Segja sjóðfélaga bera á borð dylgjur um Frjálsa

Tekist er á um Arion banka.
Tekist er á um Arion banka. Eggert Jóhannesson

Frjálsi lífeyrissjóðurinn hafnar alfarið þeim ásökunum sem Hróbjartur Jónatansson, sjóðfélagi í sjóðnum, heldur fram í beiðni sem hann hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem óskað er eftir aðgangi að rekstrarsamningi lífeyrissjóðsins við Arion banka. Rætt var við Hróbjart vegna málsins í ViðskiptaMogganum í gær.

Sjóðurinn segir að Hróbjartur hafi verið upplýstur um það í júní síðastliðnum að stjórn sjóðsins hafi til umfjöllunar hvort fyrrnefndur rekstrarsamningur verði birtur opinberlega, jafnvel þótt samkeppnissjónarmið kunni að mæla gegn því.

„Stjórnin hefur ákveðið að horfa sérstaklega til gagnsæis og jafnræðis sjóðfélaga í tengslum við upplýsingagjöf,“ segir Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann einnig að samanburður Hróbjarts á rekstrarkostnaði Frjálsa og Almenna lífeyrissjóðsins sé villandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert