastjóra Center Hotels. „Við erum búin að ljúka herbergjunum, þannig að nú eru veitingastaðirnir eftir,“ segir hann og kveðst vera á leiðinni í uppvaskið. Meira »

Skilti leyfð á afmörkuðu svæði

Í gær, 19:59 Skilti og útstillingar fyrirtækja á Laugavegi mega vera á afmörkuðum stöðum. Annað hvort við framhlið byggingar eða á svokölluðu millisvæði en aldrei á göngusvæði. Reglur um afnot af borgarlandinu vegna skilta og útstillinga voru samþykktar í febrúar 2017. Meira »

Seinkunin algert aukaatriði

Í gær, 19:20 „Við erum í skýjunum með það hversu vel þetta heppnaðist. Það má segja að allt hafi gengið eftir áætlun þrátt fyrir smá seinkun,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, um skorstein Sementsverksmiðjunnar sem jafnaður var við jörðu í dag. Meira »

Krefst endurupptöku á máli Zainab

Í gær, 18:37 Lögmaður fjölskyldu Zainab Safari hefur farið fram á endurupptöku máls fjölskyldunnar hjá kærunefnd útlendingamála á grundvelli breyttra aðstæðna. Í samtali við mbl.is segir Magnús Norðdahl að atburðir dagsins hafi sýnt það svart á hvítu hversu sterk tengsl fjölskyldan hefði myndað hér á landi. Meira »

Þarf að greiða Guðmundi 1,2 milljónir

Í gær, 18:21 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjaness og dæmt blaðamanninn Atla Má Gylfason fyrir meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða honum 1,2 milljónir króna í miskabætur. Meira »

Greiðsla úr sjóði háð þátttöku fólks

Í gær, 18:10 Á heimasíðu Eflingar kemur meðal annars fram að greiðsla úr verkfallssjóði sé háð „hógværri kröfu“ um þátttöku viðkomandi í verkfallsvakt eða skyldum viðburðum. Meira »

50 björgunarsveitarmenn sinnt útköllum

Í gær, 17:56 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til vegna bíla sem sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum á sjötta tímanum í dag, en fyrir voru þar hópar björgunarsveita sem manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði. Meira »

Þórður hlaut blaðamannaverðlaun ársins

Í gær, 17:36 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2018 fyrir bókina Kaupthinking.  Meira »

Landsréttur sneri við nauðgunardómi

Í gær, 17:30 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot gagnvart konu.  Meira »

Freyju mismunað vegna fötlunar

Í gær, 17:11 Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaða dómsins að Freyju, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar, hafi verið mismunað vegna fötlunar. Meira »

Minni snjókoma en spáð var

Í gær, 16:37 Snjókoman á höfuðborgarsvæðinu það sem eftir lifir dags verður líkast til mun minni er veðurspár gerðu ráð fyrir í gær.  Meira »

Fall skorsteinsins séð úr lofti

Í gær, 15:53 Fjölmargir fylgdust með þegar skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi féll í dag. Sprengingin var tilkomumikil og mbl.is var á staðnum og myndaði úr lofti. Meira »
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 77.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoðu...
Sænsk sumar- og ferðaþjónustuhús
Vinsælu sænsku sumar- og ferðaþjónustuhúsin Leksand 32 m2 auk 8 m2 verandar eru ...
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...
Verslunar + Lager + Geymsluhúsnæði eða létta starfsemi .
Til leigu í Bolholti 4, 105 Reykjavík Verslunarhúsnæði 235 ferm. laust strax.La...